Útskýrir vinnubrögð lögreglunnar í handtökunni í Hveragerði Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 7. september 2023 19:36 Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir rannsóknarhagsmuni ástæðuna fyrir því að maður hafi ekki fengið að drekka eftir að hafa verið handtekinn. Vinnubrögð lögreglu hafa verið harðlega gagnrýnd vegna handtöku á fólki í Hveragerði af formanni ADHD-samtakanna, sem segir málið það ljótasta sem hann hafi heyrt um. Handtakan átti sér stað í fyrrakvöld vegna fíkniefnaaksturs þar sem að amfetamín fannst í blóði þeirra vegna ADHD lyfsins Elvanse. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi tjáði sig um vinnubrögð lögreglu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ef lögreglumenn sem eru í eftirliti verða þess áskynja að ökutæki sé ekki ekið líkt og umferðarlög segja til um þá hafa þeir afskipti af því. Og ef það kviknar grunur um að ökumaður sé ekki í ástandi til að aka hvort sem það sé áfengi, fíkniefni eða lyf, þá þarf að leiða það í ljós með rannsókn,“ segir Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem tekur fram að hann geti ekki tjáð sig um einstaka mál. Oddur útskýrir að ef grunur er um fíkniefni eða lyfjanotkun fólk í akstri þá sé það rannsakað með munnsýni. Það greini hvort einstaklingur hafi mögulega amfetamínskyld lyf eða fíkniefni, en greinir ekki á milli þeirra. „Þá þarf að taka blóðsýni og það segir hver efnin eru og hvort sé hægt að skýra það með lækningalegum skömmtum eða ekki,“ segir hann. Betra að bíða bara og vera viss Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru þau sem voru handtekin í fyrrakvöld. Þau hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu og vildu meina að þau hefðu verið niðurlægð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á meðal þess sem Valdimar gagnrýndi var að hann hefði ekki fengið vökva frá lögreglu eftir að hann hafði verið handtekinn. Aðspurður út í það segir Oddur að það væri gert vegna rannsóknarhagsmuna. „Þegar það er búið að handtaka mann og átt eftir að leiða fram þau sönnunargögn sem verið er að leita að þá þarf að vera ljóst hvað er í þeim vökva sem viðkomandi er að innbyrða og þá er betra að bíða bara og vera viss. Þetta er nú ekki langur tími sem að líður frá því að fólk er komið í hendur lögreglu í að það fær þær vistir sem það biður um,“ segir hann. „Búinn að heyra allt of margar svona sögur“ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, segir mál hjónanna ekki vera einsdæmi. „Ég er búinn að heyra allt of margar svona sögur síðustu þrjú ár. Misslæmar og tengjast öllum landshlutum. Verstu dæmin koma frá lögreglunni á Suðurlandi: Þa sem þessi hjón þurfa að ganga í gegnum er það allra allra versta sem ég hef nokkurn tímann heyrt af, hvernig sem litið er á það,“ segir Vilhjálmur. Hann segir fyrirmæli frá ríkissaksóknara valda því að lögreglumenn handtaki fólk sem keyrir eftir að hafa tekið ADHD-lyf sem innihalda amfetamínafleiður. Í þeim fyrirmælum kemur fram að meðhöndla eigi akstur þeirra á lyfjunum sem akstur undir áhrifum fíkniefna. „Ég ber mikla virðingu fyrir lögregluþjónum og það hafa margir haft samband við mig í öngum sínum yfir því að þurfa að fara eftir þessu. Það er einhver lítill hópur eins og þarna á Selfossi, líklegast ungir karlmenn, sem framkvæma þetta með offorsi og dónaskap,“ segir Vilhjálmur. Lögreglan Lögreglumál Hveragerði Lyf Geðheilbrigði ADHD Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
„Ef lögreglumenn sem eru í eftirliti verða þess áskynja að ökutæki sé ekki ekið líkt og umferðarlög segja til um þá hafa þeir afskipti af því. Og ef það kviknar grunur um að ökumaður sé ekki í ástandi til að aka hvort sem það sé áfengi, fíkniefni eða lyf, þá þarf að leiða það í ljós með rannsókn,“ segir Oddur Árnason, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sem tekur fram að hann geti ekki tjáð sig um einstaka mál. Oddur útskýrir að ef grunur er um fíkniefni eða lyfjanotkun fólk í akstri þá sé það rannsakað með munnsýni. Það greini hvort einstaklingur hafi mögulega amfetamínskyld lyf eða fíkniefni, en greinir ekki á milli þeirra. „Þá þarf að taka blóðsýni og það segir hver efnin eru og hvort sé hægt að skýra það með lækningalegum skömmtum eða ekki,“ segir hann. Betra að bíða bara og vera viss Hjónin Valdimar og Hanna María Randrup, íbúar í Hveragerði, voru þau sem voru handtekin í fyrrakvöld. Þau hafa gagnrýnt vinnubrögð lögreglu og vildu meina að þau hefðu verið niðurlægð. Hjónin sögðu sögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á meðal þess sem Valdimar gagnrýndi var að hann hefði ekki fengið vökva frá lögreglu eftir að hann hafði verið handtekinn. Aðspurður út í það segir Oddur að það væri gert vegna rannsóknarhagsmuna. „Þegar það er búið að handtaka mann og átt eftir að leiða fram þau sönnunargögn sem verið er að leita að þá þarf að vera ljóst hvað er í þeim vökva sem viðkomandi er að innbyrða og þá er betra að bíða bara og vera viss. Þetta er nú ekki langur tími sem að líður frá því að fólk er komið í hendur lögreglu í að það fær þær vistir sem það biður um,“ segir hann. „Búinn að heyra allt of margar svona sögur“ Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, segir mál hjónanna ekki vera einsdæmi. „Ég er búinn að heyra allt of margar svona sögur síðustu þrjú ár. Misslæmar og tengjast öllum landshlutum. Verstu dæmin koma frá lögreglunni á Suðurlandi: Þa sem þessi hjón þurfa að ganga í gegnum er það allra allra versta sem ég hef nokkurn tímann heyrt af, hvernig sem litið er á það,“ segir Vilhjálmur. Hann segir fyrirmæli frá ríkissaksóknara valda því að lögreglumenn handtaki fólk sem keyrir eftir að hafa tekið ADHD-lyf sem innihalda amfetamínafleiður. Í þeim fyrirmælum kemur fram að meðhöndla eigi akstur þeirra á lyfjunum sem akstur undir áhrifum fíkniefna. „Ég ber mikla virðingu fyrir lögregluþjónum og það hafa margir haft samband við mig í öngum sínum yfir því að þurfa að fara eftir þessu. Það er einhver lítill hópur eins og þarna á Selfossi, líklegast ungir karlmenn, sem framkvæma þetta með offorsi og dónaskap,“ segir Vilhjálmur.
Lögreglan Lögreglumál Hveragerði Lyf Geðheilbrigði ADHD Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira