Tugir fanga færðir um set vegna flótta strokufangans Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. september 2023 16:37 Leitin að strokufanganum Daniel Khalife stóð yfir í rúma þrjá sólarhringa. AP Um það bil fjörutíu fangar í HMP Wandsworth fangelsinu í suðvesturhluta Lundúna hafa verið færðir í annað fangelsi eftir að hinum 21 árs gamla Daniel Khalife tókst að strjúka úr fangelsinu á miðvikudag. Alex Chalk dómsmálaráðherra Bretlands greindi frá þessu við BBC. Umræður hafa orðið um hvort strokufanginn hafi átt að vera vistaður í fangelsi með meiri öryggisgæslu. Chalk segir að farið hafi verið eftir viðeigandi siðareglum í tengslum við í hvers lags fangelsi hann var vistaður. Þá segir hann að öllum reglum um öryggi og mönnun hafi verið fylgt daginn sem maðurinn strauk. Khalife var handtekinn í gær eftir að hafa verið í felum í rúmlega þrjá sólarhringa. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. „Nú er spurning hvort reglunum hafi verið fylgt til hins fyllsta,“ sagði Chalk í samtali við BBC í dag. Hann segist hafa hleypt af stað tveimur rannsóknum í máli Khalife, einni í tengslum við strok hans og annarri í tengslum við hvort hann hafi verið settur í fangelsi með hæfilegum öryggisbúnaði. Khalife var vistaður í fangelsi í B-flokki samkvæmt breskum öryggisstöðlum. Verið er að rannsaka hvort hann hefði átt að vera vistaður í fangelsi í A-flokki, þar sem öryggisgæsla og eftirlit með föngum er meiri. Chalk segir fjörutíu fanga hafa verið færðir í annað fangelsi meðan á rannsókninni stendur til þess að gæta varúðar. Aðspurður hvernig þeir hafi verið valdir eða hvers vegna mikilvægt var að þeir færðu sig vildi hann ekki svara. Tilkynnt var um strok Khalife á mánudagsmorgun. Hann er sagður hafa komist út í gegnum eldhús fangelsisins, bundið sig undir sendiferðabíl og komist þannig út fyrir varnir fangelsisins. Hann var í meira en 22 kílómetra fjarlægð frá fangelsinu þegar lögregla náði haldi á honum í gær. Fangelsismál Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. 8. september 2023 21:47 Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Alex Chalk dómsmálaráðherra Bretlands greindi frá þessu við BBC. Umræður hafa orðið um hvort strokufanginn hafi átt að vera vistaður í fangelsi með meiri öryggisgæslu. Chalk segir að farið hafi verið eftir viðeigandi siðareglum í tengslum við í hvers lags fangelsi hann var vistaður. Þá segir hann að öllum reglum um öryggi og mönnun hafi verið fylgt daginn sem maðurinn strauk. Khalife var handtekinn í gær eftir að hafa verið í felum í rúmlega þrjá sólarhringa. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. „Nú er spurning hvort reglunum hafi verið fylgt til hins fyllsta,“ sagði Chalk í samtali við BBC í dag. Hann segist hafa hleypt af stað tveimur rannsóknum í máli Khalife, einni í tengslum við strok hans og annarri í tengslum við hvort hann hafi verið settur í fangelsi með hæfilegum öryggisbúnaði. Khalife var vistaður í fangelsi í B-flokki samkvæmt breskum öryggisstöðlum. Verið er að rannsaka hvort hann hefði átt að vera vistaður í fangelsi í A-flokki, þar sem öryggisgæsla og eftirlit með föngum er meiri. Chalk segir fjörutíu fanga hafa verið færðir í annað fangelsi meðan á rannsókninni stendur til þess að gæta varúðar. Aðspurður hvernig þeir hafi verið valdir eða hvers vegna mikilvægt var að þeir færðu sig vildi hann ekki svara. Tilkynnt var um strok Khalife á mánudagsmorgun. Hann er sagður hafa komist út í gegnum eldhús fangelsisins, bundið sig undir sendiferðabíl og komist þannig út fyrir varnir fangelsisins. Hann var í meira en 22 kílómetra fjarlægð frá fangelsinu þegar lögregla náði haldi á honum í gær.
Fangelsismál Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. 8. september 2023 21:47 Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Þrjár milljónir í fundarlaun fyrir strokufangann Löggæsluyfirvöld í Bretlandi bjóða tuttugu þúsund pund, eða rúmar þrjár milljónir, fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku manns sem strauk úr fangelsi í vikunni. Gríðarmikil leit hefur staðið yfir síðustu daga, mest í Lundúnum en raunar um gjörvallt land. 8. september 2023 21:47
Batt sig undir sendiferðabíl og strauk úr fangelsi Lögreglan í Bretlandi leitar nú 21 árs gamals fanga sem tókst að strjúka úr fangelsi í suðvesturhluta Lundúna í morgun. Mannsins er nú leitað um allt landið. 6. september 2023 21:40