„Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. september 2023 18:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“. „Það kemur náttúrulega á óvart að það er lítið nýtt að frétta þarna. Það aðhald og þau úrræði sem voru kynnt til sögunnar í dag eru í raun úrræði sem hafa verið kynnt þrisvar til fjórum sinnum áður, úrræði sem voru fyrst kynnt til sögunnar í mars, þegar var há verðbólga. Við höfum ennþá séð háar verðbólgutölur og vaxtatölur líka, fara upp á við. Þess vegna bjuggumst við kannski við því að við myndum sjá meira útspil inn í kjaraveturinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hennar flokkur hefði viljað fá inn fullfjármagnaðan kjarapakka fyrir heimilin í landinu, til þess að koma í veg fyrir óróa á vinnumarkaði. „Ég myndi segja að það sé það sem Samfylkingin er kannski með augun á núna. Vegna þess að við breytum ekki heildarstefnunni hjá ríkisstjórninni, en við hefðum viljað sjá kjarapakka fyrir heimilin í landinu og munum berjast fyrir því áfram í vetur,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Gefur lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gaf lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar um aðhald. „Þetta með aðhaldið eða sparnaðinn virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim. Því þau rökstyðja þetta þannig að þau hefðu vel getað hugsað sér að eyða miklu meiri peningum, en þau ætli að eyða aðeins minni peningum, en reka samt ríkið áfram með mjög umtalsverðum halla þrátt fyrir allar þessar aukatekjur sem koma vegna ferðaþjónustu og aukinnar einkaneyslu á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Hann tók þá í sama streng og Kristrún, og sagði lítið nýtt hafa verið kynnt. „Svo eru kynntir þessir 17 milljarðar í þriðja eða fjórða skiptið held ég núna, sem eru opnu vinnurýmin og stafrænar lausnir og eitthvað slíkt, og hærri gjöld og skattar á almenning. Það er undirstaða 17 milljarða króna aðhaldsins svokallaða,“ sagði Sigmundur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Það kemur náttúrulega á óvart að það er lítið nýtt að frétta þarna. Það aðhald og þau úrræði sem voru kynnt til sögunnar í dag eru í raun úrræði sem hafa verið kynnt þrisvar til fjórum sinnum áður, úrræði sem voru fyrst kynnt til sögunnar í mars, þegar var há verðbólga. Við höfum ennþá séð háar verðbólgutölur og vaxtatölur líka, fara upp á við. Þess vegna bjuggumst við kannski við því að við myndum sjá meira útspil inn í kjaraveturinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hennar flokkur hefði viljað fá inn fullfjármagnaðan kjarapakka fyrir heimilin í landinu, til þess að koma í veg fyrir óróa á vinnumarkaði. „Ég myndi segja að það sé það sem Samfylkingin er kannski með augun á núna. Vegna þess að við breytum ekki heildarstefnunni hjá ríkisstjórninni, en við hefðum viljað sjá kjarapakka fyrir heimilin í landinu og munum berjast fyrir því áfram í vetur,“ sagði Kristrún. Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Gefur lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gaf lítið fyrir áætlanir stjórnarinnar um aðhald. „Þetta með aðhaldið eða sparnaðinn virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim. Því þau rökstyðja þetta þannig að þau hefðu vel getað hugsað sér að eyða miklu meiri peningum, en þau ætli að eyða aðeins minni peningum, en reka samt ríkið áfram með mjög umtalsverðum halla þrátt fyrir allar þessar aukatekjur sem koma vegna ferðaþjónustu og aukinnar einkaneyslu á Íslandi,“ sagði Sigmundur. Hann tók þá í sama streng og Kristrún, og sagði lítið nýtt hafa verið kynnt. „Svo eru kynntir þessir 17 milljarðar í þriðja eða fjórða skiptið held ég núna, sem eru opnu vinnurýmin og stafrænar lausnir og eitthvað slíkt, og hærri gjöld og skattar á almenning. Það er undirstaða 17 milljarða króna aðhaldsins svokallaða,“ sagði Sigmundur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Miðflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent