Gengið frá sölunni á Icelandic Glacial en feðgarnir áfram í stjórn Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2023 13:48 Jón Ólafsson, stonandi Icelandic Glacial, verður sérstakur sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. Gengið hefur verið frá kaupum hóps erlendra fjárfesta á nýju hlutafé í Icelandic Water Holdings þannig að hann eignist meirihluta í félaginu. Með kaupunum eykst eigið fé félagsins verulega. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að samhliða hafi núverandi hluthafar, meðal annars sjóðir í stýringu bandaríska fjárfestingarfélagsins BlackRock og þeir Jón Ólafsson og Kristján Jónsson, keypt hluti í félaginu með skuldbreytingu lána og viðbótarfjárfestingu. Alþjóðlegur fjárfestingarsjóður í Lichtenstein, Iceland Star Property Ltd., hafði milligöngu um kaupin. Í tilkynningunni segir að feðgarnir, þeir Jón og Kristján, muni áfram eiga umtalsverðan hlut í IWH, sem á meðal annars dótturfélagið og vörumerkið Icelandic Glacial. Þeir munu setjast í nýja stjórn félagsins og mun Jón jafnframt starfa sem sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. „Með þessari miklu fjárhagslegu styrkingu er grunnur lagður að aukinni starfsemi í verksmiðju félagsins í Ölfusi og mikilli sókn vörumerkisins á alþjóðlegum drykkjarvatnsmarkaði. Um leið leggur Icelandic Glacial lóð á vogarskálar þeirrar umhverfisvænu matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hyggst byggja upp í náinni framtíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynnt í síðasta mánuði Sagt var frá því að til stæði að selja félagið í byrjun ágústmánaðar og að gengið yrði frá kaupunum síðar sama mánuði. Nokkur dráttur varð þó á því að ganga frá samningum. Í tilkynningunni er haft eftir Jóni Ólafssyni að þetta sé afar stór og kærkominn áfangi í starfseminni og að það sé sérstaklega ánægjulegt að fá þennan stóra hóp fjárfesta víða að úr heiminum í gegnum Iceland Star Property. „Starfsemin hefur ekki einungis verið fest í sessi til framtíðar heldur er eigendahópurinn samstíga um að bæta vindi í seglin og verja verulegum fjármunum í annars vegar aukin umsvif framleiðslunnar og hins vegar öfluga sókn í markaðsfærslunni víða um heim. Ég er afar stoltur af þeim stað sem starfsemi okkar er komin á með þessari nýju fjárfestingu,“ er haft eftir Jóni. Fest sig í sessi Nýr stjórnarformaður, Johan Dennelind frá Svíþjóð, er reyndur stjórnandi og ráðgjafi og hefur m.a. gegnt forstjórastarfi hjá alþjóðlega fjarskiptafélaginu Telia. „Þetta er afar áhugavert verkefni fyrir mig að takast á við,“ segir Dennelind. „Félagið hefur þróast úr því að vera spennandi sprotafyrirtæki yfir í að hafa fest sig í sessi á meðal stærstu vatnsvörumerkja heims og nú er tækifæri til að auka söluna á alþjóðamarkaði,“ er haft eftir nýja stjórnarformanninum. Kaup og sala fyrirtækja Vatn Ölfus Tengdar fréttir Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14 Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að samhliða hafi núverandi hluthafar, meðal annars sjóðir í stýringu bandaríska fjárfestingarfélagsins BlackRock og þeir Jón Ólafsson og Kristján Jónsson, keypt hluti í félaginu með skuldbreytingu lána og viðbótarfjárfestingu. Alþjóðlegur fjárfestingarsjóður í Lichtenstein, Iceland Star Property Ltd., hafði milligöngu um kaupin. Í tilkynningunni segir að feðgarnir, þeir Jón og Kristján, muni áfram eiga umtalsverðan hlut í IWH, sem á meðal annars dótturfélagið og vörumerkið Icelandic Glacial. Þeir munu setjast í nýja stjórn félagsins og mun Jón jafnframt starfa sem sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. „Með þessari miklu fjárhagslegu styrkingu er grunnur lagður að aukinni starfsemi í verksmiðju félagsins í Ölfusi og mikilli sókn vörumerkisins á alþjóðlegum drykkjarvatnsmarkaði. Um leið leggur Icelandic Glacial lóð á vogarskálar þeirrar umhverfisvænu matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hyggst byggja upp í náinni framtíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynnt í síðasta mánuði Sagt var frá því að til stæði að selja félagið í byrjun ágústmánaðar og að gengið yrði frá kaupunum síðar sama mánuði. Nokkur dráttur varð þó á því að ganga frá samningum. Í tilkynningunni er haft eftir Jóni Ólafssyni að þetta sé afar stór og kærkominn áfangi í starfseminni og að það sé sérstaklega ánægjulegt að fá þennan stóra hóp fjárfesta víða að úr heiminum í gegnum Iceland Star Property. „Starfsemin hefur ekki einungis verið fest í sessi til framtíðar heldur er eigendahópurinn samstíga um að bæta vindi í seglin og verja verulegum fjármunum í annars vegar aukin umsvif framleiðslunnar og hins vegar öfluga sókn í markaðsfærslunni víða um heim. Ég er afar stoltur af þeim stað sem starfsemi okkar er komin á með þessari nýju fjárfestingu,“ er haft eftir Jóni. Fest sig í sessi Nýr stjórnarformaður, Johan Dennelind frá Svíþjóð, er reyndur stjórnandi og ráðgjafi og hefur m.a. gegnt forstjórastarfi hjá alþjóðlega fjarskiptafélaginu Telia. „Þetta er afar áhugavert verkefni fyrir mig að takast á við,“ segir Dennelind. „Félagið hefur þróast úr því að vera spennandi sprotafyrirtæki yfir í að hafa fest sig í sessi á meðal stærstu vatnsvörumerkja heims og nú er tækifæri til að auka söluna á alþjóðamarkaði,“ er haft eftir nýja stjórnarformanninum.
Kaup og sala fyrirtækja Vatn Ölfus Tengdar fréttir Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14 Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14
Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45