Fékk rautt klukkutíma eftir leik fyrir að kalla dómara „helvítis hálfvita“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. september 2023 21:01 Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin. Vísir/Vilhelm Máli Halldórs Árnasonar aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla var vísað frá áfrýjunardómstóli KSÍ í dag. Halldór vildi fá leikbanni hnekkt eftir rautt spjald sem hann fékk eftir leik Breiðabliks og KA fyrir skömmu. Forsaga málsins er sú að KA og Breiðablik mættust í Bestu deild karla þann 13. ágúst síðastliðinn. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu auk þess sem Oliver Stefánsson leikmaður Breiðabliks var rekinn af leikvelli. KA jafnaði metin 1-1 úr vítaspyrnunni en það urðu lokatölur leiksins. Eftir leik fékk Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Blika síðan rautt spjald eftir orðaskipti við Elías Inga Árnason dómara leiksins. Orðaskiptin þeirra á milli áttu sér stað klukkustund eftir að leik lauk. Í skýrslu Elíasar til aga- og úrskurðanefndar segir svo um atvikið. „Eftir leik þegar dómarar leiks eru að fara út úr klefa sínum og ganga framhjá Halldór þá spyr Halldór hvort dómarar leiks hafi séð vítaspyrnuatvikið aftur, dómarar játa því og krefur Halldór þá dómara leiks um álit þeirra við video klippunni. Dómarar leiks segjast standa við sinn dóm, rautt og víti. Kallar Halldór þá dómara leiks „helvítis hálfvita“. Halldór fékk þá rautt spjald frá Elíasi og dæmdi aga- og úrskurðanefnd hann í eins leiks bann í kjölfarið. Búinn að taka út leikbannið Blikar og Halldór áfrýjuðu banninu með bréfi sem barst formanni áfrýjunardómstóls þann 17. ágúst. Í bréfi Blika kemur fram að í knattspyrnulögum komi fram að dómari hafi heimild til að sýna gul eða rauð spjöld „allt frá því að hann kemur inn á völlinn við upphaf leiks þar til leik er lokið, þ.m.t. í hálfleik og á meðan á framlengingu eða vítaspyrnukeppni stendur.“ Í bréfi þeirra kemur fram að dómarar hafi sjálfir staðfest í skýrslu sinni að ákvörðun þeirra hafi verið tekin eftir að þeir fóru út af vellinum eftir að leik lauk. Að þessu gefnu vildu Blikar meina að Elías Ingi hefði ekki haft heimild til að gefa Halldóri rautt spjald jafn löngu eftir að leik lauk og raun bar vitni. Hafi dómarar talið hegðun Halldórs ámælisverða hefðu þeir getað sent framkvæmdstjóra KSÍ tilkynningu þar um og hann þá vísað því eftir atvikum til aga- og úrskurðanefndar. Í dómi áfrýjunardómstólsins sem britist í dag segir að ljóst sé að áfrýjanda hafi sannanlega verið veitt brottvísun af dómara vegna atviksins eftir leik. Þá segir einnig að fyrir liggi að Halldór hafi þegar tekið út sjálfkrafa leikbann vegna brottvísunar og af þeim ástæðum sé það mat dómstólsins að hann hafi ekki lengur hagsmuni af því að dæmt sé í málinu. Málinu var því vísað frá áfrýjunardómstólnum og því ekki skorið úr um það hvort Elías Ingi hafi í raun haft vald til að sýna Halldóri rautt spjald. Dóm áfrýjunardómstólsins má lesa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik KSÍ Tengdar fréttir Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Forsaga málsins er sú að KA og Breiðablik mættust í Bestu deild karla þann 13. ágúst síðastliðinn. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu auk þess sem Oliver Stefánsson leikmaður Breiðabliks var rekinn af leikvelli. KA jafnaði metin 1-1 úr vítaspyrnunni en það urðu lokatölur leiksins. Eftir leik fékk Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Blika síðan rautt spjald eftir orðaskipti við Elías Inga Árnason dómara leiksins. Orðaskiptin þeirra á milli áttu sér stað klukkustund eftir að leik lauk. Í skýrslu Elíasar til aga- og úrskurðanefndar segir svo um atvikið. „Eftir leik þegar dómarar leiks eru að fara út úr klefa sínum og ganga framhjá Halldór þá spyr Halldór hvort dómarar leiks hafi séð vítaspyrnuatvikið aftur, dómarar játa því og krefur Halldór þá dómara leiks um álit þeirra við video klippunni. Dómarar leiks segjast standa við sinn dóm, rautt og víti. Kallar Halldór þá dómara leiks „helvítis hálfvita“. Halldór fékk þá rautt spjald frá Elíasi og dæmdi aga- og úrskurðanefnd hann í eins leiks bann í kjölfarið. Búinn að taka út leikbannið Blikar og Halldór áfrýjuðu banninu með bréfi sem barst formanni áfrýjunardómstóls þann 17. ágúst. Í bréfi Blika kemur fram að í knattspyrnulögum komi fram að dómari hafi heimild til að sýna gul eða rauð spjöld „allt frá því að hann kemur inn á völlinn við upphaf leiks þar til leik er lokið, þ.m.t. í hálfleik og á meðan á framlengingu eða vítaspyrnukeppni stendur.“ Í bréfi þeirra kemur fram að dómarar hafi sjálfir staðfest í skýrslu sinni að ákvörðun þeirra hafi verið tekin eftir að þeir fóru út af vellinum eftir að leik lauk. Að þessu gefnu vildu Blikar meina að Elías Ingi hefði ekki haft heimild til að gefa Halldóri rautt spjald jafn löngu eftir að leik lauk og raun bar vitni. Hafi dómarar talið hegðun Halldórs ámælisverða hefðu þeir getað sent framkvæmdstjóra KSÍ tilkynningu þar um og hann þá vísað því eftir atvikum til aga- og úrskurðanefndar. Í dómi áfrýjunardómstólsins sem britist í dag segir að ljóst sé að áfrýjanda hafi sannanlega verið veitt brottvísun af dómara vegna atviksins eftir leik. Þá segir einnig að fyrir liggi að Halldór hafi þegar tekið út sjálfkrafa leikbann vegna brottvísunar og af þeim ástæðum sé það mat dómstólsins að hann hafi ekki lengur hagsmuni af því að dæmt sé í málinu. Málinu var því vísað frá áfrýjunardómstólnum og því ekki skorið úr um það hvort Elías Ingi hafi í raun haft vald til að sýna Halldóri rautt spjald. Dóm áfrýjunardómstólsins má lesa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik KSÍ Tengdar fréttir Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51 Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51