Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. september 2023 13:05 Kristinn sem er búin að vera fjallkóngur yfir 40 ár hér staddur í Landmannaréttum með góðu fólki. Aðsend Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti. Á hverju hausti halda bændur úr Holta- og Landsveit til fjalla í þeim tilgangi að smala saman fé sem gengið hefur frjálst á fjöllum sumarlangt. Markmiðið er bara eitt, að koma fénu til byggða heilu og höldnu. Nú er búið að gera kvikmynd um einn fremsta fjallkóng landsins, Kristinn Guðnason í Skarði eins og hann er oftast kallaður en myndin verður frumsýnt í Bíóhúsinu á Selfossi sunnudagskvöldið 10. september fyrir boðsgesti en fer svo í almenna sýningu í bíóinu og í Laugarásbíói 12. september. Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils eru framleiðendur myndarinnar en þær eru með fyrirtækið Hekla Films og Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórnar kvikmyndatöku. Guðrún segir að nýja myndin gefi raunsanna mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins. Myndin fer í almenna sýningar í Bíóhúsinu á Selfossi og í Laugarásbíói í Reykjavík þriðjudaginn 12. septemberMagnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur finnst bara mjög merkilegt að það sé farið í leitir í viku um svona víðfeðmt svæði eins og Landmannaafréttur er og þetta er auðvitað mikið afrek í hvert skipti, sem að komið er til byggða með fé heilu á höldnu eftir að það hefur gengið sumarlangt á fjöllum. Þetta er bara eitthvað, sem við teljum að eigi erindi við alla landsmenn,“ segir Guðrún. Guðrún segir að það hafi bæði verið erfitt og skemmtilegt og ekki síður flókið að skjóta myndina og svo öll eftirvinnslan, sem fylgdi í kjölfarið en hvernig lýsir hún Kristni Guðnasyni? „Kristinn er magnaður maður. Hann hefur verið fjallkóngur í meira en 40 ár og hefur skilað því starfi með glæsibrag og margir myndi segja að hann væri hinn eini sanni íslenski kúreki.“ Guðrún Hergils en hún og Áslaug Pálsdóttir eru framleiðendur myndarinnar.Aðsend En af hverju ætti fólk að fara á þessa mynd en ekki einhverja aðra? „Já, það er góð spurning. Það var nú einhver sem spurði af hverju ætti ég að sjá Kristinn en ekki Tom Cruise? Ég held að Kristinn sé nú bara ansi flottur og gaman fyrir alla að sjá og sjá þessa ótrúlega náttúrufegurð, sem er þarna á þessu svæði,“ segir Guðrún um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í bíó og sjá myndina „Konungur fjallanna“. Flottur hópur fólks kom að upptöku og framleiðslu myndarinnar.Aðsend Rangárþing ytra Réttir Landbúnaður Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Á hverju hausti halda bændur úr Holta- og Landsveit til fjalla í þeim tilgangi að smala saman fé sem gengið hefur frjálst á fjöllum sumarlangt. Markmiðið er bara eitt, að koma fénu til byggða heilu og höldnu. Nú er búið að gera kvikmynd um einn fremsta fjallkóng landsins, Kristinn Guðnason í Skarði eins og hann er oftast kallaður en myndin verður frumsýnt í Bíóhúsinu á Selfossi sunnudagskvöldið 10. september fyrir boðsgesti en fer svo í almenna sýningu í bíóinu og í Laugarásbíói 12. september. Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils eru framleiðendur myndarinnar en þær eru með fyrirtækið Hekla Films og Arnar Þórisson fer með leikstjórn og stjórnar kvikmyndatöku. Guðrún segir að nýja myndin gefi raunsanna mynd af leitum og samspili manna, dýra og náttúru með augum fjallkóngsins. Myndin fer í almenna sýningar í Bíóhúsinu á Selfossi og í Laugarásbíói í Reykjavík þriðjudaginn 12. septemberMagnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur finnst bara mjög merkilegt að það sé farið í leitir í viku um svona víðfeðmt svæði eins og Landmannaafréttur er og þetta er auðvitað mikið afrek í hvert skipti, sem að komið er til byggða með fé heilu á höldnu eftir að það hefur gengið sumarlangt á fjöllum. Þetta er bara eitthvað, sem við teljum að eigi erindi við alla landsmenn,“ segir Guðrún. Guðrún segir að það hafi bæði verið erfitt og skemmtilegt og ekki síður flókið að skjóta myndina og svo öll eftirvinnslan, sem fylgdi í kjölfarið en hvernig lýsir hún Kristni Guðnasyni? „Kristinn er magnaður maður. Hann hefur verið fjallkóngur í meira en 40 ár og hefur skilað því starfi með glæsibrag og margir myndi segja að hann væri hinn eini sanni íslenski kúreki.“ Guðrún Hergils en hún og Áslaug Pálsdóttir eru framleiðendur myndarinnar.Aðsend En af hverju ætti fólk að fara á þessa mynd en ekki einhverja aðra? „Já, það er góð spurning. Það var nú einhver sem spurði af hverju ætti ég að sjá Kristinn en ekki Tom Cruise? Ég held að Kristinn sé nú bara ansi flottur og gaman fyrir alla að sjá og sjá þessa ótrúlega náttúrufegurð, sem er þarna á þessu svæði,“ segir Guðrún um leið og hún hvetur fólk til að fjölmenna í bíó og sjá myndina „Konungur fjallanna“. Flottur hópur fólks kom að upptöku og framleiðslu myndarinnar.Aðsend
Rangárþing ytra Réttir Landbúnaður Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira