Ótækt að börn bíði í tvö ár eftir nauðsynlegri þjónustu Lovísa Arnardóttir skrifar 17. september 2023 13:16 Salvör Nordal tekur við formennskunni á ársfundi samtakanna að ári. Sá fundur verði haldinn í Reykjavík. Vísir Umboðsmaður barna segir of mörg börn á bið eftir nauðsynlegri þjónustu, og það of lengi. Áætlanir stjórnvalda um snemmtæka íhlutun geti ekki staðist ef ekki er úr bætt. Hundruð barna eru á bið eftir nauðsynlegri þjónustu hjá ýmsum stofnunum samfélagsins. Sem dæmi bíða hátt í 1.700 eftir þjónustu í Geðheilsumiðstöðinni og rúm 400 eftir þjónustu Ráðgjafar- og greiningarstöð. Sum hafa beðið í meira en þrjá mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í nýjum tölum sem Umboðsmaður barna birti í síðustu viku. Umboðsmaður barna segir gagnlegt og mikilvægt að safna tölunum reglulega saman. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Barna- og fjölskyldustofa, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Geðheilsumiðstöð barna, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild LSH, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Heilsuskóli Barnaspítalans en embættið leitast ávallt eftir því að bæta fleirum við. Annað sem kemur fram í gögnunum er að færri börn eru nú en áður á bið hjá BUGL en fleiri á bið hjá Heilsuskólanum. Þá hefur þeim málum fjölgað hjá sýslumanni þar sem börn eiga í hlut en sem dæmi eru 102 mál í bið varðandi sáttameðferð þar sem börn koma við sögu. Síðast þegar tölurnar voru teknar saman, í febrúar, voru málin 58. Ef litið er til Barnahúss hafði biðlistinn verulega styst þar frá í febrúar en þar biðu tíu börn í ágúst eftir meðferð en þau voru 38 í febrúar. Í gögnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom svo fram að fyrstu sex mánuði ársins 2023 voru 46 börn brotaþolar í kynferðisbrotamálum og 79 í ofbeldismálum. Alls höfðu fimm börn stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli á tímabilinu og 74 í ofbeldisbrotamáli. Viðvarandi vandi víða Embættið tekur þessar tölur saman á hálfs árs fresti með það að markmiði að varpa ljósi á stöðu barna á landinu hverju sinni. „Þegar við byrjuðum að taka þessar tölur svona skipulega saman var búinn að vera viðvarandi vandi víða lengi. Við höfum séð sveiflur í þessu á meðan verkefninu stendur,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, og tekur dæmi um sýslumannsembættið þar sem staðan hefur versnað. „En staðan í Ráðgjafar- og greiningarstöð og Geðheilsumiðstöð er alltaf jafn slæm og ef eitthvað er þá versnar hún. Sérstaklega hjá Geðheilsumiðstöðinni. Þegar við byrjuðum voru þetta um 700 börn sem biðu en nú eru þær tæplega 1.700. Það hefur versnað verulega ástandið þar,“ segir Salvör. Hún segir stöðuna sums staðar hafa batnað, eins og eftir sálfræðingi á heilsugæslustöðvum og á BUGL, og að það verði áhugavert að sjá hvort að breytingin þar sé varanleg eða tímabundin. „Vonandi eru hlutirnir að lagast þar til frambúðar.“ Salvör segir það alvarlegast þegar börn bíða lengi, eins og þau gera á Ráðgjafar- og greiningarstöð og Geðheilsumiðstöð. Sérstaklega með tilliti til nýrra farsældarlaga sem geri ráð fyrir snemmtækri íhlutun. „Börn eru kannski að bíða í jafnvel meira en tvö ár. Þessi nýja löggjöf á að þýða að við eigum að geta veitt börnum þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda. Ef það er löng bið inn í þessar stofnanir er augljóst að við getum ekki veitt þjónustuna og höfum ekki bolmagn til að grípa snemma inn í. Tvö ár eru langur tími í lífi barns og það getur haft alvarlegar afleiðingar að bíða svo lengi.“ En hvernig meturðu stöðu barna á Íslandi í dag? „Þetta er flókin spurning en ef maður lítur á þessar tölur er hún ekki nógu góð. Það er alveg ljóst,“ segir Salvör. Hún segir að enn sé einnig margt ósagt. Það sé vitað að mörg börn bíði sem dæmi eftir þjónustu talmeinafræðinga en að hvergi sé hægt að sjá samanlagt hversu mörg þau eru. Embættið hafi reynt að afla þessara gagna frá upphafi verkefnis, án árangurs. Ekki nægilega góð yfirsýn „Það er búið að tala um það alllengi að safna þessum upplýsingum skipulega saman. Þetta eru þungbær mál en við höfum ekki nógu góða yfirsýn þarna. En oft hefur komið fram að börn eru að bíða allt of lengi eftir þessari þjónustu.“ Hún segir áríðandi að stjórnvöld bregðist við þessu. „Vonandi sjáum við betri stöðu næst þegar við tökum þetta saman og að breytingarnar séu varanlegar. Að börn séu að fá betri þjónustu til framtíðar. Við vonum líka að þessi reglubundna birting gagnanna ýti við stjórnvöldum og þau átti sig á mikilvægi þess að koma í veg fyrir þessa bið. Það er afskaplega brýnt. Það er stefna stjórnvalda að grípa snemma inn í þegar vandi kemur upp en síðan vantar þjónustuna þegar á reynir. Á meðan það er þá er ekki hægt að segja að við séum að veita snemmtæka íhlutun,“ segir Salvör.Hún segir þannig ekki nóg að innleiða nýja löggjöf, eins og farsældarlöggjöfina, heldur verði að fylgja þjónusta sem sé aðgengileg. „Það er ótækt að börn séu að bíða í yfir tvö ár, eins og á Geðheilsumiðstöðinni. Það er svo svakalega langur tími fyrir börn að bíða. Því eftir það á barnið eftir að fá greiningu og þjónustu í framhaldi af því. Ástandið lagast auðvitað ekki á meðan þau bíða. Þetta er því mjög erfitt fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra.“ Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Barnavernd Tengdar fréttir Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. 26. mars 2023 19:01 1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021. 21. mars 2023 19:21 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Hundruð barna eru á bið eftir nauðsynlegri þjónustu hjá ýmsum stofnunum samfélagsins. Sem dæmi bíða hátt í 1.700 eftir þjónustu í Geðheilsumiðstöðinni og rúm 400 eftir þjónustu Ráðgjafar- og greiningarstöð. Sum hafa beðið í meira en þrjá mánuði. Þetta, og meira, kemur fram í nýjum tölum sem Umboðsmaður barna birti í síðustu viku. Umboðsmaður barna segir gagnlegt og mikilvægt að safna tölunum reglulega saman. Samstarfsaðilar verkefnisins eru Barna- og fjölskyldustofa, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Geðheilsumiðstöð barna, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild LSH, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Heilsuskóli Barnaspítalans en embættið leitast ávallt eftir því að bæta fleirum við. Annað sem kemur fram í gögnunum er að færri börn eru nú en áður á bið hjá BUGL en fleiri á bið hjá Heilsuskólanum. Þá hefur þeim málum fjölgað hjá sýslumanni þar sem börn eiga í hlut en sem dæmi eru 102 mál í bið varðandi sáttameðferð þar sem börn koma við sögu. Síðast þegar tölurnar voru teknar saman, í febrúar, voru málin 58. Ef litið er til Barnahúss hafði biðlistinn verulega styst þar frá í febrúar en þar biðu tíu börn í ágúst eftir meðferð en þau voru 38 í febrúar. Í gögnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kom svo fram að fyrstu sex mánuði ársins 2023 voru 46 börn brotaþolar í kynferðisbrotamálum og 79 í ofbeldismálum. Alls höfðu fimm börn stöðu sakbornings í kynferðisbrotamáli á tímabilinu og 74 í ofbeldisbrotamáli. Viðvarandi vandi víða Embættið tekur þessar tölur saman á hálfs árs fresti með það að markmiði að varpa ljósi á stöðu barna á landinu hverju sinni. „Þegar við byrjuðum að taka þessar tölur svona skipulega saman var búinn að vera viðvarandi vandi víða lengi. Við höfum séð sveiflur í þessu á meðan verkefninu stendur,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, og tekur dæmi um sýslumannsembættið þar sem staðan hefur versnað. „En staðan í Ráðgjafar- og greiningarstöð og Geðheilsumiðstöð er alltaf jafn slæm og ef eitthvað er þá versnar hún. Sérstaklega hjá Geðheilsumiðstöðinni. Þegar við byrjuðum voru þetta um 700 börn sem biðu en nú eru þær tæplega 1.700. Það hefur versnað verulega ástandið þar,“ segir Salvör. Hún segir stöðuna sums staðar hafa batnað, eins og eftir sálfræðingi á heilsugæslustöðvum og á BUGL, og að það verði áhugavert að sjá hvort að breytingin þar sé varanleg eða tímabundin. „Vonandi eru hlutirnir að lagast þar til frambúðar.“ Salvör segir það alvarlegast þegar börn bíða lengi, eins og þau gera á Ráðgjafar- og greiningarstöð og Geðheilsumiðstöð. Sérstaklega með tilliti til nýrra farsældarlaga sem geri ráð fyrir snemmtækri íhlutun. „Börn eru kannski að bíða í jafnvel meira en tvö ár. Þessi nýja löggjöf á að þýða að við eigum að geta veitt börnum þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda. Ef það er löng bið inn í þessar stofnanir er augljóst að við getum ekki veitt þjónustuna og höfum ekki bolmagn til að grípa snemma inn í. Tvö ár eru langur tími í lífi barns og það getur haft alvarlegar afleiðingar að bíða svo lengi.“ En hvernig meturðu stöðu barna á Íslandi í dag? „Þetta er flókin spurning en ef maður lítur á þessar tölur er hún ekki nógu góð. Það er alveg ljóst,“ segir Salvör. Hún segir að enn sé einnig margt ósagt. Það sé vitað að mörg börn bíði sem dæmi eftir þjónustu talmeinafræðinga en að hvergi sé hægt að sjá samanlagt hversu mörg þau eru. Embættið hafi reynt að afla þessara gagna frá upphafi verkefnis, án árangurs. Ekki nægilega góð yfirsýn „Það er búið að tala um það alllengi að safna þessum upplýsingum skipulega saman. Þetta eru þungbær mál en við höfum ekki nógu góða yfirsýn þarna. En oft hefur komið fram að börn eru að bíða allt of lengi eftir þessari þjónustu.“ Hún segir áríðandi að stjórnvöld bregðist við þessu. „Vonandi sjáum við betri stöðu næst þegar við tökum þetta saman og að breytingarnar séu varanlegar. Að börn séu að fá betri þjónustu til framtíðar. Við vonum líka að þessi reglubundna birting gagnanna ýti við stjórnvöldum og þau átti sig á mikilvægi þess að koma í veg fyrir þessa bið. Það er afskaplega brýnt. Það er stefna stjórnvalda að grípa snemma inn í þegar vandi kemur upp en síðan vantar þjónustuna þegar á reynir. Á meðan það er þá er ekki hægt að segja að við séum að veita snemmtæka íhlutun,“ segir Salvör.Hún segir þannig ekki nóg að innleiða nýja löggjöf, eins og farsældarlöggjöfina, heldur verði að fylgja þjónusta sem sé aðgengileg. „Það er ótækt að börn séu að bíða í yfir tvö ár, eins og á Geðheilsumiðstöðinni. Það er svo svakalega langur tími fyrir börn að bíða. Því eftir það á barnið eftir að fá greiningu og þjónustu í framhaldi af því. Ástandið lagast auðvitað ekki á meðan þau bíða. Þetta er því mjög erfitt fyrir bæði börnin og fjölskyldur þeirra.“
Réttindi barna Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Heilsugæsla Landspítalinn Barnavernd Tengdar fréttir Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. 26. mars 2023 19:01 1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021. 21. mars 2023 19:21 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Sjá meira
Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. 26. mars 2023 19:01
1157 börn á biðlista fyrir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð Þeim börnum sem bíða eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna hefur fjölgað töluvert frá því umboðsmaður barna kallaði fyrst eftir upplýsingum um bið barna eftir þjónustu í desember 2021. Þá biðu 738 börn en þau voru 830 í september 2022. Í febrúar 2023 voru þetta 1157 börn sem öll höfðu beðið lengur en þrjá mánuði. Það eru því 419 fleiri börn sem bíða nú eftir greiningu borið saman við desember 2021. 21. mars 2023 19:21
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent