„Það er ekki endalaust til, háttvirtur þingmaður“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2023 11:37 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina setja velferðina á ís með nýju fjárlagafrumvarpi. Fjármálaráðherra segir hana tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál. Á þingi í dag mælti fjármálaráðherra fyrir fjárlagafrumvarpi sínu. Frumvarpið fyrir næsta ár var kynnt opinberlega á þriðjudag en meðal þess sem kom þar fram var að fleiri fjölskyldur fengi barnabætur, ríkari áhersla væri lögð á aðhald í rekstri og hækkun á áfengis- og tóbaksgjöldum. Hófst þingfundurinn á því að fjármálaráðherra kynnti helstu punkta frumvarpsins. Segir hann verðbólguna vera ástand sem snertir alla í landinu. „Markmiðið liggur því augum uppi. Við þurfum að vinna okkur í átt að meiri stöðugleika að nýju og með skynsamlegri hagstjórn er hægt að ná því markmiði,“ segir Bjarni. Þingmenn úr hverjum þingflokki höfðu raðað sér á mælendaskrá áður en umræðurnar hófust og var Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sú fyrsta til að tjá sig um frumvarpið. Sagði hún velferðarkerfið vera vannært. „Það er til einskis að setja velferðina á ís til að hagræða í rekstri. Ríkið fær þetta bara í fangið í hærri launakröfum og verðlagshækkunum. Eftir situr hinn almenni launamaður með verri velferð og illa rekið ríki,“ segir Kristrún. Bjarni sagði málflutning Kristrúnar ekki vera sannan. „Við förum hins vegar fram á það að ríkissjóður finni leiðir til þess að gera betur, til þess að nýta fjármagn betur, á hverju ári. Líkt og heimilin eru að gera og allt atvinnulífið á Íslandi. Það er gert lítið úr því að hér sé komið fram með sautján milljarða hagræðingaaðgerðir. Þetta er jafngildi þess að segja sautján milljarðar skipta bara engu máli í stóra samhengi hlutanna. Þetta er að tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál. Það er ekki endalaust til háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni í andsvörum sínum. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14 Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Á þingi í dag mælti fjármálaráðherra fyrir fjárlagafrumvarpi sínu. Frumvarpið fyrir næsta ár var kynnt opinberlega á þriðjudag en meðal þess sem kom þar fram var að fleiri fjölskyldur fengi barnabætur, ríkari áhersla væri lögð á aðhald í rekstri og hækkun á áfengis- og tóbaksgjöldum. Hófst þingfundurinn á því að fjármálaráðherra kynnti helstu punkta frumvarpsins. Segir hann verðbólguna vera ástand sem snertir alla í landinu. „Markmiðið liggur því augum uppi. Við þurfum að vinna okkur í átt að meiri stöðugleika að nýju og með skynsamlegri hagstjórn er hægt að ná því markmiði,“ segir Bjarni. Þingmenn úr hverjum þingflokki höfðu raðað sér á mælendaskrá áður en umræðurnar hófust og var Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, sú fyrsta til að tjá sig um frumvarpið. Sagði hún velferðarkerfið vera vannært. „Það er til einskis að setja velferðina á ís til að hagræða í rekstri. Ríkið fær þetta bara í fangið í hærri launakröfum og verðlagshækkunum. Eftir situr hinn almenni launamaður með verri velferð og illa rekið ríki,“ segir Kristrún. Bjarni sagði málflutning Kristrúnar ekki vera sannan. „Við förum hins vegar fram á það að ríkissjóður finni leiðir til þess að gera betur, til þess að nýta fjármagn betur, á hverju ári. Líkt og heimilin eru að gera og allt atvinnulífið á Íslandi. Það er gert lítið úr því að hér sé komið fram með sautján milljarða hagræðingaaðgerðir. Þetta er jafngildi þess að segja sautján milljarðar skipta bara engu máli í stóra samhengi hlutanna. Þetta er að tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál. Það er ekki endalaust til háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni í andsvörum sínum.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir „Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25 Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14 Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna. 12. september 2023 10:25
Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan. 13. september 2023 10:14
Munu ekkert gefa eftir í kjarasamningsviðræðum Forseti ASÍ segir nýtt fjárlagafrumvarp ekki gefa mikið inn í kjarasamningsviðræður. ASÍ hefði viljað sjá meira gert fyrir heimilin í landinu. Hann segir mögulega hörku framundan í viðræðum. 13. september 2023 21:11