Lögregla kölluð til vegna TikTok-byssumyndbands unglinga Jón Þór Stefánsson skrifar 10. september 2023 07:26 Lögreglan átti í nógu að standa í nótt, en sex gistu fangageymslur. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Það var mikið um ölvun og óspektir í miðbænum í nótt að sögn lögreglu, en sex gistu fangageymslur eftir nóttina. Í miðbænum var skemmtistað lokað vegna þess að reglur um hámarksfjölda gesta var ekki virtur. Þá voru börn undir lögaldri á staðnum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá var tilkynnt um hóp unglinga sem hlupu í kringum bíl í miðbænum. Sá sem tilkynnti unglingana heyrði einhvern þeirra segja „drop the gun,“ eða „niður með byssuna“. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að þeir voru að taka upp TikTok-myndband og voru að nota leikfangabyssur. Þó kemur fram að ekki hafi sést á byssum unglinganna að þær voru leikföng. Lögregla vinnur málið í samvinnu við forráðamenn, en tveir hafa verið kærðir fyrir vopnalagabrot vegna málsins. Í Múlahverfinu var lögreglu tilkynnt um slagsmál þar sem steinum hafi verið kastað í fólk. Þegar lögreglu bar að garði voru allur farnir. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í Múlahverfinu. Greint er frá því að sá sem hafi brotist inn hafi reynt að stinga lögregluna af á rafhlaupahjóli. Hann náðist á endanum og var handtekinn grunaður um innbrot, þjófnað, vopnalög, bann við akstri undir áhrifum ávana og fíkniefna, fyrirmælum lögreglu og vörslu fíkniefna. Jafnframt sem hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglunnar. Greint er frá umferðarslysi á Kringlumýrarbraut þar sem tjónvaldur flúði vettvang. Ökutæki hans fannst og var ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í Grafarvogi var tilkynnt um mann með hníf og hann var handekinn fyrir vopnalög, áfengislög og húsbrot. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Í miðbænum var skemmtistað lokað vegna þess að reglur um hámarksfjölda gesta var ekki virtur. Þá voru börn undir lögaldri á staðnum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá var tilkynnt um hóp unglinga sem hlupu í kringum bíl í miðbænum. Sá sem tilkynnti unglingana heyrði einhvern þeirra segja „drop the gun,“ eða „niður með byssuna“. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að þeir voru að taka upp TikTok-myndband og voru að nota leikfangabyssur. Þó kemur fram að ekki hafi sést á byssum unglinganna að þær voru leikföng. Lögregla vinnur málið í samvinnu við forráðamenn, en tveir hafa verið kærðir fyrir vopnalagabrot vegna málsins. Í Múlahverfinu var lögreglu tilkynnt um slagsmál þar sem steinum hafi verið kastað í fólk. Þegar lögreglu bar að garði voru allur farnir. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í Múlahverfinu. Greint er frá því að sá sem hafi brotist inn hafi reynt að stinga lögregluna af á rafhlaupahjóli. Hann náðist á endanum og var handtekinn grunaður um innbrot, þjófnað, vopnalög, bann við akstri undir áhrifum ávana og fíkniefna, fyrirmælum lögreglu og vörslu fíkniefna. Jafnframt sem hann hlýddi ekki fyrirmælum lögreglunnar. Greint er frá umferðarslysi á Kringlumýrarbraut þar sem tjónvaldur flúði vettvang. Ökutæki hans fannst og var ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur og akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í Grafarvogi var tilkynnt um mann með hníf og hann var handekinn fyrir vopnalög, áfengislög og húsbrot.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Reykjavík Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira