Gunnar Már hættir hjá Icelandair Cargo Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2023 08:36 Gunnar Már Sigurfinnsson mun áfram starfa hjá Icelandair þar til nýr maður hefur verið ráðinn í stöðuna. Vísir/Vilhelm Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið. Í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar segir að uppsögnin taki gildi samstundis en Gunnar Már muni halda áfram að starfa með félaginu á næstu mánuðum og styðja eftirmann sinn eftir því sem þörf sé á til að tryggja óslitna starfsemi á þessu mikilvæga sviði innan félagsins. „Einar Már Guðmundsson, forstöðumaður hjá tæknisviði Icelandair, mun tímabundið taka við starfi framkvæmdastjóra Icelandair Cargo og mun sitja í framkvæmdastjórn Icelandair Group á meðan hann gegnir stöðunni. Formlegt ráðningarferli mun nú fara af stað í því skyni að ráða til starfa nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Einar Már Guðmundsson hóf störf hjá Icelandair árið 2015 sem forstöðumaður á tæknisviði félagsins. Einar starfaði áður sem innkaupastjóri hjá Rio Tinto Alcan (ISAL) í þrjú ár og þar á undan sem rekstrarstjóri hjá Skeljungi. Einar er með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og BS gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Icelandair birti uppfærða afkomuspá í gær sem gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Kom þar fram að farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skili betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en að fraktstarfsemin hafi verið erfið. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group.Vísir/Vilhelm Mikilvægur liðsmaður Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að Gunnar Már hafi verið mikilvægur liðsmaður innan Icelandair síðustu áratugi þar sem hann hafi gegnt ýmsum mikilvægum stöðum innan félagsins. „Hann hefur verið framkvæmdastjóri hjá Icelandair síðan 2005, meðal annars sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í samtals yfir 5 ár. Hann hefur svo farsællega leitt starfsemi Icelandair Cargo síðastliðin 15 ár þar sem hann gegndi mikilvægu hlutverki þegar Covid-19 faraldurinn gekk yfir. Þegar Icelandair gekk í gegnum þetta krefjandi tímabil átti hann stóran þátt í að grípa þau tækifæri sem gáfust á fraktmarkaðnum til að tryggja mikilvægar tekjur þegar Icelandair fór í gegnum fordæmalausa erfiðleika. Fyrir hönd Icelandair teymisins vil ég þakka Gunnari Má fyrir ómetanlegt starf hjá félaginu í gegnum árin og hlakka til að vinna áfram með honum í þeim mikilvægu verkefnum sem eru framundan hjá félaginu,” segir Bogi. Mikilvæg verkefni framundan Þá er haft eftir Gunnari Má að hann sé gríðarlega stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna fyrir Icelandair Group að fjölmörgum verkefnum alla sína starfsævi. „Ferillinn sem hófst í Eyjum árið 1986 hefur spannað allt sviðið sem þetta frábæra félag býður upp á. Það hefur verið skemmtileg vegferð frá hlaðinu alla leið í framkvæmdastjórn. Ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki bæði hér á landi og á starfstöðvum félagsins erlendis þar sem við höfum ávallt unnið saman að einu markmiði í blíðu og stríðu. Icelandair hefur mikil tækifæri til frekari vaxtar og býr yfir frábærum mannauði sem mun tryggja góðan árangur til lengri tíma. Ég óska öllum í Icelandair fjölskyldunni velfarnaðar í þeirra störfum og mun að sjálfsögðu verða áfram til staðar til að liðsinna við þau mikilvægu verkefni sem eru framundan innan félagsins,” segir Gunnar Már. Icelandair Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Færa niður afkomuspá Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið. 13. september 2023 22:29 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í tilkynningu frá Icelandair til Kauphallar segir að uppsögnin taki gildi samstundis en Gunnar Már muni halda áfram að starfa með félaginu á næstu mánuðum og styðja eftirmann sinn eftir því sem þörf sé á til að tryggja óslitna starfsemi á þessu mikilvæga sviði innan félagsins. „Einar Már Guðmundsson, forstöðumaður hjá tæknisviði Icelandair, mun tímabundið taka við starfi framkvæmdastjóra Icelandair Cargo og mun sitja í framkvæmdastjórn Icelandair Group á meðan hann gegnir stöðunni. Formlegt ráðningarferli mun nú fara af stað í því skyni að ráða til starfa nýjan framkvæmdastjóra félagsins. Einar Már Guðmundsson hóf störf hjá Icelandair árið 2015 sem forstöðumaður á tæknisviði félagsins. Einar starfaði áður sem innkaupastjóri hjá Rio Tinto Alcan (ISAL) í þrjú ár og þar á undan sem rekstrarstjóri hjá Skeljungi. Einar er með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og BS gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri,“ segir í tilkynningunni. Icelandair birti uppfærða afkomuspá í gær sem gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Kom þar fram að farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skili betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en að fraktstarfsemin hafi verið erfið. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group.Vísir/Vilhelm Mikilvægur liðsmaður Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, að Gunnar Már hafi verið mikilvægur liðsmaður innan Icelandair síðustu áratugi þar sem hann hafi gegnt ýmsum mikilvægum stöðum innan félagsins. „Hann hefur verið framkvæmdastjóri hjá Icelandair síðan 2005, meðal annars sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs í samtals yfir 5 ár. Hann hefur svo farsællega leitt starfsemi Icelandair Cargo síðastliðin 15 ár þar sem hann gegndi mikilvægu hlutverki þegar Covid-19 faraldurinn gekk yfir. Þegar Icelandair gekk í gegnum þetta krefjandi tímabil átti hann stóran þátt í að grípa þau tækifæri sem gáfust á fraktmarkaðnum til að tryggja mikilvægar tekjur þegar Icelandair fór í gegnum fordæmalausa erfiðleika. Fyrir hönd Icelandair teymisins vil ég þakka Gunnari Má fyrir ómetanlegt starf hjá félaginu í gegnum árin og hlakka til að vinna áfram með honum í þeim mikilvægu verkefnum sem eru framundan hjá félaginu,” segir Bogi. Mikilvæg verkefni framundan Þá er haft eftir Gunnari Má að hann sé gríðarlega stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vinna fyrir Icelandair Group að fjölmörgum verkefnum alla sína starfsævi. „Ferillinn sem hófst í Eyjum árið 1986 hefur spannað allt sviðið sem þetta frábæra félag býður upp á. Það hefur verið skemmtileg vegferð frá hlaðinu alla leið í framkvæmdastjórn. Ég hef notið þess að vinna með frábæru fólki bæði hér á landi og á starfstöðvum félagsins erlendis þar sem við höfum ávallt unnið saman að einu markmiði í blíðu og stríðu. Icelandair hefur mikil tækifæri til frekari vaxtar og býr yfir frábærum mannauði sem mun tryggja góðan árangur til lengri tíma. Ég óska öllum í Icelandair fjölskyldunni velfarnaðar í þeirra störfum og mun að sjálfsögðu verða áfram til staðar til að liðsinna við þau mikilvægu verkefni sem eru framundan innan félagsins,” segir Gunnar Már.
Icelandair Vistaskipti Fréttir af flugi Tengdar fréttir Færa niður afkomuspá Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið. 13. september 2023 22:29 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Færa niður afkomuspá Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið. 13. september 2023 22:29