Heldur vart vatni yfir Ísaki sem hefur komið inn af krafti í Þýskalandi Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2023 14:30 Ísak Bergmann í leik með Fortuna Dusseldorf Vísir/Getty Óhætt er að segja að íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson, hafi náð að heilla þjálfara Fortuna Dusseldorf upp úr skónum á sínum fyrstu mánuðum hjá félaginu. Daniel Thioune, þjálfari liðsins, á erfitt með að skilja hvernig Fortuna hafi náð að krækja í leikmann sem ætti með öllu réttu að vera spila á hærra gæðastigi. Frá þessu greinir Thioune í samtali við þýska vefmiðilinn Bild en Ísak Bergmann gekk til liðs við Fortuna Dusseldorf, sem leikur í næst efstu deild í Þýskalandi, frá danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn. „Ég nudda stundum á mér augun til að kanna hvort ég sé að sjá rétt, ég er svo hissa að önnur lið skildu ekki hafa náð að næla í þennan leikmann á undan okkur.“ Daniel ThiouaneVísir/Getty Ísak sé algjör demantur fyrir þjálfara að vinna með. „Hann mun nýtast okkur afar vel á næstu mánuðum,“ segir Thioune en Ísak hefur átt lykilþátt í góðri byrjun Fortuna Dusseldorf á yfirstandandi tímabili í Þýskalandi, leikið fjóra leiki með liði Fortuna Dusseldorf og hefur í þeim leikjum gefið tvær stoðsendingar. Liðið er sem stendur í 4. sæti þýsku B-deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu fimm leiki sína. Hinn tvítugi Ísak skipti yfir til Fortuna Dusseldorf eftir að tækifærin með aðalliði FC Kaupmannahafnar fóru að vera af skornum skammti. Hjá danska liðinu varð hann í tvígang danskur meistari og einu sinni danskur bikarmeistari, hefur leikið 61 leik með liðinu til þessa, skorað sjö mörk og gefið fimm stoðsendingar. Ísak á að baki 20 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað þrjú mörk. Hann er uppalinn hjá ÍA á Akranesi og er sonur fyrrum atvinnu- og landsliðsmannsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem er nú aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þýski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Frá þessu greinir Thioune í samtali við þýska vefmiðilinn Bild en Ísak Bergmann gekk til liðs við Fortuna Dusseldorf, sem leikur í næst efstu deild í Þýskalandi, frá danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn. „Ég nudda stundum á mér augun til að kanna hvort ég sé að sjá rétt, ég er svo hissa að önnur lið skildu ekki hafa náð að næla í þennan leikmann á undan okkur.“ Daniel ThiouaneVísir/Getty Ísak sé algjör demantur fyrir þjálfara að vinna með. „Hann mun nýtast okkur afar vel á næstu mánuðum,“ segir Thioune en Ísak hefur átt lykilþátt í góðri byrjun Fortuna Dusseldorf á yfirstandandi tímabili í Þýskalandi, leikið fjóra leiki með liði Fortuna Dusseldorf og hefur í þeim leikjum gefið tvær stoðsendingar. Liðið er sem stendur í 4. sæti þýsku B-deildarinnar með 10 stig eftir fyrstu fimm leiki sína. Hinn tvítugi Ísak skipti yfir til Fortuna Dusseldorf eftir að tækifærin með aðalliði FC Kaupmannahafnar fóru að vera af skornum skammti. Hjá danska liðinu varð hann í tvígang danskur meistari og einu sinni danskur bikarmeistari, hefur leikið 61 leik með liðinu til þessa, skorað sjö mörk og gefið fimm stoðsendingar. Ísak á að baki 20 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur í þeim leikjum skorað þrjú mörk. Hann er uppalinn hjá ÍA á Akranesi og er sonur fyrrum atvinnu- og landsliðsmannsins Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem er nú aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.
Þýski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira