Rubiales rak Jennifer Hermoso, fyrirliða spænska kvennalandsliðsins rembingskoss á munninn eftir að spænska liðið vann það enska í úrslitaleik heimsmeistaramótsins á dögunum.
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hafði sett Rubiaels í þriggja mánaða bann frá störfum sínum og þá hafði Hermoso kært hann fyrir kynferðisofbeldi hjá spænskum lögregluyfirvöldum. Hermoso hefur opinberað að kossinn hafi verið óumbeðinn en Rubiales hefur haldið fram því gagnstæða.
Fótboltasamfélagið hafði svo fordæmt háttsemi Rubiales í kjölfar þess að Spánn varð heimsmeistari í fyrsta skipti í sögunni.
Rubiales hafði áður þverneitað að hann myndi segja sig frá störfum en sagði í samtali við Morgan í kvölda að honum væri ekki lengur stætt í starfi þar sem hann væri rúinn trausti.
Auk rannsóknar lögreglu á meintu kynferðisbroti sem gæti leitt til fjögurra ára fangelsisvistar verði Rubiales fundinn sekur lýtur hann einnig rannsókn vegna gruns um misferli í starfi. Þar liggur hann undir grun um að hafa notað fjármuni spænska knattspyrnusbambandsins í eigin þágu.