„Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla“ Oddur Ævar Gunnarsson og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 6. september 2023 16:36 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Jón Gunnarsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru sammála um að verðbólgan yrði fyrirferðarmikil á Alþingi í haust. Vísir/Arnar Efnahagsmál og verðbólga verða meðal þess sem verður meðal fyrirferðarmestu viðfangsefna á Alþingi á þeim þingvetri sem er framundan. Þing kemur saman í næstu viku. Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar mættu þau Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata. Deilt um ábyrgð á verðbólgu „Hitamálið ætti að vera hvernig við bregðumst við þessari gríðarlegu verðbólgu sem er að leika landsmenn mjög grátt og hvernig við tökum í taumana þannig að lífskjör verði bærilegri en þau eru akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa setið sem slíkur í tíu ár og eigi þannig stóran þátt í því efnahagsástandi sem nú ríki. Hann hafi hins vegar sagt að það sé ekki sitt hlutverk að bregðast við verðbólgu, heldur Seðlabankans. „Á ég að svara þessu skítkasti?“ svaraði Jón þegar hann var spurður hver yrðu stærstu málin á þingi í haust. Hann sagði það af og frá að ríkisstjórnin væri að bregðast skyldum sínum í að vinna gegn verðbólgu. „Það verður stóra verkefnið í vetur. Fjármálaráðherra hefur þar verið í broddi fylkingar og kynnt samdrátt í ríkisrekstri, þar er um að ræða samtals 25 milljarða þar sem menn ætla að draga úr umsvifum. Það er gert því hér er gríðarleg þensla á vinnumarkaði og í hagkerfi, vegna góðs gengis í atvinnulífinu, sérstaklega ferðaþjónustunni.“ Þorgerður tók í svipaðan streng og Þórhildur og Jón. Baráttan gegn verðbólgunni yrði eitt af stærstu málunum í haust. Áhyggjuefni sé að heimilin standi nú í þungum róðri þar sem margar nauðsynjavörur hafi hækkað um tugi prósenta í verði. „Við erum að tala um fjórtán stýrihækkanir í röð. Allt er það eitthvað sem bitnar á heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við þurfum líka að ræða halla ríkissjóðs,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði áhyggjuefni að ríkisstjórnin hefði ekki getað veitt ríkissáttasemjara auknar heimildir til að stíga inn í kjaradeilur í aðdraganda veturs. Jón sagði að sér hefði fundist ræða Þórhildar Sunnu ein sú ruglingslegast sem hann hefur setið undir.Vísir/Arnar Vanti alla samstöðu í ríkisstjórnina Þær Þórhildur Sunna og Þorgerður voru sammála um það að ekki væri næg samstaða í ríkisstjórninni til þess að takast á við erfiðar áskoranir í efnahagsmálum. Þórhildur Sunna sagði verðbólguna vera heimatilbúinn vanda. „Það þarf til dæmis að fara í mjög skipulagða og targetaða skattlagningu til þess að takast á við þessa þenslu. Mikið til af þessari verðbólgu hefur með verðhækkanir að gera sem eiga ekkert endilega innistæðu. Mjög mikið af þessu er líka út af aðgerðum sem ríkisstjórnin fór sjálf í Covid, þar sem hún er að dæla peningum inn í eftrspurnarhliðina á húsnæðismarkaðnum en gerði ekki neitt til þess að hjálpa til við framboðið, allavega sem nokkru nemi.“ Jón sagði þetta hafa verið ruglingslegustu ræðu sem hann hafi þurft að sitja undir. Mikilvægt væri að átta sig á því að sú staða sem uppi væri í efnahagsmálum væri rakin til þess að hér væri allt á fullu. Hagvöxtur mikill, atvinnuleysi ekkert og meiri kaupmáttar aukning heldur en hefði þekkst nokkurs staðar annars staðar og vanskil ekki minni í áratug. „Svo koma hér einhverjar dómdagsspár eins og Þórhildur Sunna var hér með um að allt væri að fara til fjandans. Hún vill svara þessu með skattahækkunum og með því að banna hótelbyggingar.“ Skaut þá Þórhildur Sunna inn í: „Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla svona, í alvöru talað.“ Sagðist Jón mögulega hafa misskilið hana en hún sagði hann einfaldlega hafa ætlað sér að búa til strámann. Alþingi Efnahagsmál Píratar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Byggingariðnaður Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Pallborðinu á Vísi. Þar mættu þau Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður þingflokks Pírata. Deilt um ábyrgð á verðbólgu „Hitamálið ætti að vera hvernig við bregðumst við þessari gríðarlegu verðbólgu sem er að leika landsmenn mjög grátt og hvernig við tökum í taumana þannig að lífskjör verði bærilegri en þau eru akkúrat núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Hún sagði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, hafa setið sem slíkur í tíu ár og eigi þannig stóran þátt í því efnahagsástandi sem nú ríki. Hann hafi hins vegar sagt að það sé ekki sitt hlutverk að bregðast við verðbólgu, heldur Seðlabankans. „Á ég að svara þessu skítkasti?“ svaraði Jón þegar hann var spurður hver yrðu stærstu málin á þingi í haust. Hann sagði það af og frá að ríkisstjórnin væri að bregðast skyldum sínum í að vinna gegn verðbólgu. „Það verður stóra verkefnið í vetur. Fjármálaráðherra hefur þar verið í broddi fylkingar og kynnt samdrátt í ríkisrekstri, þar er um að ræða samtals 25 milljarða þar sem menn ætla að draga úr umsvifum. Það er gert því hér er gríðarleg þensla á vinnumarkaði og í hagkerfi, vegna góðs gengis í atvinnulífinu, sérstaklega ferðaþjónustunni.“ Þorgerður tók í svipaðan streng og Þórhildur og Jón. Baráttan gegn verðbólgunni yrði eitt af stærstu málunum í haust. Áhyggjuefni sé að heimilin standi nú í þungum róðri þar sem margar nauðsynjavörur hafi hækkað um tugi prósenta í verði. „Við erum að tala um fjórtán stýrihækkanir í röð. Allt er það eitthvað sem bitnar á heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Við þurfum líka að ræða halla ríkissjóðs,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði áhyggjuefni að ríkisstjórnin hefði ekki getað veitt ríkissáttasemjara auknar heimildir til að stíga inn í kjaradeilur í aðdraganda veturs. Jón sagði að sér hefði fundist ræða Þórhildar Sunnu ein sú ruglingslegast sem hann hefur setið undir.Vísir/Arnar Vanti alla samstöðu í ríkisstjórnina Þær Þórhildur Sunna og Þorgerður voru sammála um það að ekki væri næg samstaða í ríkisstjórninni til þess að takast á við erfiðar áskoranir í efnahagsmálum. Þórhildur Sunna sagði verðbólguna vera heimatilbúinn vanda. „Það þarf til dæmis að fara í mjög skipulagða og targetaða skattlagningu til þess að takast á við þessa þenslu. Mikið til af þessari verðbólgu hefur með verðhækkanir að gera sem eiga ekkert endilega innistæðu. Mjög mikið af þessu er líka út af aðgerðum sem ríkisstjórnin fór sjálf í Covid, þar sem hún er að dæla peningum inn í eftrspurnarhliðina á húsnæðismarkaðnum en gerði ekki neitt til þess að hjálpa til við framboðið, allavega sem nokkru nemi.“ Jón sagði þetta hafa verið ruglingslegustu ræðu sem hann hafi þurft að sitja undir. Mikilvægt væri að átta sig á því að sú staða sem uppi væri í efnahagsmálum væri rakin til þess að hér væri allt á fullu. Hagvöxtur mikill, atvinnuleysi ekkert og meiri kaupmáttar aukning heldur en hefði þekkst nokkurs staðar annars staðar og vanskil ekki minni í áratug. „Svo koma hér einhverjar dómdagsspár eins og Þórhildur Sunna var hér með um að allt væri að fara til fjandans. Hún vill svara þessu með skattahækkunum og með því að banna hótelbyggingar.“ Skaut þá Þórhildur Sunna inn í: „Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla svona, í alvöru talað.“ Sagðist Jón mögulega hafa misskilið hana en hún sagði hann einfaldlega hafa ætlað sér að búa til strámann.
Alþingi Efnahagsmál Píratar Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Byggingariðnaður Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira