Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum er óskað eftir því að allir þeir sem urðu vitni að atvikinu setji sig í samband við lögreglu, eða þá ef þú býrð yfir upplýsingum um málið. Þar er fólk beðið um að setja sig í samband við lögreglustöðina á Ísafirði.
Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvers eðlis málið er, heldur einungis að maður hafi verið handtekinn eftir atvik sem kom upp fyrir utan Edinborgarhúsið á Ísafirði.