Alls konar kynjaverur fylltu Laugardalshöll Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. september 2023 21:27 Hátíðin fór afar vel fram, að sögn skipuleggjenda. Vísir/Ívar Midgard-ráðstefnan, hátíð um allt sem einu sinni taldist nördalegt, náði hápunkti í Laugardalshöll í dag. Skipuleggjandi segir hátíðina hafa farið fram úr björtustu vonum. Hátíðin fór fram um helgina en yfirskrift hátíðarinnar er að öll séu velkomin. Þannig sé ekki gerður greinarmunur á ævintýraheimum, heldur megi hver haga þátttöku sinni eftir eigin höfði. „Búin að sprengja Laugardalshöllina“ „Það er búinn að vera stöðugur straumur af fólki hérna, við erum búnir að eiga svo góða tíma. Það hafa verið vinnustofur hérna, stöðugt fólk að spila og alls konar básar. Fólk er að koma hingað að alls staðar að úr heiminum, bæði sem gestir á hátíðina en einnig sem boðsgestir. Það er að segja, fólk sem var með vinnustofur eða panela,“ segir Ármann Ingunnarson samfélagsmiðlastjóri Midgard. Hátíðinni var hleypt af stað árið 2018 og var þá í töluvert minni sal í Laugardalshöll. „Núna, sjö árum seinna, erum við bókstaflega búin að sprengja Laugardalshöllina utan af okkur og notum allt plássið,“ heldur Ármann áfram. Skiptir máli að hafa gert vel Sérstök búningakeppni (e. cosplay) fór fram á hátíðinni og bar Snædís Jóhannesdóttir sigur úr býtum. Hún var klædd sem kvenkyns útgáfa af Loka, sem flestir Íslendingar ættu að þekkja. „Meirihlutinn af búningnum er heimagerður og ef hann er ekki heimagerður þá er hann mikið breyttur. Ég er búin að leggja brjálæðislega mikinn tíma í að gera þetta að veruleika. Þetta er fyrsti búningurinn sem ég hef gert, fyrir utan kannski eitthvað þegar ég var sex ára eða eitthvað. Þannig að þetta skiptir mig miklu máli, að hafa gert svona vel,“ segir Snædís. Loki Laufeyjarson hefur gjarnan þótt slægur og slunginn. Á myndinni er Snædís Jóhannsdóttir í gervi goðmagnsins.Stöð 2 Reykjavík Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Hátíðin fór fram um helgina en yfirskrift hátíðarinnar er að öll séu velkomin. Þannig sé ekki gerður greinarmunur á ævintýraheimum, heldur megi hver haga þátttöku sinni eftir eigin höfði. „Búin að sprengja Laugardalshöllina“ „Það er búinn að vera stöðugur straumur af fólki hérna, við erum búnir að eiga svo góða tíma. Það hafa verið vinnustofur hérna, stöðugt fólk að spila og alls konar básar. Fólk er að koma hingað að alls staðar að úr heiminum, bæði sem gestir á hátíðina en einnig sem boðsgestir. Það er að segja, fólk sem var með vinnustofur eða panela,“ segir Ármann Ingunnarson samfélagsmiðlastjóri Midgard. Hátíðinni var hleypt af stað árið 2018 og var þá í töluvert minni sal í Laugardalshöll. „Núna, sjö árum seinna, erum við bókstaflega búin að sprengja Laugardalshöllina utan af okkur og notum allt plássið,“ heldur Ármann áfram. Skiptir máli að hafa gert vel Sérstök búningakeppni (e. cosplay) fór fram á hátíðinni og bar Snædís Jóhannesdóttir sigur úr býtum. Hún var klædd sem kvenkyns útgáfa af Loka, sem flestir Íslendingar ættu að þekkja. „Meirihlutinn af búningnum er heimagerður og ef hann er ekki heimagerður þá er hann mikið breyttur. Ég er búin að leggja brjálæðislega mikinn tíma í að gera þetta að veruleika. Þetta er fyrsti búningurinn sem ég hef gert, fyrir utan kannski eitthvað þegar ég var sex ára eða eitthvað. Þannig að þetta skiptir mig miklu máli, að hafa gert svona vel,“ segir Snædís. Loki Laufeyjarson hefur gjarnan þótt slægur og slunginn. Á myndinni er Snædís Jóhannsdóttir í gervi goðmagnsins.Stöð 2
Reykjavík Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira