Spilar ekki miðsvæðis með Man City og mun ekki gera það hjá Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2023 13:30 Gareth Southgate og Phil Foden. Franco Romano/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma til greina að spila Phil Foden í gegnum miðjuna þar sem hann geri það ekki með félagsliði sínu, Manchester City. Þjálfarinn svaraði spurningum blaðamanna í aðdraganda vináttuleik Englands og Skotlands. Enska liðið gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í undankeppni EM á dögunum og segja má að liðið hafi verið heldur bitlaust. Southgate var spurður út í það sem og ummæli sem hinn 23 ára gamli Foden lét falla fyrr á árinu þegar hann sagðist sjá fyrir sér að spila miðsvæðis síðar á ferli sínum. "He doesn't [play centrally] for his club, so presumably there's a reason for that."#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 „Hann spilar ekki þar fyrir félagslið sitt og það er væntanlega ástæða fyrir því. Það vilja allir tala um hvernig það er að vera með boltann miðsvæðis en það eru mörg smáatriði sem huga þarf að án bolta.“ „Í leikjum eins og um helgina (gegn Úkraínu) ertu að spila við lið sem eru mjög klók hvað varðar sendingar og hreyfingu án bolta. Þú þarft ávallt að vera rétt staðsettur þegar kemur að hvernig þú pressar. Ef þú gerir það ekki þá nærðu engu flæði í leik þinn, það verður ekkert flæði.“ „Þú verður að tala við Pep Guardiola, sem er besti þjálfari í heimi, og hverjir spila út á væng hjá honum. Hann hefur frjálsræði til að hreyfa sig þegar hann spilar út á væng og það er mikilvægt.“ 'England manger has claimed Foden cannot play in the middle for the big games and told anybody who disagrees - just ask Pep' @Matt_Law_DT#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) September 11, 2023 Þá tók Southgate ekki í mál að Foden væri að spila miðsvæðis fyrir Man City eftir meiðsli Kevin de Bruyne. „Hann var úti hægra megin gegn Newcastle United. Foden varðist úti hægra megin í 4-4-2 leikkerfi. Með boltann þá dró hann sig inn á völlinn og Kyle Walker kom utan á til að halda breidd. Hann fékk boltann miðsvæðis en byrjunarstaða hans var úti hægra megin. Hvað varðar taktík og staðsetningar þá var hann að koma inn af hægri vængnum,“ sagði Southgate áður en hann hrósaði Foden og sagði enska teymið ánægt með hans frammistöður. „Hann er aðeins 23 ára gamall og þegar mjög reynslumikill. Hann er enn að þróa sinn leik og að læra en hann er frábær leikmaður fyrir okkur, engin spurning um það.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
Þjálfarinn svaraði spurningum blaðamanna í aðdraganda vináttuleik Englands og Skotlands. Enska liðið gerði 1-1 jafntefli við Úkraínu í undankeppni EM á dögunum og segja má að liðið hafi verið heldur bitlaust. Southgate var spurður út í það sem og ummæli sem hinn 23 ára gamli Foden lét falla fyrr á árinu þegar hann sagðist sjá fyrir sér að spila miðsvæðis síðar á ferli sínum. "He doesn't [play centrally] for his club, so presumably there's a reason for that."#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) September 11, 2023 „Hann spilar ekki þar fyrir félagslið sitt og það er væntanlega ástæða fyrir því. Það vilja allir tala um hvernig það er að vera með boltann miðsvæðis en það eru mörg smáatriði sem huga þarf að án bolta.“ „Í leikjum eins og um helgina (gegn Úkraínu) ertu að spila við lið sem eru mjög klók hvað varðar sendingar og hreyfingu án bolta. Þú þarft ávallt að vera rétt staðsettur þegar kemur að hvernig þú pressar. Ef þú gerir það ekki þá nærðu engu flæði í leik þinn, það verður ekkert flæði.“ „Þú verður að tala við Pep Guardiola, sem er besti þjálfari í heimi, og hverjir spila út á væng hjá honum. Hann hefur frjálsræði til að hreyfa sig þegar hann spilar út á væng og það er mikilvægt.“ 'England manger has claimed Foden cannot play in the middle for the big games and told anybody who disagrees - just ask Pep' @Matt_Law_DT#TelegraphFootball— Telegraph Football (@TeleFootball) September 11, 2023 Þá tók Southgate ekki í mál að Foden væri að spila miðsvæðis fyrir Man City eftir meiðsli Kevin de Bruyne. „Hann var úti hægra megin gegn Newcastle United. Foden varðist úti hægra megin í 4-4-2 leikkerfi. Með boltann þá dró hann sig inn á völlinn og Kyle Walker kom utan á til að halda breidd. Hann fékk boltann miðsvæðis en byrjunarstaða hans var úti hægra megin. Hvað varðar taktík og staðsetningar þá var hann að koma inn af hægri vængnum,“ sagði Southgate áður en hann hrósaði Foden og sagði enska teymið ánægt með hans frammistöður. „Hann er aðeins 23 ára gamall og þegar mjög reynslumikill. Hann er enn að þróa sinn leik og að læra en hann er frábær leikmaður fyrir okkur, engin spurning um það.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira