Íslandsvinurinn geðþekki leggur landsliðsskóna á hilluna eftir tuttugu og sex ára feril Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 09:31 Lima yfirgefur völlinn sem lansliðsmaður Andorra í síðasta skipti í gærkvöldi. Vísir/EPA Hinn 43 ára gamli Ildefons Lima hefur leikið sinn síðasta leik fyrir landslið Andorra. Frá þessu greinir Lima í færslu á samfélagsmiðlum en hann hefur verið hluti af landsliði Andorra síðastliðin 26 ár. Það var þann 20. júní árið 1997 sem Lima lék sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Andorra. Síðan þá hefur hann leikið 136 leiki fyrir þjóð sína og skorað ellefu mörk. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður Andorra. Síðasti leikur hans með landsliðinu átti sér stað í ger þegar að Andorra tapaði 3-0 fyrir Sviss í undankeppni EM 2024. NO WORDS #andorra #suisse pic.twitter.com/M8S3tymoGN— Ildefons Lima Solà (@ildelima6) September 12, 2023 Lima var hylltur af áhorfendum í Sviss með standandi lófaklappi er hann yfirgaf völlinn í síðasta skipti sem landsliðsmaður Andorra og fékk hann meðal annars kveðju frá Gianni Infantino, forseta FIFA eftir leik. Hægt er að flokka þennan reynslumikla leikmann sem Íslandsvin. Lima lék meðal annars leik Andorra og Íslands í undankeppni EM 2000, þann 22. mars 1999. Íslendingar unnu leikinn, 0-2, með mörkum Eyjólfs Sverrissonar og Steinars Adolfssonar. Eftir leikinn fékk hann treyju Rúnars Kristinssonar (númer 6), leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. Hann var síðan aftur í liði Andorra sem mætti íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2020, leik sem endaði með 2-0 sigri Íslands. Eftir leikinn bætti hann treyju Arons Einars Gunnarssonar (númer 17) í safn sitt. Hann fékk því treyjur frá tveimur af bestu miðjumönnum í sögu íslenska landsliðsins með 20 ára millibili. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Andorra Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Það var þann 20. júní árið 1997 sem Lima lék sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Andorra. Síðan þá hefur hann leikið 136 leiki fyrir þjóð sína og skorað ellefu mörk. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður Andorra. Síðasti leikur hans með landsliðinu átti sér stað í ger þegar að Andorra tapaði 3-0 fyrir Sviss í undankeppni EM 2024. NO WORDS #andorra #suisse pic.twitter.com/M8S3tymoGN— Ildefons Lima Solà (@ildelima6) September 12, 2023 Lima var hylltur af áhorfendum í Sviss með standandi lófaklappi er hann yfirgaf völlinn í síðasta skipti sem landsliðsmaður Andorra og fékk hann meðal annars kveðju frá Gianni Infantino, forseta FIFA eftir leik. Hægt er að flokka þennan reynslumikla leikmann sem Íslandsvin. Lima lék meðal annars leik Andorra og Íslands í undankeppni EM 2000, þann 22. mars 1999. Íslendingar unnu leikinn, 0-2, með mörkum Eyjólfs Sverrissonar og Steinars Adolfssonar. Eftir leikinn fékk hann treyju Rúnars Kristinssonar (númer 6), leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. Hann var síðan aftur í liði Andorra sem mætti íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2020, leik sem endaði með 2-0 sigri Íslands. Eftir leikinn bætti hann treyju Arons Einars Gunnarssonar (númer 17) í safn sitt. Hann fékk því treyjur frá tveimur af bestu miðjumönnum í sögu íslenska landsliðsins með 20 ára millibili. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Andorra Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira