„Ömurlegur endir á góðu ferðalagi“ Bjarki Sigurðsson skrifar 8. september 2023 22:01 Frá vettvangi slyssins á þjóðvegi eitt sunnan Blönduóss í morgun. Vísir Enginn slasaðist alvarlega þegar rúta með rúmlega tuttugu starfsmönnum Akureyrarbæjar valt snemma í morgun skammt frá Blönduósi. Þjónustustjóri segir þetta mikið áfall fyrir fólkið en flestir voru sofandi þegar atvikið átti sér stað. Rútuslysið varð þegar rúta á vegum SBA-Norðurleið valt um þrettán kílómetra suður af Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Um borð voru tuttugu og tveir starfsmenn nokkurra þjónustukjarna hjá Akureyrarbæ. Höfðu starfsmennirnir verið í skemmtiferð í Portúgal og var rútan að ferja þá aftur heim frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru fluttir til Reykjavíkur vegna slyssins en þeir sem voru minna slasaðir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, segir þetta hafa verið mikið áfall fyrir fólkið. „Fólk er sem betur fer ekki mikið slasað en þetta er auðvitað áfall að lenda í svona. Þetta voru erfiðar aðstæður. Þannig fólk þarf bara að fá sinn tíma núna og ná sér. Jafna sig, eftir svona byltu þá er þetta auðvitað bara erfitt,“ segir Karólína. Karólína ræddi við nokkra af starfsmönnunum í húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Þar fengu starfsmennirnir og þeirra fjölskyldur áfallahjálp. Hún segir það þurfa að taka vel utan um starfsmennina. „Þeir sem komu, ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir þá. Þarna var fullt af fólki til að styðja við þau og þetta var bara mjög gott. Svo þurfum við bara að halda áfram að styðja við þetta fólk þegar það kemur fram í næstu viku og fólk fer betur að átta sig á þessu öllu saman,“ segir Karólína. „Þetta var bara búið að vera mjög góð ferð og já, ömurlegur endir á góðu ferðalagi. Þetta er flottur hópur sem var búinn að eiga góðar stundir þarna úti. þannig þetta var bara mjög sorglegt.“ Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Rútuslysið varð þegar rúta á vegum SBA-Norðurleið valt um þrettán kílómetra suður af Blönduósi á sjötta tímanum í morgun. Um borð voru tuttugu og tveir starfsmenn nokkurra þjónustukjarna hjá Akureyrarbæ. Höfðu starfsmennirnir verið í skemmtiferð í Portúgal og var rútan að ferja þá aftur heim frá Keflavíkurflugvelli. Sjö voru fluttir til Reykjavíkur vegna slyssins en þeir sem voru minna slasaðir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri. Karólína Gunnarsdóttir, þjónustustjóri á velferðarsviði Akureyrarbæjar, segir þetta hafa verið mikið áfall fyrir fólkið. „Fólk er sem betur fer ekki mikið slasað en þetta er auðvitað áfall að lenda í svona. Þetta voru erfiðar aðstæður. Þannig fólk þarf bara að fá sinn tíma núna og ná sér. Jafna sig, eftir svona byltu þá er þetta auðvitað bara erfitt,“ segir Karólína. Karólína ræddi við nokkra af starfsmönnunum í húsnæði Rauða krossins á Akureyri. Þar fengu starfsmennirnir og þeirra fjölskyldur áfallahjálp. Hún segir það þurfa að taka vel utan um starfsmennina. „Þeir sem komu, ég held að þetta hafi verið mjög gott fyrir þá. Þarna var fullt af fólki til að styðja við þau og þetta var bara mjög gott. Svo þurfum við bara að halda áfram að styðja við þetta fólk þegar það kemur fram í næstu viku og fólk fer betur að átta sig á þessu öllu saman,“ segir Karólína. „Þetta var bara búið að vera mjög góð ferð og já, ömurlegur endir á góðu ferðalagi. Þetta er flottur hópur sem var búinn að eiga góðar stundir þarna úti. þannig þetta var bara mjög sorglegt.“
Samgönguslys Lögreglumál Húnabyggð Akureyri Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira