Byggjum upp betra heilbrigðiskerfi, hlustum á raddir notenda Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Ásta Kristín Andrésdóttir, Málfríður Stefanía Þórðardóttir og Sigríður Magnúsdóttir skrifa 17. september 2023 08:00 Árið 2019 ákvað WHO að 17. september ár hvert verði alþjóðlegur dagur „öryggis sjúklinga“. Alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga 2023 verður tileinkaður þemanu „Engaging patients for patient safety“, in recognition of the crucial role patients, families and caregivers play in the safety of health care. Það er: „Að þátttaka sjúklinga sé mikilvæg fyrir öryggi þeirra og viðurkenning sé á mikilvægu hlutverki sem sjúklingar, fjölskyldur og umönnunaraðilar gegna í öryggi í heilbrigðisþjónustu.“ Við höfum öll ábyrgð, við þurfum að vita um mikilvægi okkar sem neytendur, sem veitendur og við þurfum að gera kröfu um að stjórnvöld sem eru að vinna í okkar þjónustu hlusti, framkvæmi mikilvæga hluti sem stuðla að bættri heilbrigðisþjónustu og séu meðvituð um hvað skiptir máli. Við í stjórn Heilsuhags búum yfir reynslu úr heilbrigðiskerfinu, þar sem í öllum tilfellum var brugðist við með röngum hætti. Reynsla að missa barn, aðstandandi barns sem hefur hlotið varanlegt tjón, líkamsskaði í aðgerð sem ekki verður bættur og svo starfsmaður sem var ákærður fyrir að hafa valdið dauða. Við höfum allar einnig unnið í heilbrigðiskerfinu til margra ára sem hjúkrunafræðingar þar sem við höfum séð góða hluti gerst. En einnig höfum við orðið vitni að skelfilegri framkomu og mistökum, því var farið af stað að leita uppi verkfæri sem gætu stutt við kerfið, fækkað mistökum og stutt við faglega úrvinnslu. Viðurkenning og rétt úrvinnsla á mistökum, gæti verið sú eina „hjálp“ sem hægt er að veita þeim sem eiga um sárt að binda. MedStar Health, stofnun sem hefur með öryggi og gæði að gera hefur búið til verkfæri sem heilbrigðisyfirvöld hér á landi gætu notað í þessum tilgangi. CANDOR (Communication and Optimal Resolution) er grunnþáttur í alhliða öryggisáætlun fyrir sjúklinga þar sem kerfisnálgun er með áreiðanleiki til að greina, skoða og bæta veikleika í heilbrigðiskerfinu. Candor öryggisáætlun kemur í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmaður „fresti, afneiti eða fari í vörn þegar verkferlar eru notaðir í samskiptum við sjúklinga og fjölskyldur sem verða fyrir miska og leiðir til tímanlegrar úrlausnar og kerfisbóta þar sem við á.“ Af hverju CANDOR? Óvæntur skaði sjúklinga er allt of algengur og viðbrögðin uppfylla venjulega ekki þarfir sjúklings og fjölskyldu, eða stuðla að lærdómi sem gæti komið í veg fyrir skaða í framtíðinni. Samskipta- og verkferlar (CRP), eins og CANDOR, eru grundvallaraðferð til að bregðast við skaða sjúklinga og aðstandenda. Verkferlarnir eru hluti af áhrifaríkum, samúðarfullum öryggis- og gæðaumbótum sem nauðsynlegt er að, innleiða í íslenskt heilbrigðiskerfi í þágu sjúklinga, starfsfólks og samfélagsins í heild til að bæta þá hnökra og þau ómarkvissu vinnubrögð sem við höfum allt og oft orðið vitni að. Lykilupplýsingafærni í samskiptum eru líka kennd heilbrigðisfólki. Að sýna samúð og leyfa sjúklingum að tjá tilfinningar sínar. Mikilvægt er einnig að viðurkenna tilfinningar sjúklinga. Það er gert með því að samþykkja og segja að viðbrögðin séu skiljanleg, því þau eru það þegar áfall dynur yfir. Umfram allt er mikilvægt að vera heiðarlegur og útskýra staðreyndir. Þegar skjólstæðingur/þjónustuþeginn spyr spurninga og viðkomandi heilbrigðismaður veit ekki svarið er áríðandi að gefa bein svör og ef vitneskja er ekki til staðar að þá skal tilgreina það beint og gefa áætlun um hvenær svars er að vænta. Nota þarf árangursríkar samskiptaaðferðir því öllum spurningum og áhyggjum sem skjólstæðingar tjá þarf að sýna einlægjan áhuga og hlustun, augnsamband er mikilvægt í því sambandi. Það sem fagfólk þarf að forðast er að nota læknisfræðileg heiti. Það þarf að vera einlægt, vera það sjálft og vakandi fyrir því að sjúklingar skilji upplýsingar sem þeir fá. Hvaða breytingum megum við búast við með því að nota CANDOR? Notkun Candor hefur sýnt: Að öryggi sjúklinga eykst til muna og starfsfólk, sem verður á mistök í starfi, finnur fyrir miklu meira öryggi í verkferlum sem leiðbeinir þeim í að takast á við mistökin sem hafa átt sér stað. Andleg líðan verður mun betri bæði hjá skjólstæðingum og starfsfólki. Rannsóknir hafa sýnt að fækkun á alvarlegum mistökum var um 74%, aukning varð á atburðatilkynningum um 12%, heildarkostnaður sjúkratrygginga lækkaði um 55%, lækkun varð um 42% á tjónum og 47% fækkun varð á málaferlum. AHRQ (Agency for Healthcare Research and Quality)segir að CANDOR verkferlarnir séu leiðbeiningar um framkvæmd til að virkja sjúklinga og fjölskyldur í upplýsingamiðlun í kjölfar mistaka. Þetta breytir því að samstarf verður við sjúklinga og fjölskyldur um öryggislausnir sem skapa líka meira traust, bæði hjá notendum og veitendum þjónustunnar. Mikilvægur hluti þess er líka að innleiða umönnunaráætlun fyrir heilbrigðisstarfsfólk eftir mistök og hjálpa til við að greina þau og koma í veg fyrir endurtekningu í framtíðinni. Jafnframt á sá sem verður fyrir mistökum á rétt á að fá vitneskju um hverju var breytt í kjölfar mistakanna. Þegar CANDOR verkferli er notað má sjá aukningu á starfsánægju hjá heilbrigðisfólki og bætta líðan hjá skjólstæðingum í kjölfar mistaka. Heilsuhagur, hagsmunasamtök í heilbrigðisþjónustu, skora á heilbrigðisyfirvöld að vinna að því að innleiða verkferla sem bæta öryggismenningu, auka fræðslu og koma á sívirkri þjónustukönnun þar sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins geta verið virkir þátttakendur. f.h. Stjórnar Heilsuhags. Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Ásta Kristín Andrésdóttir, Málfríður Stefanía Þórðardóttir, Sigríður Magnúsdóttir. Hægt er að fara inn á síðuna https://heilsuhagurinn.is/ og gerast félagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Árið 2019 ákvað WHO að 17. september ár hvert verði alþjóðlegur dagur „öryggis sjúklinga“. Alþjóðlegur dagur öryggis sjúklinga 2023 verður tileinkaður þemanu „Engaging patients for patient safety“, in recognition of the crucial role patients, families and caregivers play in the safety of health care. Það er: „Að þátttaka sjúklinga sé mikilvæg fyrir öryggi þeirra og viðurkenning sé á mikilvægu hlutverki sem sjúklingar, fjölskyldur og umönnunaraðilar gegna í öryggi í heilbrigðisþjónustu.“ Við höfum öll ábyrgð, við þurfum að vita um mikilvægi okkar sem neytendur, sem veitendur og við þurfum að gera kröfu um að stjórnvöld sem eru að vinna í okkar þjónustu hlusti, framkvæmi mikilvæga hluti sem stuðla að bættri heilbrigðisþjónustu og séu meðvituð um hvað skiptir máli. Við í stjórn Heilsuhags búum yfir reynslu úr heilbrigðiskerfinu, þar sem í öllum tilfellum var brugðist við með röngum hætti. Reynsla að missa barn, aðstandandi barns sem hefur hlotið varanlegt tjón, líkamsskaði í aðgerð sem ekki verður bættur og svo starfsmaður sem var ákærður fyrir að hafa valdið dauða. Við höfum allar einnig unnið í heilbrigðiskerfinu til margra ára sem hjúkrunafræðingar þar sem við höfum séð góða hluti gerst. En einnig höfum við orðið vitni að skelfilegri framkomu og mistökum, því var farið af stað að leita uppi verkfæri sem gætu stutt við kerfið, fækkað mistökum og stutt við faglega úrvinnslu. Viðurkenning og rétt úrvinnsla á mistökum, gæti verið sú eina „hjálp“ sem hægt er að veita þeim sem eiga um sárt að binda. MedStar Health, stofnun sem hefur með öryggi og gæði að gera hefur búið til verkfæri sem heilbrigðisyfirvöld hér á landi gætu notað í þessum tilgangi. CANDOR (Communication and Optimal Resolution) er grunnþáttur í alhliða öryggisáætlun fyrir sjúklinga þar sem kerfisnálgun er með áreiðanleiki til að greina, skoða og bæta veikleika í heilbrigðiskerfinu. Candor öryggisáætlun kemur í veg fyrir að heilbrigðisstarfsmaður „fresti, afneiti eða fari í vörn þegar verkferlar eru notaðir í samskiptum við sjúklinga og fjölskyldur sem verða fyrir miska og leiðir til tímanlegrar úrlausnar og kerfisbóta þar sem við á.“ Af hverju CANDOR? Óvæntur skaði sjúklinga er allt of algengur og viðbrögðin uppfylla venjulega ekki þarfir sjúklings og fjölskyldu, eða stuðla að lærdómi sem gæti komið í veg fyrir skaða í framtíðinni. Samskipta- og verkferlar (CRP), eins og CANDOR, eru grundvallaraðferð til að bregðast við skaða sjúklinga og aðstandenda. Verkferlarnir eru hluti af áhrifaríkum, samúðarfullum öryggis- og gæðaumbótum sem nauðsynlegt er að, innleiða í íslenskt heilbrigðiskerfi í þágu sjúklinga, starfsfólks og samfélagsins í heild til að bæta þá hnökra og þau ómarkvissu vinnubrögð sem við höfum allt og oft orðið vitni að. Lykilupplýsingafærni í samskiptum eru líka kennd heilbrigðisfólki. Að sýna samúð og leyfa sjúklingum að tjá tilfinningar sínar. Mikilvægt er einnig að viðurkenna tilfinningar sjúklinga. Það er gert með því að samþykkja og segja að viðbrögðin séu skiljanleg, því þau eru það þegar áfall dynur yfir. Umfram allt er mikilvægt að vera heiðarlegur og útskýra staðreyndir. Þegar skjólstæðingur/þjónustuþeginn spyr spurninga og viðkomandi heilbrigðismaður veit ekki svarið er áríðandi að gefa bein svör og ef vitneskja er ekki til staðar að þá skal tilgreina það beint og gefa áætlun um hvenær svars er að vænta. Nota þarf árangursríkar samskiptaaðferðir því öllum spurningum og áhyggjum sem skjólstæðingar tjá þarf að sýna einlægjan áhuga og hlustun, augnsamband er mikilvægt í því sambandi. Það sem fagfólk þarf að forðast er að nota læknisfræðileg heiti. Það þarf að vera einlægt, vera það sjálft og vakandi fyrir því að sjúklingar skilji upplýsingar sem þeir fá. Hvaða breytingum megum við búast við með því að nota CANDOR? Notkun Candor hefur sýnt: Að öryggi sjúklinga eykst til muna og starfsfólk, sem verður á mistök í starfi, finnur fyrir miklu meira öryggi í verkferlum sem leiðbeinir þeim í að takast á við mistökin sem hafa átt sér stað. Andleg líðan verður mun betri bæði hjá skjólstæðingum og starfsfólki. Rannsóknir hafa sýnt að fækkun á alvarlegum mistökum var um 74%, aukning varð á atburðatilkynningum um 12%, heildarkostnaður sjúkratrygginga lækkaði um 55%, lækkun varð um 42% á tjónum og 47% fækkun varð á málaferlum. AHRQ (Agency for Healthcare Research and Quality)segir að CANDOR verkferlarnir séu leiðbeiningar um framkvæmd til að virkja sjúklinga og fjölskyldur í upplýsingamiðlun í kjölfar mistaka. Þetta breytir því að samstarf verður við sjúklinga og fjölskyldur um öryggislausnir sem skapa líka meira traust, bæði hjá notendum og veitendum þjónustunnar. Mikilvægur hluti þess er líka að innleiða umönnunaráætlun fyrir heilbrigðisstarfsfólk eftir mistök og hjálpa til við að greina þau og koma í veg fyrir endurtekningu í framtíðinni. Jafnframt á sá sem verður fyrir mistökum á rétt á að fá vitneskju um hverju var breytt í kjölfar mistakanna. Þegar CANDOR verkferli er notað má sjá aukningu á starfsánægju hjá heilbrigðisfólki og bætta líðan hjá skjólstæðingum í kjölfar mistaka. Heilsuhagur, hagsmunasamtök í heilbrigðisþjónustu, skora á heilbrigðisyfirvöld að vinna að því að innleiða verkferla sem bæta öryggismenningu, auka fræðslu og koma á sívirkri þjónustukönnun þar sem skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins geta verið virkir þátttakendur. f.h. Stjórnar Heilsuhags. Guðrún Gyða Ölvisdóttir, Ásta Kristín Andrésdóttir, Málfríður Stefanía Þórðardóttir, Sigríður Magnúsdóttir. Hægt er að fara inn á síðuna https://heilsuhagurinn.is/ og gerast félagi.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar