Telur játningu Eimskipa vera taktíska ákvörðun Jón Þór Stefánsson skrifar 10. september 2023 11:42 Hörður Felix Harðarson segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins byggða á kenningum sem séu úr lausi lofti byggðar. Vísir/Vilhelm Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, viðurkennir að játning Eimskipa í máli er varðar ólöglegt samráð fyrirtækjanna setji málið í einkennilega stöðu. Þrátt fyrir það telur hann játninguna vera taktíska ákvörðun fyrirtækisins, en segir Samskip ekki hafa viljað taka álíka ákvörðun. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í Sprengisandi í dag. Þar fór hann yfir það hvernig málið birtist honum og Samskipum. Hann segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um samráð fyrirtækisins við Eimskip byggða á kenningum sem séu úr lausi lofti gripnar. Hann kallar þær „samsæriskenningar“. Setji málið í einkennilegan búning Kristján Kristjánsson, þáttarstjórnandi Sprengisandar, hélt því fram að gallinn við málflutning Harðar væri játning Eimskipa. „Auðvitað setur þetta málið allt í mjög einkennilegan búning. Og þetta setur Samskip í verri stöðu en ella,“ svaraði Hörður, sem benti þó á að játningin færi ekki sönnur á brot Samskipa. Það þyrfti að leiða þau í ljós af gögnum málsins. Um sáttina sagði Hörður að þar væri vissulega játað að samráð hafi átt sér stað. „Reyndar í örfáum línum,“ tekur hann fram. Á meðan liggja fyrir athugasemdir Eimskipa sem Hörður segir vel rökstuddar og gefa upp rétta mynd af málinu. Hann spyr því hvers vegna Eimskip játi árið 2022 þegar þeir hafi mörg ár á undan haldið fram sakleysi og haldið upp hörðum vörnum. Hann segir þá ákvörðun ekki vera endurmat á gögnum málsins, þar sem að ekkert nýtt hafi legið fyrir í þeim efnum. Taktísk játning eyði óvissu Hins vegar fylgi því mikil óvissa að vera með Samkeppniseftirlitið hangandi yfir sér í öll þessi ár, að sögn Harðar. „Með þessari ákvörðun er óvissunni eytt. Og hvað gerðist? Samstundis urðu gríðarlegar hækkanir á virði félagsins í kauphöllinni. Fyrir mér er þetta taktísk rekstrarleg ákvörðun,“ Þá bætir hann við að ákvörðunin komi niður á samkeppnisaðilanum, Samskipum, þó hann taki fram að hann saki þá ekki um að hafa hugsað út í slíkt. En með ákvörðuninni hafi verið tryggt að Samskip myndu greiða jafnmikið eða meira en Eimskip í sekt. Um er að ræða einn og hálfan milljarð króna. „Ég er ekki að ætla mönnum að hafa beinlínis hugsað það þannig, en það sem gerist óhjákvæmilega við þetta er að aðalkeppinautur félagsins er settur í vonda stöðu. Ekki bara út frá sönnun á atvikum, heldur út frá fjárhæðinni. Því með því að samþykkja að greiða einn og hálfan milljarð þá er félagið búið að tryggja það að litli aðilinn á markaðinum þarf þá að lágmarki að borga einn og hálfan milljarð í endanlegri ákvörðun,“ segir Hörður. Vilja ekki játa rangar sakir Í ljósi þess að hann kalli ákvörðun Eimskipa skynsamlega rekstrarákvörðun var hann spurður hvers vegna Eimskip hafi ekki gert slíkt hið sama. Hann segir nokkrar ástæður vera fyrir því. Meðal annars hafi fyrirtækið ekki fjárhagslega burði til að borga upphæðirnar sem um ræðir. Og þá hafi engin hjá fyrirtækinu viljað stíga fram og játa sakir sem þeir telji að félagið hafi ekki framið. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Hörð í Sprengisandi í dag. Þar fór hann yfir það hvernig málið birtist honum og Samskipum. Hann segir niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um samráð fyrirtækisins við Eimskip byggða á kenningum sem séu úr lausi lofti gripnar. Hann kallar þær „samsæriskenningar“. Setji málið í einkennilegan búning Kristján Kristjánsson, þáttarstjórnandi Sprengisandar, hélt því fram að gallinn við málflutning Harðar væri játning Eimskipa. „Auðvitað setur þetta málið allt í mjög einkennilegan búning. Og þetta setur Samskip í verri stöðu en ella,“ svaraði Hörður, sem benti þó á að játningin færi ekki sönnur á brot Samskipa. Það þyrfti að leiða þau í ljós af gögnum málsins. Um sáttina sagði Hörður að þar væri vissulega játað að samráð hafi átt sér stað. „Reyndar í örfáum línum,“ tekur hann fram. Á meðan liggja fyrir athugasemdir Eimskipa sem Hörður segir vel rökstuddar og gefa upp rétta mynd af málinu. Hann spyr því hvers vegna Eimskip játi árið 2022 þegar þeir hafi mörg ár á undan haldið fram sakleysi og haldið upp hörðum vörnum. Hann segir þá ákvörðun ekki vera endurmat á gögnum málsins, þar sem að ekkert nýtt hafi legið fyrir í þeim efnum. Taktísk játning eyði óvissu Hins vegar fylgi því mikil óvissa að vera með Samkeppniseftirlitið hangandi yfir sér í öll þessi ár, að sögn Harðar. „Með þessari ákvörðun er óvissunni eytt. Og hvað gerðist? Samstundis urðu gríðarlegar hækkanir á virði félagsins í kauphöllinni. Fyrir mér er þetta taktísk rekstrarleg ákvörðun,“ Þá bætir hann við að ákvörðunin komi niður á samkeppnisaðilanum, Samskipum, þó hann taki fram að hann saki þá ekki um að hafa hugsað út í slíkt. En með ákvörðuninni hafi verið tryggt að Samskip myndu greiða jafnmikið eða meira en Eimskip í sekt. Um er að ræða einn og hálfan milljarð króna. „Ég er ekki að ætla mönnum að hafa beinlínis hugsað það þannig, en það sem gerist óhjákvæmilega við þetta er að aðalkeppinautur félagsins er settur í vonda stöðu. Ekki bara út frá sönnun á atvikum, heldur út frá fjárhæðinni. Því með því að samþykkja að greiða einn og hálfan milljarð þá er félagið búið að tryggja það að litli aðilinn á markaðinum þarf þá að lágmarki að borga einn og hálfan milljarð í endanlegri ákvörðun,“ segir Hörður. Vilja ekki játa rangar sakir Í ljósi þess að hann kalli ákvörðun Eimskipa skynsamlega rekstrarákvörðun var hann spurður hvers vegna Eimskip hafi ekki gert slíkt hið sama. Hann segir nokkrar ástæður vera fyrir því. Meðal annars hafi fyrirtækið ekki fjárhagslega burði til að borga upphæðirnar sem um ræðir. Og þá hafi engin hjá fyrirtækinu viljað stíga fram og játa sakir sem þeir telji að félagið hafi ekki framið.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Sjá meira