Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2023 18:35 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður nýs frumvarps um bann á hvalveiðum. Frumvarpið hefur verið lagt fram á þingi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en á því má einnig finna þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum. Það er Samfylkingunni, Flokki fólksins og Viðreisn. Hvalveiðar hófust að nýju í síðustu viku eftir að matvælaráðherra frestaði þeim í sumar. MAST stöðvaði í dag tímabundið hvalveiðar í öðru hvalveiðiskipi Hvals hf., Hval 8, vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Matvælaráðherra setti veiðunum strangari skilyrði í reglugerð sem hún setti áður en veiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. Frá því að veiðarnar hófust hafa verið veiddar fjórtán langreyðar. Andrés Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „ótækt að stefnulaus ríkisstjórn geti ekki tekið skýra ákvörðun um hvalveiðar.“ „Vandræðagangur síðustu mánuða hefur sýnt með skýrum hætti að Alþingi þarf að stíga inn og taka afstöðu með umhverfinu, loftslaginu og dýravelferð. Hvalirnir skulu njóta vafans - bönnum hvalveiðar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að í frumvarpinu sé það lagt til að hvalveiðar verði alfarið bannaðar og að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga, eins og önnur villt dýr í náttúru Íslands. Alþingi Hvalir Hvalveiðar Píratar Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en á því má einnig finna þingmenn úr öðrum stjórnarandstöðuflokkum. Það er Samfylkingunni, Flokki fólksins og Viðreisn. Hvalveiðar hófust að nýju í síðustu viku eftir að matvælaráðherra frestaði þeim í sumar. MAST stöðvaði í dag tímabundið hvalveiðar í öðru hvalveiðiskipi Hvals hf., Hval 8, vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Matvælaráðherra setti veiðunum strangari skilyrði í reglugerð sem hún setti áður en veiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. Frá því að veiðarnar hófust hafa verið veiddar fjórtán langreyðar. Andrés Ingi segir í færslu á Facebook-síðu sinni að það sé „ótækt að stefnulaus ríkisstjórn geti ekki tekið skýra ákvörðun um hvalveiðar.“ „Vandræðagangur síðustu mánuða hefur sýnt með skýrum hætti að Alþingi þarf að stíga inn og taka afstöðu með umhverfinu, loftslaginu og dýravelferð. Hvalirnir skulu njóta vafans - bönnum hvalveiðar,“ segir Andrés Ingi. Hann segir að í frumvarpinu sé það lagt til að hvalveiðar verði alfarið bannaðar og að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga, eins og önnur villt dýr í náttúru Íslands.
Alþingi Hvalir Hvalveiðar Píratar Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47 Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Sjá meira
Fagnar innilega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður Valgerður Árnadóttir, talsmaður Hvalavina, fagnar því að Matvælastofnun hafi tekið ákvörðun um að stöðva tímabundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hvalveiðibáturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Ákvörðunin hafi alls ekki verið fyrirséð. 14. september 2023 16:47
Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20
Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51
Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34