Fékk rautt klukkutíma eftir leik fyrir að kalla dómara „helvítis hálfvita“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. september 2023 21:01 Halldór Árnason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræða málin. Vísir/Vilhelm Máli Halldórs Árnasonar aðstoðarþjálfara Breiðabliks í Bestu deild karla var vísað frá áfrýjunardómstóli KSÍ í dag. Halldór vildi fá leikbanni hnekkt eftir rautt spjald sem hann fékk eftir leik Breiðabliks og KA fyrir skömmu. Forsaga málsins er sú að KA og Breiðablik mættust í Bestu deild karla þann 13. ágúst síðastliðinn. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu auk þess sem Oliver Stefánsson leikmaður Breiðabliks var rekinn af leikvelli. KA jafnaði metin 1-1 úr vítaspyrnunni en það urðu lokatölur leiksins. Eftir leik fékk Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Blika síðan rautt spjald eftir orðaskipti við Elías Inga Árnason dómara leiksins. Orðaskiptin þeirra á milli áttu sér stað klukkustund eftir að leik lauk. Í skýrslu Elíasar til aga- og úrskurðanefndar segir svo um atvikið. „Eftir leik þegar dómarar leiks eru að fara út úr klefa sínum og ganga framhjá Halldór þá spyr Halldór hvort dómarar leiks hafi séð vítaspyrnuatvikið aftur, dómarar játa því og krefur Halldór þá dómara leiks um álit þeirra við video klippunni. Dómarar leiks segjast standa við sinn dóm, rautt og víti. Kallar Halldór þá dómara leiks „helvítis hálfvita“. Halldór fékk þá rautt spjald frá Elíasi og dæmdi aga- og úrskurðanefnd hann í eins leiks bann í kjölfarið. Búinn að taka út leikbannið Blikar og Halldór áfrýjuðu banninu með bréfi sem barst formanni áfrýjunardómstóls þann 17. ágúst. Í bréfi Blika kemur fram að í knattspyrnulögum komi fram að dómari hafi heimild til að sýna gul eða rauð spjöld „allt frá því að hann kemur inn á völlinn við upphaf leiks þar til leik er lokið, þ.m.t. í hálfleik og á meðan á framlengingu eða vítaspyrnukeppni stendur.“ Í bréfi þeirra kemur fram að dómarar hafi sjálfir staðfest í skýrslu sinni að ákvörðun þeirra hafi verið tekin eftir að þeir fóru út af vellinum eftir að leik lauk. Að þessu gefnu vildu Blikar meina að Elías Ingi hefði ekki haft heimild til að gefa Halldóri rautt spjald jafn löngu eftir að leik lauk og raun bar vitni. Hafi dómarar talið hegðun Halldórs ámælisverða hefðu þeir getað sent framkvæmdstjóra KSÍ tilkynningu þar um og hann þá vísað því eftir atvikum til aga- og úrskurðanefndar. Í dómi áfrýjunardómstólsins sem britist í dag segir að ljóst sé að áfrýjanda hafi sannanlega verið veitt brottvísun af dómara vegna atviksins eftir leik. Þá segir einnig að fyrir liggi að Halldór hafi þegar tekið út sjálfkrafa leikbann vegna brottvísunar og af þeim ástæðum sé það mat dómstólsins að hann hafi ekki lengur hagsmuni af því að dæmt sé í málinu. Málinu var því vísað frá áfrýjunardómstólnum og því ekki skorið úr um það hvort Elías Ingi hafi í raun haft vald til að sýna Halldóri rautt spjald. Dóm áfrýjunardómstólsins má lesa hér. Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik KSÍ Tengdar fréttir Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Forsaga málsins er sú að KA og Breiðablik mættust í Bestu deild karla þann 13. ágúst síðastliðinn. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KA vítaspyrnu auk þess sem Oliver Stefánsson leikmaður Breiðabliks var rekinn af leikvelli. KA jafnaði metin 1-1 úr vítaspyrnunni en það urðu lokatölur leiksins. Eftir leik fékk Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Blika síðan rautt spjald eftir orðaskipti við Elías Inga Árnason dómara leiksins. Orðaskiptin þeirra á milli áttu sér stað klukkustund eftir að leik lauk. Í skýrslu Elíasar til aga- og úrskurðanefndar segir svo um atvikið. „Eftir leik þegar dómarar leiks eru að fara út úr klefa sínum og ganga framhjá Halldór þá spyr Halldór hvort dómarar leiks hafi séð vítaspyrnuatvikið aftur, dómarar játa því og krefur Halldór þá dómara leiks um álit þeirra við video klippunni. Dómarar leiks segjast standa við sinn dóm, rautt og víti. Kallar Halldór þá dómara leiks „helvítis hálfvita“. Halldór fékk þá rautt spjald frá Elíasi og dæmdi aga- og úrskurðanefnd hann í eins leiks bann í kjölfarið. Búinn að taka út leikbannið Blikar og Halldór áfrýjuðu banninu með bréfi sem barst formanni áfrýjunardómstóls þann 17. ágúst. Í bréfi Blika kemur fram að í knattspyrnulögum komi fram að dómari hafi heimild til að sýna gul eða rauð spjöld „allt frá því að hann kemur inn á völlinn við upphaf leiks þar til leik er lokið, þ.m.t. í hálfleik og á meðan á framlengingu eða vítaspyrnukeppni stendur.“ Í bréfi þeirra kemur fram að dómarar hafi sjálfir staðfest í skýrslu sinni að ákvörðun þeirra hafi verið tekin eftir að þeir fóru út af vellinum eftir að leik lauk. Að þessu gefnu vildu Blikar meina að Elías Ingi hefði ekki haft heimild til að gefa Halldóri rautt spjald jafn löngu eftir að leik lauk og raun bar vitni. Hafi dómarar talið hegðun Halldórs ámælisverða hefðu þeir getað sent framkvæmdstjóra KSÍ tilkynningu þar um og hann þá vísað því eftir atvikum til aga- og úrskurðanefndar. Í dómi áfrýjunardómstólsins sem britist í dag segir að ljóst sé að áfrýjanda hafi sannanlega verið veitt brottvísun af dómara vegna atviksins eftir leik. Þá segir einnig að fyrir liggi að Halldór hafi þegar tekið út sjálfkrafa leikbann vegna brottvísunar og af þeim ástæðum sé það mat dómstólsins að hann hafi ekki lengur hagsmuni af því að dæmt sé í málinu. Málinu var því vísað frá áfrýjunardómstólnum og því ekki skorið úr um það hvort Elías Ingi hafi í raun haft vald til að sýna Halldóri rautt spjald. Dóm áfrýjunardómstólsins má lesa hér.
Besta deild karla Íslenski boltinn Breiðablik KSÍ Tengdar fréttir Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Blikar sektaðir fyrir „óásættanlega framkomu“ fyrir leikinn gegn Víkingum Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta knattspyrnudeild Breiðabliks um eitt hundrað þúsund krónur vegna framkomu karlaliðs félagsins fyrir leik liðsins gegn Víkingi Reykjavík í Bestu deild karla á dögunum. 6. september 2023 16:51