Einkunnir leikmanna íslenska liðsins: Hörður Björgvin átti slakt kvöld Íþróttadeild Vísis skrifar 8. september 2023 21:35 Hörður Björgvin Magnússon vill gleyma þessum leik sem fyrst. Vísir/Getty Frammistaða íslensku leikmannanna í tapinu gegn Lúxemborg ytra í undankeppni EM 2024 í kvöld var ekki upp á marga fiska. Varnarlína íslenska liðsins var hvað eftir annað grátt leikin, of mikið bil var á milli línanna hjá liðinu og ekki tókst að skapa nógu mörg færi. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarlið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 5 Braut klaufalega af sér þegar Lúxemborg fékk vítaspyrnu sem varð til þess að heimamenn komust yfir í leiknum. Gat lítið gert í hinum mörkunum tveimur og bjargaði Íslandi nokkrum sinnum frá stærra tapi. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður: 5 Komst ágætlega frá sínum fyrsta keppnisleik fyrir A-landsliðið. Var öflugur í þeim návígjum sem hann fór í og fínn þegar kom að sóknarleiknum. Getur gengið þokklega stoltur frá borði eftir þessa frammistöðu. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 1 Kom í krummafót inn í þennan leik og náði aldrei að kveikja á sér. Gerði afdrifarík mistök í fyrsta markinu með því að díla ekki við vandamálið og láta boltann skoppa. Kórónaði svo slakan leik sinn með því að vera vikið af velli með rauðu spjaldi. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður: 4 Leikmenn Lúxemborgar áttu í of litlum vandræðum með að komast í gegnum hjarta varnarinnar. Vörn íslenska liðsins var eins og gatasigti í leiknum. Guðlaugur Victor missti boltann á hættulegum stað þegar Lúxemborg komst í 2-0. Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður: 4 Ágætis leikur hjá Valgeiri Lundal í bakvarðarstöðunni en hættan skapaðist meira í gegnum miðja vörn liðsins frekar en í gegnum bakverði okkar. Komst klakklaust frá þessu verkefni en er þó hluti af varnarlínu sem var hriplek. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður: 5 Hefði getað verndað vörnina betur eða stýrt því að það væri minna bil á milli varnar, miðju og sóknar. Íslenska liðið var slitið allan leikinn og var hvorki í lágblokk né í pressu. Arnór Ingvi lenti því trekk í trekk í einskismannslandi sem hefði mátt koma í veg fyrir með betri stýringu af miðsvæðinu. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 6 Var öruggur á boltanum og kom honum vel frá sér. Tók fín föst leikatriði í fyrirgjafarstöðum þar sem samherjar hans hefðu mátt gera betur. Hefði getað gert betur í þeim aukaspyrnum sem voru í skotfæri. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður: 6 Var ljósið í myrkrinu í sóknarleik íslenska liðsins, þá sérstaklega í seinni hálfleik. Gerði afskaplega vel í markinu sem hann skoraði og sýndi það hvers megnugur hann er. Hljóp mikið inni á miðsvæðinu og skilaði góðri varnarvinnu og skapaði usla hinu megin á vellinum. Sævar Atli Magnússon, vinstri kantmaður: 3 Komst lítið sem ekkert í takt við leikinn á kantinum og var tekinn af velli í hálfleik. Fékk stórt tækifæri í þessum leik til þess að sýna sig og sanna. Greip það ekki fastri hendi og lét ekki til sín taka. Var eiginlega hálf ósýnilegur. Alfreð Finnbogason, framherji: 6 Fékk úr litlu að moða í framlínu íslenska liðsins en fékk þó eitt gott marktækifæri þar sem hefði svo sannarlega mátt gera betur. Viðurkenni það fúslega í viðtali eftir leikinn. Hugmyndin var að koma af miklum krafti inn í leikinn með pressu en Alfreð náði ekki að leiða með fordæmi í þeirri pressu. Jón Dagur Þorsteinsson, hægri kantmaður: 4 Sýndi nokkrum sinnum snarpa takta á kantinum en náði ekki að valda alvöru usla með þeim sprettum sem hann átti. Fékk góða stöðu í fyrri hálfleik og gerði vel í að koma sér í gott skotfæri en varnarmaður Lúxemborgar komst fyrir það skot hans. Varamenn: Orri Steinn Óskarsson, kom inná fyrir Sævar Atla í hálfleik: 5 Spilaði sinn fyrsta A-landsleik og getur borið höfuðið hátt eftir þá frumraun sína. Gerði varnarmönnum Lúxemborgar nokkrum sinnum grikk með kraftmiklum og áræðnum hlaupum sínum. Þá hélt hann boltanum vel og var með opið auga fyrir hlaupum liðsfélaga sinna. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inná fyrir Jón Dag Þorsteinsson: Spílaði of lítið til að fá einkunn Mikael Neville Anderson kom inná fyrir Alfreð Finnbogason: Spilaði of lítið til að fá einkunn Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira
Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarlið Íslands: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður: 5 Braut klaufalega af sér þegar Lúxemborg fékk vítaspyrnu sem varð til þess að heimamenn komust yfir í leiknum. Gat lítið gert í hinum mörkunum tveimur og bjargaði Íslandi nokkrum sinnum frá stærra tapi. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður: 5 Komst ágætlega frá sínum fyrsta keppnisleik fyrir A-landsliðið. Var öflugur í þeim návígjum sem hann fór í og fínn þegar kom að sóknarleiknum. Getur gengið þokklega stoltur frá borði eftir þessa frammistöðu. Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður: 1 Kom í krummafót inn í þennan leik og náði aldrei að kveikja á sér. Gerði afdrifarík mistök í fyrsta markinu með því að díla ekki við vandamálið og láta boltann skoppa. Kórónaði svo slakan leik sinn með því að vera vikið af velli með rauðu spjaldi. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður: 4 Leikmenn Lúxemborgar áttu í of litlum vandræðum með að komast í gegnum hjarta varnarinnar. Vörn íslenska liðsins var eins og gatasigti í leiknum. Guðlaugur Victor missti boltann á hættulegum stað þegar Lúxemborg komst í 2-0. Valgeir Lunddal Friðriksson, hægri bakvörður: 4 Ágætis leikur hjá Valgeiri Lundal í bakvarðarstöðunni en hættan skapaðist meira í gegnum miðja vörn liðsins frekar en í gegnum bakverði okkar. Komst klakklaust frá þessu verkefni en er þó hluti af varnarlínu sem var hriplek. Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður: 5 Hefði getað verndað vörnina betur eða stýrt því að það væri minna bil á milli varnar, miðju og sóknar. Íslenska liðið var slitið allan leikinn og var hvorki í lágblokk né í pressu. Arnór Ingvi lenti því trekk í trekk í einskismannslandi sem hefði mátt koma í veg fyrir með betri stýringu af miðsvæðinu. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður: 6 Var öruggur á boltanum og kom honum vel frá sér. Tók fín föst leikatriði í fyrirgjafarstöðum þar sem samherjar hans hefðu mátt gera betur. Hefði getað gert betur í þeim aukaspyrnum sem voru í skotfæri. Hákon Arnar Haraldsson, miðjumaður: 6 Var ljósið í myrkrinu í sóknarleik íslenska liðsins, þá sérstaklega í seinni hálfleik. Gerði afskaplega vel í markinu sem hann skoraði og sýndi það hvers megnugur hann er. Hljóp mikið inni á miðsvæðinu og skilaði góðri varnarvinnu og skapaði usla hinu megin á vellinum. Sævar Atli Magnússon, vinstri kantmaður: 3 Komst lítið sem ekkert í takt við leikinn á kantinum og var tekinn af velli í hálfleik. Fékk stórt tækifæri í þessum leik til þess að sýna sig og sanna. Greip það ekki fastri hendi og lét ekki til sín taka. Var eiginlega hálf ósýnilegur. Alfreð Finnbogason, framherji: 6 Fékk úr litlu að moða í framlínu íslenska liðsins en fékk þó eitt gott marktækifæri þar sem hefði svo sannarlega mátt gera betur. Viðurkenni það fúslega í viðtali eftir leikinn. Hugmyndin var að koma af miklum krafti inn í leikinn með pressu en Alfreð náði ekki að leiða með fordæmi í þeirri pressu. Jón Dagur Þorsteinsson, hægri kantmaður: 4 Sýndi nokkrum sinnum snarpa takta á kantinum en náði ekki að valda alvöru usla með þeim sprettum sem hann átti. Fékk góða stöðu í fyrri hálfleik og gerði vel í að koma sér í gott skotfæri en varnarmaður Lúxemborgar komst fyrir það skot hans. Varamenn: Orri Steinn Óskarsson, kom inná fyrir Sævar Atla í hálfleik: 5 Spilaði sinn fyrsta A-landsleik og getur borið höfuðið hátt eftir þá frumraun sína. Gerði varnarmönnum Lúxemborgar nokkrum sinnum grikk með kraftmiklum og áræðnum hlaupum sínum. Þá hélt hann boltanum vel og var með opið auga fyrir hlaupum liðsfélaga sinna. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inná fyrir Jón Dag Þorsteinsson: Spílaði of lítið til að fá einkunn Mikael Neville Anderson kom inná fyrir Alfreð Finnbogason: Spilaði of lítið til að fá einkunn
Íslenski boltinn Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Sjá meira