Endurskoðaður grænni samgöngusáttmáli Hjálmar Sveinsson skrifar 7. september 2023 14:00 Borgir verða til vegna þess að fólk sækir í samskipti við annað fólk. Tilgangur borgarskipulags er að gera samskiptin greið og ánægjuleg. Samgöngur í borgum lúta sama tilgangi. Tilgangur þeirra er ekki að koma sem flestum bílum á milli staða, heldur að sem flest fólk komist til að hitta annað fólk og auðvitað að koma vörum milli staða. Maður er manns gaman. Forgangsstefna bílaumferðar Einkabílaumferðin sem hefur verið ríkjandi í borginni síðustu 40 árin, er óskilvirkur ferðamáti. Áhersla á einkabílinn hefur orðið til þess að almenningssamgöngum í Reykjavík hefur hnignað mikið undanfarin 50 til 60 ár. Árið 1961 var meðalfjöldi ferða íbúa í Strætó 238 á ári. Þrjátíu árum síðar, eða árið 1990 var meðalfjöldinn 75 á ári. Strætóferðunum hafði fækkað þrefalt og þær höfðu um leið lengst mikið. Árið 1970 voru farþegar með strætisvögnum Reykjavíkur í kringum 13 milljónir. Til að þjóna þeim voru eknir um 3,5 milljónir Árið 2000 voru farþegar með Strætó í kringum 7,5 milljónir og til að þjóna þeim voru eknir 5,5 kílómetrar. Farþegum fækkar, ferði lengjast. Þetta fyrirkomulag var auðvitað pólitísk ákvörðun. Aðalskipulag Reykjavíklur 1962 til 1983, bílaskipulagið svokallaða breytti Reykjavík - sem hafði verið lítil en þétt borg, með nokkuð öflugum almenningssamgöngur - í dreifða bílaborg. Öll áhesla var á gríðarlega viðmikið hraðbrautarkerfi Meðal annars í gegnum miðbæinn. Fjöldi gamalla timburhúsa var rifinn og til stóð að rífa enn fleiri. Allt varð að víkja fyrir bílnum. Forgangsstefna í bílanna hefur gert Reykjavík að einni mestu bílaborg í heimi, sé miðað við bílafjölda á íbúa og þá staðreynd að umferðarmannvirki í borginni þekja um 48% borgarlandsins. Það er fáheyrt í heiminum. Óralangar hægfara bílaraðir kvölds árdegis og síðdegis eru kennileiti bílaborganna. Vítahringur rofinn Það er langt síðan flestum varð ljóst að í óefni stefnir. Já, vítahring. Dreifingin mikla gerir fólk háð bílum og það skapar stöðugan þrýsing á meira pláss fyrir bíla sem ýtir svo undir meiri dreifingu sem kallar ám enn breiðari stofnbrautir og mislæg gatnamót. Óhjákvæmilegt er að rjúfa vítahringinn með því að stoppa úrþenslu byggðarinnar og taka upp forgangsstefnu skilvirkra, vistvænna samgangsmáta. Það er leiðarstefið í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2040 og Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 til 2040. Í fararbroddi hinnar nýju stefnu er öflugt og skilvirkt hraðvagnasamgöngukerfi á sérreinum sem við köllum Borgarlínu Samgöngusáttmáli Höfuðborgarsvæðisins er ávöxtur þessarar stefnu. Um hann hefur skapast breið þverpólitísk sátt. Það er út af fyrir sig afrek. Átök vegna fjármögnunar eru eðlileg. En það er grátbroslegt að um leið og kynnt er áætlun um framkvæmdir við ótal jarðgöng, jafnvel í mjög fámennum byggðum, tvöfalda þjóðvegi og tvíbreiðar brýr um allt land fyrir tæpa þúsund milljarða, þykir fámennum en háværum hópi það óðsmannsæði að gera jarðgöng í Reykjavík, smíða Fossvogsbrú, leggja Borgarlínu og þétt net hjólastígakerfis á höfuðborgarsvæðinu fyrir bara þriðjung af þessari upphæð. Á höfuðborgarsvæðinu búa tveirþriðju hlutar landsmanna og fjölgar hlutfallslega mjög hratt. Grænni sáttmáli Samgöngusáttmálinn er nú í endurskoðun. Það er eðlilegt. Að mínu mati er hann óþarflega grár. Alltof mikil áhersla á bílasamgöngukerfið. Sumt af því í mikilli óþökk íbúa í nærsamfélaginu. Dæmi um það er Arnarnesvegurinn. Hann sker byggðina í Efra-Breiðholti og Vatnsendahverfi frá útivistarsvæðum útmerkurinnar. Hann átti að kosta 2,2 milljarða en var boðinn út á 7,2 milljarða (samkvæmt ágætri grein fjármálaráðherra í Mogga í dag). Ég tel óhjákvæmilegt að græni hluti sáttmálans verði mun stærri en sá grái. Það er framtíðin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samgöngur Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Borgir verða til vegna þess að fólk sækir í samskipti við annað fólk. Tilgangur borgarskipulags er að gera samskiptin greið og ánægjuleg. Samgöngur í borgum lúta sama tilgangi. Tilgangur þeirra er ekki að koma sem flestum bílum á milli staða, heldur að sem flest fólk komist til að hitta annað fólk og auðvitað að koma vörum milli staða. Maður er manns gaman. Forgangsstefna bílaumferðar Einkabílaumferðin sem hefur verið ríkjandi í borginni síðustu 40 árin, er óskilvirkur ferðamáti. Áhersla á einkabílinn hefur orðið til þess að almenningssamgöngum í Reykjavík hefur hnignað mikið undanfarin 50 til 60 ár. Árið 1961 var meðalfjöldi ferða íbúa í Strætó 238 á ári. Þrjátíu árum síðar, eða árið 1990 var meðalfjöldinn 75 á ári. Strætóferðunum hafði fækkað þrefalt og þær höfðu um leið lengst mikið. Árið 1970 voru farþegar með strætisvögnum Reykjavíkur í kringum 13 milljónir. Til að þjóna þeim voru eknir um 3,5 milljónir Árið 2000 voru farþegar með Strætó í kringum 7,5 milljónir og til að þjóna þeim voru eknir 5,5 kílómetrar. Farþegum fækkar, ferði lengjast. Þetta fyrirkomulag var auðvitað pólitísk ákvörðun. Aðalskipulag Reykjavíklur 1962 til 1983, bílaskipulagið svokallaða breytti Reykjavík - sem hafði verið lítil en þétt borg, með nokkuð öflugum almenningssamgöngur - í dreifða bílaborg. Öll áhesla var á gríðarlega viðmikið hraðbrautarkerfi Meðal annars í gegnum miðbæinn. Fjöldi gamalla timburhúsa var rifinn og til stóð að rífa enn fleiri. Allt varð að víkja fyrir bílnum. Forgangsstefna í bílanna hefur gert Reykjavík að einni mestu bílaborg í heimi, sé miðað við bílafjölda á íbúa og þá staðreynd að umferðarmannvirki í borginni þekja um 48% borgarlandsins. Það er fáheyrt í heiminum. Óralangar hægfara bílaraðir kvölds árdegis og síðdegis eru kennileiti bílaborganna. Vítahringur rofinn Það er langt síðan flestum varð ljóst að í óefni stefnir. Já, vítahring. Dreifingin mikla gerir fólk háð bílum og það skapar stöðugan þrýsing á meira pláss fyrir bíla sem ýtir svo undir meiri dreifingu sem kallar ám enn breiðari stofnbrautir og mislæg gatnamót. Óhjákvæmilegt er að rjúfa vítahringinn með því að stoppa úrþenslu byggðarinnar og taka upp forgangsstefnu skilvirkra, vistvænna samgangsmáta. Það er leiðarstefið í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2040 og Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 til 2040. Í fararbroddi hinnar nýju stefnu er öflugt og skilvirkt hraðvagnasamgöngukerfi á sérreinum sem við köllum Borgarlínu Samgöngusáttmáli Höfuðborgarsvæðisins er ávöxtur þessarar stefnu. Um hann hefur skapast breið þverpólitísk sátt. Það er út af fyrir sig afrek. Átök vegna fjármögnunar eru eðlileg. En það er grátbroslegt að um leið og kynnt er áætlun um framkvæmdir við ótal jarðgöng, jafnvel í mjög fámennum byggðum, tvöfalda þjóðvegi og tvíbreiðar brýr um allt land fyrir tæpa þúsund milljarða, þykir fámennum en háværum hópi það óðsmannsæði að gera jarðgöng í Reykjavík, smíða Fossvogsbrú, leggja Borgarlínu og þétt net hjólastígakerfis á höfuðborgarsvæðinu fyrir bara þriðjung af þessari upphæð. Á höfuðborgarsvæðinu búa tveirþriðju hlutar landsmanna og fjölgar hlutfallslega mjög hratt. Grænni sáttmáli Samgöngusáttmálinn er nú í endurskoðun. Það er eðlilegt. Að mínu mati er hann óþarflega grár. Alltof mikil áhersla á bílasamgöngukerfið. Sumt af því í mikilli óþökk íbúa í nærsamfélaginu. Dæmi um það er Arnarnesvegurinn. Hann sker byggðina í Efra-Breiðholti og Vatnsendahverfi frá útivistarsvæðum útmerkurinnar. Hann átti að kosta 2,2 milljarða en var boðinn út á 7,2 milljarða (samkvæmt ágætri grein fjármálaráðherra í Mogga í dag). Ég tel óhjákvæmilegt að græni hluti sáttmálans verði mun stærri en sá grái. Það er framtíðin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun