„Eitthvað sem má alveg tala meira um“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. september 2023 08:01 Elísa Viðarsdóttir fagnar bikarnum í fyrra ásamt dóttur sinni. Nú er annað barn á leiðinni sem og nýr bikar í safnið. Vísir/Hulda Margrét Valur varð í fyrrakvöld Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja árið í röð. Tvöföld gleði er fyrir Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, sem fagnar ekki aðeins titli heldur á von á sínu öðru barni. Þá hvarflar ekki að henni að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni, sem hún þakkar brautryðjendum sem á undan komu. Þór/KA vann dramatískan 3-2 sigur á Breiðabliki í Bestu deild kvenna í fyrrakvöld þar sem Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Þau úrslit þýddu að Valur er orðinn Íslandsmeistari. Elísa segir öðruvísi að vinna titilinn uppi í sófa. „Tilfinningin er alltaf jafn góð, þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og kannski öðruvísi að prófa að vinna þetta þegar maður er ekki inni á vellinum,“ „Við erum mjög stoltar af þessu en við erum ekkert búnar að setja punktinn fyrir aftan þetta. Við ætlum okkur að vinna deildina með stæl og með sem mestum mun.“ segir Elísa. Margra ára vinna að skapa raðsigurvegara Valur vinnur sinn fjórða Íslandsmeistaratitil í röð en liðið vann 2019, 2021 og í fyrra. Árið 2020 var mótið flautað af vegna kórónuveirufaraldursins. En hvað liggur að baki þessum ítrekaða árangri? „Það er margra ára vinna sem liggur að baki, hjá leikmönnum, þjálfarateymi og félaginu í heild sinni. Ég er alveg einstaklega stolt af þessum þar sem það var bras á okkur í vetur og í fyrri hluta móts og mér fannst við seint ná takti. Maður fór inn í mótið smá tvístíga þar sem við vorum búnar að missa marga frábæra leikmenn,“ segir Elísa. Vegna þess mótlætis sé þetta sérstaklega sætt. „En ég er svo ótrúlega stolt af leikmönnunum sem hafa verið öll þessi ár, stóðu í lappirnar, gáfu í og gáfu ekki eftir þrátt fyrir að hafa landað titlinum tvö ár í röð,“ „Það er margra ára vinna að baki ákveðnum kúltúr og það þarf mikið til að rugga slíkri velgengni. Leikmenn koma og fara en ef þú nærð að halda í ákveðin gildi og kúltúr innan klúbbsins er erfitt að stoppa það,“ segir Elísa. Endurtaka einstakan árangur Valsliðið er það þriðja innan félagsins til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í ár en kvennalið Vals í handbolta og körfubolta urðu einnig Íslandsmeistarar í vor. Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem félagið nær þessum magnaða árangri. „2019 fannst manni þetta algjörlega sögulegt og maður trúði því varla fyrr en maður sá það staðfest á blaði. Ég hugsaði einmitt með mér þá að þetta hlyti að vera einstakur árangur í Evrópu eða jafnvel öllum heiminn. Maður var gríðarlega hreykin af þessu 2019 og ég er alveg jafn stolt af þessu í dag. Þetta sýnir hvað kvennastarfið í Val er gott, þetta er einstakt og eitthvað sem má alveg tala meira um,“ segir Elísa. Klippa: Ég er svo ótrúlega stolt Aðrar konur rutt brautina Valskonur ætla ekki að staldra lengi við Íslandsmeistaratitilinn, þær vilja klára mótið með stæl og stefna langt í Meistaradeild Evrópu, en umspil um sæti í riðlakeppninni er um miðjan október. Elísa missir þó af því verkefni og rest deildarinnar þar sem hún á von á sínu öðru barni. „Það eru blendnar tilfinningar. Það er ótrúlega mikil gleði að vera að búa til nýtt líf og allir hraustir og heilbrigðir. En á sama tíma er leiðinlegt að missa af þessum skemmtilegu vikum sem fram undan eru.“ segir Elísa og bætir við: „Ég finn mér alltaf einhver verkefni og hlutverk sem ég get tekið þátt í og það er alveg sama hvort það er að bera brúsa eða klappa stelpunum á bakið. Eins og ég segi erum við ekki búnar að setja neinn punkt á eftir 6. október, sem er síðasti leikur í deild, og ætlum okkur klárlega lengra í Meistaradeildinni,“ segir Elísa sem mun vera áfram í kringum liðið, og æfir enn með því, þó hún sé hætt að spila - í bili. „Ég ætla mér það, ég er ennþá að sprikkla og hef gaman að því að mæta í klefann og sem betur fer er sá neisti ekki farinn. Ég ætla klárlega að leggja allt mitt að mörkum,“ segir Elísa. Þá komi ekki til greina að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni. „Nei. Sú pæling hefur ekki einu sinni komið upp í hugann, sem betur fer. Ég get þakkað forverum mínum í þessum barneignum í íþróttum kærlega fyrir, að vera búnar að ryðja brautina fyrir mig og fleiri. Sú pæling hefur aldrei komið upp og ég stefni á að koma ótrauð til baka og strax orðin spennt.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira
Þór/KA vann dramatískan 3-2 sigur á Breiðabliki í Bestu deild kvenna í fyrrakvöld þar sem Una Móeiður Hlynsdóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Þau úrslit þýddu að Valur er orðinn Íslandsmeistari. Elísa segir öðruvísi að vinna titilinn uppi í sófa. „Tilfinningin er alltaf jafn góð, þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og kannski öðruvísi að prófa að vinna þetta þegar maður er ekki inni á vellinum,“ „Við erum mjög stoltar af þessu en við erum ekkert búnar að setja punktinn fyrir aftan þetta. Við ætlum okkur að vinna deildina með stæl og með sem mestum mun.“ segir Elísa. Margra ára vinna að skapa raðsigurvegara Valur vinnur sinn fjórða Íslandsmeistaratitil í röð en liðið vann 2019, 2021 og í fyrra. Árið 2020 var mótið flautað af vegna kórónuveirufaraldursins. En hvað liggur að baki þessum ítrekaða árangri? „Það er margra ára vinna sem liggur að baki, hjá leikmönnum, þjálfarateymi og félaginu í heild sinni. Ég er alveg einstaklega stolt af þessum þar sem það var bras á okkur í vetur og í fyrri hluta móts og mér fannst við seint ná takti. Maður fór inn í mótið smá tvístíga þar sem við vorum búnar að missa marga frábæra leikmenn,“ segir Elísa. Vegna þess mótlætis sé þetta sérstaklega sætt. „En ég er svo ótrúlega stolt af leikmönnunum sem hafa verið öll þessi ár, stóðu í lappirnar, gáfu í og gáfu ekki eftir þrátt fyrir að hafa landað titlinum tvö ár í röð,“ „Það er margra ára vinna að baki ákveðnum kúltúr og það þarf mikið til að rugga slíkri velgengni. Leikmenn koma og fara en ef þú nærð að halda í ákveðin gildi og kúltúr innan klúbbsins er erfitt að stoppa það,“ segir Elísa. Endurtaka einstakan árangur Valsliðið er það þriðja innan félagsins til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í ár en kvennalið Vals í handbolta og körfubolta urðu einnig Íslandsmeistarar í vor. Þetta er í annað sinn á fjórum árum sem félagið nær þessum magnaða árangri. „2019 fannst manni þetta algjörlega sögulegt og maður trúði því varla fyrr en maður sá það staðfest á blaði. Ég hugsaði einmitt með mér þá að þetta hlyti að vera einstakur árangur í Evrópu eða jafnvel öllum heiminn. Maður var gríðarlega hreykin af þessu 2019 og ég er alveg jafn stolt af þessu í dag. Þetta sýnir hvað kvennastarfið í Val er gott, þetta er einstakt og eitthvað sem má alveg tala meira um,“ segir Elísa. Klippa: Ég er svo ótrúlega stolt Aðrar konur rutt brautina Valskonur ætla ekki að staldra lengi við Íslandsmeistaratitilinn, þær vilja klára mótið með stæl og stefna langt í Meistaradeild Evrópu, en umspil um sæti í riðlakeppninni er um miðjan október. Elísa missir þó af því verkefni og rest deildarinnar þar sem hún á von á sínu öðru barni. „Það eru blendnar tilfinningar. Það er ótrúlega mikil gleði að vera að búa til nýtt líf og allir hraustir og heilbrigðir. En á sama tíma er leiðinlegt að missa af þessum skemmtilegu vikum sem fram undan eru.“ segir Elísa og bætir við: „Ég finn mér alltaf einhver verkefni og hlutverk sem ég get tekið þátt í og það er alveg sama hvort það er að bera brúsa eða klappa stelpunum á bakið. Eins og ég segi erum við ekki búnar að setja neinn punkt á eftir 6. október, sem er síðasti leikur í deild, og ætlum okkur klárlega lengra í Meistaradeildinni,“ segir Elísa sem mun vera áfram í kringum liðið, og æfir enn með því, þó hún sé hætt að spila - í bili. „Ég ætla mér það, ég er ennþá að sprikkla og hef gaman að því að mæta í klefann og sem betur fer er sá neisti ekki farinn. Ég ætla klárlega að leggja allt mitt að mörkum,“ segir Elísa. Þá komi ekki til greina að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni. „Nei. Sú pæling hefur ekki einu sinni komið upp í hugann, sem betur fer. Ég get þakkað forverum mínum í þessum barneignum í íþróttum kærlega fyrir, að vera búnar að ryðja brautina fyrir mig og fleiri. Sú pæling hefur aldrei komið upp og ég stefni á að koma ótrauð til baka og strax orðin spennt.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Sjá meira