Tilynnt var um eld sem kviknað hafði í kofa í Heiðmörk á tíunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var kofinn um þrjátíu fermetrar.
Kofinn hafði nær alfarið brunnið upp þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Erfitt reyndist slökkviliðsmönnum að komast að brunasvæðinu. Þá var enginn á staðnum þegar slökkvilið mætti á vettvang. Slökkvistarfi á vettvangi lauk um tíuleytið.