Öflugt kaupréttarkerfi laðar að framúrskarandi starfskrafta Nanna Elísa Jakobsdóttir og Kolbrún Hrafnkelsdóttir skrifa 9. september 2023 08:01 Í upphafi er nýsköpunarfyrirtæki í raun aðeins hugmynd og fyrir höndum er flókið og krefjandi verkefni við að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Fram undan er þrotlaus vinna við rannsóknir og þróun, stefnumótun, fjármögnun, viðskiptaþróun, uppbyggingu dreifileiða, markaðssetningu og sölu. En mikilvægasta verkefnið er að byggja upp hæft teymi til að leiða þessa vinnu þannig að hugmyndin raungerist og úr verði öflugt fyrirtæki. Þar geta kaupréttir leikið lykilhlutverk. Viðkvæm sprotafyrirtæki þurfa að fá rými og næringu til þess að vaxa og dafna. Velgengni sprotafyrirtækja byggir í upphafi að miklu leyti á fámennu teymi sem ber ábyrgð á afdrifum fyrirtækisins. Fjármagn er yfirleitt af skornum skammti og starfsaðstæðurnar geta verið mjög krefjandi. Eigi að síður þarf að laða að hæfileikaríkt fólk sem er tilbúið að vinna hörðum höndum að vexti fyrirtækisins og skapa tryggð þannig að það velji að vinna fyrir sprotafyrirtæki, meira að segja þegar aðrir öruggari kostir standa til boða. Með því að ganga til liðs við sprotafyrirtæki fær starfsfólk tækifæri til þess að vera hluti af einhverju nýju og spennandi, en það er ekki alltaf nóg eitt og sér. Starfsfólk sem er tilbúið að fara í þá óvissu sem felst í því að vinna hjá nýsköpunarfyrirtæki á fyrstu skrefum ætti að fá ríkulega launað fyrir sína vinnu, sérstaklega ef þeirra framlag skilar verðmætaaukningu. Kaupréttir í nýsköpunarfyrirtækjum eru því mikilvægt tól fyrir starfsfólk og stjórnendur sem taka oft á sig launalækkun samhliða því að taka áhættu í þágu framfara og hagvaxtar, að breyta hugmynd í öflugt og jafnvel alþjóðlegt fyrirtæki. Það er einnig mikilvægt fyrir hluthafa nýsköpunarfyrirtækja að allir gangi í takt við framtíðarsýn fyrirtækisins og að teymið sé um borð þrátt fyrir að á móti blási. Vel útfært kaupréttarkerfi fyrir starfsmenn í nýsköpunarfyrirtækjum getur skapað aukið traust og virkað sem frábær hvati, þar sem starfsmennirnir fá beinan fjárhagslegan ávinning ef vel gengur. Þó er mikilvægt að taka fram að kaupréttir geta aldrei komið í stað sanngjarnra launa fyrir starfsfólk. Það getur tekið nýsköpunarfyrirtæki fjölmörg ár og oft yfir áratug að komast í jákvætt tekjustreymi. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að fyrirtækjum sem hafa hvað mest samfélagsleg áhrif; til að mynda fyrirtæki sem þróa loftslagslausnir eins og fyrirtækið CRI, eða fyrirtæki í líftækniframleiðslu, eins og Kerecis og Florealis. Controlant, sem er eitt verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki landsins og þjónustar í dag stærstu lyfjafyrirtæki í heimi, hófst sem hugmynd tveggja vina sem unnu baki brotnu við skrifborðið heima hjá sér og unnu svo að þróun fyrirtækisins í yfir áratug áður en það varð stórfyrirtækið sem það er í dag. Þessum fyrirtækjum tókst að laða til sín kraftmikið og hæft starfsfólk sem varð svo lykillinn að framgangi þeirra. Fyrirtæki þessi eru hluti af hugverkaiðnaði, sem hefur fest sig í sessi sem fjórða útflutningsstoð Íslands á síðustu árum. Nágrannalönd Íslands, svo sem Svíþjóð og Eystrasaltslöndin, hafa innleitt í lög reglur sem miða að því að starfsfólk sitji ekki uppi með hærri skattbyrði en gengur og gerist í tilvikum almennra fjárfesta þegar verðmæti fyrirtækis eykst. Í íslenskri skattalöggjöf er litið á hagnað sem starfsfólk og stjórnarmenn hljóta af kaupréttum sem starfstengda launagreiðslu sem sætir sömu skattalegu meðferð og aðrar launagreiðslur. Á sama tíma og almennir fjárfestar greiða fjármagnstekjuskatt komi til hagnaðar. Í vor tóku gildi jákvæðar breytingar á tekjuskattslögum í tilviki smæstu fyrirtækjanna. Ef fyrirtæki veltir undir 650 milljónum króna og hefur færri en 25 starfsmenn er ágóði af kaupréttum skattlagður sem fjármagnstekjur. Með þessu voru tekin afar varfærin en mikilvæg skref til bóta á kaupréttarkerfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Það er mikilvægt fyrir framtíðarhagvöxt og áframhaldandi velsæld í íslensku samfélagi að huga stöðugt að öflugri umgjörð fyrir nýsköpun. Vel útfært kaupréttarkerfi og hagstætt skattalegt umhverfi geta þar skipt sköpum. Því skiptir máli að stjórnvöld stígi enn ákveðnari og stærri skref í þá átt að stuðla að skilvirku skattaumhverfi fyrir kauprétti nýsköpunarfyrirtækja. Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Kolbrún er stofnandi Florealis, stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja og fulltrúi í Vísinda- og nýsköpunarráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Skattar og tollar Vinnumarkaður Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi er nýsköpunarfyrirtæki í raun aðeins hugmynd og fyrir höndum er flókið og krefjandi verkefni við að byggja upp nýtt fyrirtæki frá grunni. Fram undan er þrotlaus vinna við rannsóknir og þróun, stefnumótun, fjármögnun, viðskiptaþróun, uppbyggingu dreifileiða, markaðssetningu og sölu. En mikilvægasta verkefnið er að byggja upp hæft teymi til að leiða þessa vinnu þannig að hugmyndin raungerist og úr verði öflugt fyrirtæki. Þar geta kaupréttir leikið lykilhlutverk. Viðkvæm sprotafyrirtæki þurfa að fá rými og næringu til þess að vaxa og dafna. Velgengni sprotafyrirtækja byggir í upphafi að miklu leyti á fámennu teymi sem ber ábyrgð á afdrifum fyrirtækisins. Fjármagn er yfirleitt af skornum skammti og starfsaðstæðurnar geta verið mjög krefjandi. Eigi að síður þarf að laða að hæfileikaríkt fólk sem er tilbúið að vinna hörðum höndum að vexti fyrirtækisins og skapa tryggð þannig að það velji að vinna fyrir sprotafyrirtæki, meira að segja þegar aðrir öruggari kostir standa til boða. Með því að ganga til liðs við sprotafyrirtæki fær starfsfólk tækifæri til þess að vera hluti af einhverju nýju og spennandi, en það er ekki alltaf nóg eitt og sér. Starfsfólk sem er tilbúið að fara í þá óvissu sem felst í því að vinna hjá nýsköpunarfyrirtæki á fyrstu skrefum ætti að fá ríkulega launað fyrir sína vinnu, sérstaklega ef þeirra framlag skilar verðmætaaukningu. Kaupréttir í nýsköpunarfyrirtækjum eru því mikilvægt tól fyrir starfsfólk og stjórnendur sem taka oft á sig launalækkun samhliða því að taka áhættu í þágu framfara og hagvaxtar, að breyta hugmynd í öflugt og jafnvel alþjóðlegt fyrirtæki. Það er einnig mikilvægt fyrir hluthafa nýsköpunarfyrirtækja að allir gangi í takt við framtíðarsýn fyrirtækisins og að teymið sé um borð þrátt fyrir að á móti blási. Vel útfært kaupréttarkerfi fyrir starfsmenn í nýsköpunarfyrirtækjum getur skapað aukið traust og virkað sem frábær hvati, þar sem starfsmennirnir fá beinan fjárhagslegan ávinning ef vel gengur. Þó er mikilvægt að taka fram að kaupréttir geta aldrei komið í stað sanngjarnra launa fyrir starfsfólk. Það getur tekið nýsköpunarfyrirtæki fjölmörg ár og oft yfir áratug að komast í jákvætt tekjustreymi. Þetta á sérstaklega við þegar kemur að fyrirtækjum sem hafa hvað mest samfélagsleg áhrif; til að mynda fyrirtæki sem þróa loftslagslausnir eins og fyrirtækið CRI, eða fyrirtæki í líftækniframleiðslu, eins og Kerecis og Florealis. Controlant, sem er eitt verðmætasta nýsköpunarfyrirtæki landsins og þjónustar í dag stærstu lyfjafyrirtæki í heimi, hófst sem hugmynd tveggja vina sem unnu baki brotnu við skrifborðið heima hjá sér og unnu svo að þróun fyrirtækisins í yfir áratug áður en það varð stórfyrirtækið sem það er í dag. Þessum fyrirtækjum tókst að laða til sín kraftmikið og hæft starfsfólk sem varð svo lykillinn að framgangi þeirra. Fyrirtæki þessi eru hluti af hugverkaiðnaði, sem hefur fest sig í sessi sem fjórða útflutningsstoð Íslands á síðustu árum. Nágrannalönd Íslands, svo sem Svíþjóð og Eystrasaltslöndin, hafa innleitt í lög reglur sem miða að því að starfsfólk sitji ekki uppi með hærri skattbyrði en gengur og gerist í tilvikum almennra fjárfesta þegar verðmæti fyrirtækis eykst. Í íslenskri skattalöggjöf er litið á hagnað sem starfsfólk og stjórnarmenn hljóta af kaupréttum sem starfstengda launagreiðslu sem sætir sömu skattalegu meðferð og aðrar launagreiðslur. Á sama tíma og almennir fjárfestar greiða fjármagnstekjuskatt komi til hagnaðar. Í vor tóku gildi jákvæðar breytingar á tekjuskattslögum í tilviki smæstu fyrirtækjanna. Ef fyrirtæki veltir undir 650 milljónum króna og hefur færri en 25 starfsmenn er ágóði af kaupréttum skattlagður sem fjármagnstekjur. Með þessu voru tekin afar varfærin en mikilvæg skref til bóta á kaupréttarkerfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki hér á landi. Það er mikilvægt fyrir framtíðarhagvöxt og áframhaldandi velsæld í íslensku samfélagi að huga stöðugt að öflugri umgjörð fyrir nýsköpun. Vel útfært kaupréttarkerfi og hagstætt skattalegt umhverfi geta þar skipt sköpum. Því skiptir máli að stjórnvöld stígi enn ákveðnari og stærri skref í þá átt að stuðla að skilvirku skattaumhverfi fyrir kauprétti nýsköpunarfyrirtækja. Nanna Elísa er viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði Samtaka iðnaðarins og Kolbrún er stofnandi Florealis, stjórnarmaður í Samtökum sprotafyrirtækja og fulltrúi í Vísinda- og nýsköpunarráði.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun