„Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 09:01 Jóhann Berg Guðmundsson í leik gegn Portúgal fyrr á árinu. Vísir/Hulda Margrét „Hann hefur verið betri og allir gríðarlega svekktir að hafa tapað þessum leik. Frammistaðan ekki nægilega góð, eins og við vitum,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson um tap Íslands gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu. Ísland beið afhroð gegn Lúxemborg ytra á dögunum. Eftir naum töp gegn Portúgal og Slóvakíu fyrr í sumar, þar sem frammistaðan var heilt yfir góð, þá var liðið hvorki fugl né fiskur gegn Lúxemborg. „Við gefum þeim þrjú mörk sem er auðvitað ekki hægt en það er bara næsti leikur. Gamla klisjan, gleyma þessum Lúxemborg leik og reyna gera betur á morgun.“ „Ég hreinlega veit það ekki. Sumarglugginn var mjög flottur frammistöðulega séð, ætluðum að byggja á því og ná í sex punkta í þessu verkefni en það gekk ekki eftir. Þetta er ekki sama lið og spilaði báða þá leiki, í gegnum þessa undankeppni hefur ekki náðst að mynda hrygg sem nær í gegnum liðið. Menn hafa verið að meiðast og við höfum ekki náð nógu góð skriði (e. momentum). Held það hafi sést á móti Lúxemborg,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður út í hvað útskýrði slaka frammistöðu í síðasta leik. Ísland fær kjörið tækifæri til að sýna hvað í sér býr þegar það tekur á móti Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld. Jóhann Berg var spurður hvað þarf að laga fyrir leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Held við þurfum að vera aðeins þéttari en í þessum leik voru ákveðin einstaklingsmistök sem við verðum að koma í veg fyrir. Fyrsta markið hjá þeim eftir fimm mínútur er eitthvað sem við eigum að díla við. Á þessu getustigi gerum við kröfur á það að díla við svona, þá er þetta allt annar leikur.“ „Að lenda 1-0 undir á útivelli eftir fimm mínútur er allt annar leikur, þá þurfum við að fara sækja eftir að gefa þeim sjálfstraust. Það var allt með þeim í þessum leik, svona er fótboltinn.“ Þá var landsliðsfyrirliðinn spurður út í ummæli Kára Árnasonar og Lárusar Orra Sigurðssonar en Kári talaði um að það skorti leiðtoga í lið Íslands. Um Bosníu „Þeir spila annað leikkerfi [en Lúxemborg] og eru með flotta fótboltamenn. Við þurfum að gera svipað og í sumar, vera þéttir eins og við vorum gegn Portúgal. Þurfum að sýna að við erum erfiðir, sérstaklega á Laugardalsvelli.“ „Þeir spila með þriggja miðvarðakerfi sem við þurfum að reyna draga svolítið úr stöðum og reyna að sækja á bakvið þá. Þetta er verkefni sem okkur hlakkar til að takast á við.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leik Íslands og Bosníu og Hersegóvínu Annað sætið í riðlinum úr sögunni en umspil möguleiki þökk sé Þjóðadeildinni. „Ég held við séum ekki að hugsa um 2. sætið núna, erum bara að hugsa um næsta leik og að reyna vinna hann. Sjáum svo til hvað gerist.“ „Þurfum að hafa alla okkar menn til taks í október og nóvember verkefninu. Þurfum að byggja upp lið hérna, það er alveg klárt. Er búið að vera of mikið að skipta og breyta því menn eru ekki tilbúnir, meiddir eða hvað sem það er. Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur,“ sagði Jóhann Berg að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
Ísland beið afhroð gegn Lúxemborg ytra á dögunum. Eftir naum töp gegn Portúgal og Slóvakíu fyrr í sumar, þar sem frammistaðan var heilt yfir góð, þá var liðið hvorki fugl né fiskur gegn Lúxemborg. „Við gefum þeim þrjú mörk sem er auðvitað ekki hægt en það er bara næsti leikur. Gamla klisjan, gleyma þessum Lúxemborg leik og reyna gera betur á morgun.“ „Ég hreinlega veit það ekki. Sumarglugginn var mjög flottur frammistöðulega séð, ætluðum að byggja á því og ná í sex punkta í þessu verkefni en það gekk ekki eftir. Þetta er ekki sama lið og spilaði báða þá leiki, í gegnum þessa undankeppni hefur ekki náðst að mynda hrygg sem nær í gegnum liðið. Menn hafa verið að meiðast og við höfum ekki náð nógu góð skriði (e. momentum). Held það hafi sést á móti Lúxemborg,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður út í hvað útskýrði slaka frammistöðu í síðasta leik. Ísland fær kjörið tækifæri til að sýna hvað í sér býr þegar það tekur á móti Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld. Jóhann Berg var spurður hvað þarf að laga fyrir leik kvöldsins sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Held við þurfum að vera aðeins þéttari en í þessum leik voru ákveðin einstaklingsmistök sem við verðum að koma í veg fyrir. Fyrsta markið hjá þeim eftir fimm mínútur er eitthvað sem við eigum að díla við. Á þessu getustigi gerum við kröfur á það að díla við svona, þá er þetta allt annar leikur.“ „Að lenda 1-0 undir á útivelli eftir fimm mínútur er allt annar leikur, þá þurfum við að fara sækja eftir að gefa þeim sjálfstraust. Það var allt með þeim í þessum leik, svona er fótboltinn.“ Þá var landsliðsfyrirliðinn spurður út í ummæli Kára Árnasonar og Lárusar Orra Sigurðssonar en Kári talaði um að það skorti leiðtoga í lið Íslands. Um Bosníu „Þeir spila annað leikkerfi [en Lúxemborg] og eru með flotta fótboltamenn. Við þurfum að gera svipað og í sumar, vera þéttir eins og við vorum gegn Portúgal. Þurfum að sýna að við erum erfiðir, sérstaklega á Laugardalsvelli.“ „Þeir spila með þriggja miðvarðakerfi sem við þurfum að reyna draga svolítið úr stöðum og reyna að sækja á bakvið þá. Þetta er verkefni sem okkur hlakkar til að takast á við.“ Klippa: Jóhann Berg fyrir leik Íslands og Bosníu og Hersegóvínu Annað sætið í riðlinum úr sögunni en umspil möguleiki þökk sé Þjóðadeildinni. „Ég held við séum ekki að hugsa um 2. sætið núna, erum bara að hugsa um næsta leik og að reyna vinna hann. Sjáum svo til hvað gerist.“ „Þurfum að hafa alla okkar menn til taks í október og nóvember verkefninu. Þurfum að byggja upp lið hérna, það er alveg klárt. Er búið að vera of mikið að skipta og breyta því menn eru ekki tilbúnir, meiddir eða hvað sem það er. Þurfum að finna stöðugt lið, byggja út frá því og sjá hvert það tekur okkur,“ sagði Jóhann Berg að endingu en viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira