Ljósleiðaradeildin: Ríkjandi meistarar mæta til leiks í kvöld og er ekki spáð titlinum Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2023 17:00 Lið Atlantic tók stórmeistaratitilinn í fyrra Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Samkvæmt spánni fyrir komandi tímabil munu ríkjandi stórmeistarar í liði Atlantic ekki verja titil sinn en liðið mætir fyrrum liðsfélaga í viðureign sinni gegn Tension í kvöld. „Þetta er Íslandsmótið í CS:GO sem er, leyfi ég mér að segja, stærsti rafíþróttaleikurinn á Íslandi og sá leikur sem á hve mesta hefð í rafíþróttum hér á landi,“ segir Tómas Jóhannsson, sem mun lýsa herlegheitunum í deildinni á Stöð 2 Esports. „Við erum að fara fá frábæra sýningu frá okkar bestu spilurum í þessu leik næstu mánuðina og allt fran á næsta ár.“ Tíu bestu lið landsins mætast nú næstu mánuðina í efstu deild í hefðbundinni deildarkeppni þar sem að öll lið munu spila tvisvar á móti hvort öðru. „Efstu fjögur lið deildarinnar að aflokinni deildarkeppninni tryggja sér beint sæti á stórmeistaramótinu en einnig mun fara fram umspilsmót fyrir restina af liðunum á landinu. Allt í allt í öllum mótum CS:GO hér á landi erum við með um 70 lið að taka þátt. Þetta er orðin risastór íþrótt hér á landi.“ Ljósleiðaradeildin í CS:GO, líkt og rafíþróttir í heild sinni hér á landi, hefur farið vaxandi undanfarin ár. „Maður er farinn að verða meira var við alvöruna í þessu hjá þeim liðum sem eru að mæta til leiks. Umgjörðin er alltaf að vera betri í kringum þetta sem og hjá liðunum sjálfum.“ Lið Atlantic er ríkjandi stórmeistari í CS:GO, eru meistararnir að fara verja titil sinn? „Í byrjun hvers tímabils hitti ég á leikmenn úr öllum liðum og tek á þeim púlsinn, fæ þá til að spá fyrir um úrslitin á komandi tímabili. Í spánni fyrir komandi tímabil er lið Atlantic spáð 3. sæti. Dusty er spáð titlinum í ár, lið Þórs 2. sæti og svo Atlantic í fyrra. Það hafa mikið af breytingum á sér stað á leikmannamarkaðnum í deildinni milli tímabila. Atlantic missa frá sér tvær helstu stjörnur sínar og þurftu að taka inn nýja leikmenn. Þeim er þó treyst fyrir þriðja sætinu og verður forvitnilegt að sjá hvernig tímabilið þróast.“ Liðaspáin fyrir Ljósleiðaradeildina í CS:GO 2023/2024: Dusty 78 stig Þór 71 stig Atlantic 67 stig Ármann 56 stig Tension 46 stig -7. FH 33 stig (6.-7.) SAGA 33 stig Breiðablik 31 stig ÍA 25 stig ÍBV 11 stig Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Klukkan 19:30 hefst viðureign ríkjandi stórmeistara Atlantic og Tension. Er þar á ferðinni afar áhugaverð viðureign en Tension fengu stjórstjörnu Atlantic yfir til sín í sumarhléinu. Klukkan 20:30 hefst síðan viðureign Ármann og Þór en þar mætast liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar í fyrra. Veislan heldur síðan áfram á fimmtudaginn kemur þegar að þrjár viðureignir verða á dagskrá deildarinnar. Klukkan 19:30 mætast lið Breiðabliks og Dusty. Dusty eru ríkjandi deildarmeistarar og spáð stórmeistaratitlinum í ár en liðið mætir til leiks í ár með gjörbreytt lið frá því í fyrra. Klukkan 20:30 er á dagskrá viðureign ÍBV og ÍA en liðunum er spáð strembnu gengi í ár. Svo klukkan 21:30 mætast FH og SAGA en liðin fengu nákvæmlega sama stigafjölda í spánni fyrir tímabil í 6.-7. sæti og verður áhugavert að sjá hvort liðið hefur betur á fimmtudaginn. Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Við hefjum beina útsendingu klukkan 19:20. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
„Þetta er Íslandsmótið í CS:GO sem er, leyfi ég mér að segja, stærsti rafíþróttaleikurinn á Íslandi og sá leikur sem á hve mesta hefð í rafíþróttum hér á landi,“ segir Tómas Jóhannsson, sem mun lýsa herlegheitunum í deildinni á Stöð 2 Esports. „Við erum að fara fá frábæra sýningu frá okkar bestu spilurum í þessu leik næstu mánuðina og allt fran á næsta ár.“ Tíu bestu lið landsins mætast nú næstu mánuðina í efstu deild í hefðbundinni deildarkeppni þar sem að öll lið munu spila tvisvar á móti hvort öðru. „Efstu fjögur lið deildarinnar að aflokinni deildarkeppninni tryggja sér beint sæti á stórmeistaramótinu en einnig mun fara fram umspilsmót fyrir restina af liðunum á landinu. Allt í allt í öllum mótum CS:GO hér á landi erum við með um 70 lið að taka þátt. Þetta er orðin risastór íþrótt hér á landi.“ Ljósleiðaradeildin í CS:GO, líkt og rafíþróttir í heild sinni hér á landi, hefur farið vaxandi undanfarin ár. „Maður er farinn að verða meira var við alvöruna í þessu hjá þeim liðum sem eru að mæta til leiks. Umgjörðin er alltaf að vera betri í kringum þetta sem og hjá liðunum sjálfum.“ Lið Atlantic er ríkjandi stórmeistari í CS:GO, eru meistararnir að fara verja titil sinn? „Í byrjun hvers tímabils hitti ég á leikmenn úr öllum liðum og tek á þeim púlsinn, fæ þá til að spá fyrir um úrslitin á komandi tímabili. Í spánni fyrir komandi tímabil er lið Atlantic spáð 3. sæti. Dusty er spáð titlinum í ár, lið Þórs 2. sæti og svo Atlantic í fyrra. Það hafa mikið af breytingum á sér stað á leikmannamarkaðnum í deildinni milli tímabila. Atlantic missa frá sér tvær helstu stjörnur sínar og þurftu að taka inn nýja leikmenn. Þeim er þó treyst fyrir þriðja sætinu og verður forvitnilegt að sjá hvernig tímabilið þróast.“ Liðaspáin fyrir Ljósleiðaradeildina í CS:GO 2023/2024: Dusty 78 stig Þór 71 stig Atlantic 67 stig Ármann 56 stig Tension 46 stig -7. FH 33 stig (6.-7.) SAGA 33 stig Breiðablik 31 stig ÍA 25 stig ÍBV 11 stig Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Klukkan 19:30 hefst viðureign ríkjandi stórmeistara Atlantic og Tension. Er þar á ferðinni afar áhugaverð viðureign en Tension fengu stjórstjörnu Atlantic yfir til sín í sumarhléinu. Klukkan 20:30 hefst síðan viðureign Ármann og Þór en þar mætast liðin sem enduðu í öðru og þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar í fyrra. Veislan heldur síðan áfram á fimmtudaginn kemur þegar að þrjár viðureignir verða á dagskrá deildarinnar. Klukkan 19:30 mætast lið Breiðabliks og Dusty. Dusty eru ríkjandi deildarmeistarar og spáð stórmeistaratitlinum í ár en liðið mætir til leiks í ár með gjörbreytt lið frá því í fyrra. Klukkan 20:30 er á dagskrá viðureign ÍBV og ÍA en liðunum er spáð strembnu gengi í ár. Svo klukkan 21:30 mætast FH og SAGA en liðin fengu nákvæmlega sama stigafjölda í spánni fyrir tímabil í 6.-7. sæti og verður áhugavert að sjá hvort liðið hefur betur á fimmtudaginn. Stöð 2 Esports er heimili Ljósleiðaradeildar CS:GO. Deildin hefst í kvöld með tveimur viðureignum. Við hefjum beina útsendingu klukkan 19:20.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira