Gengið frá sölunni á Icelandic Glacial en feðgarnir áfram í stjórn Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2023 13:48 Jón Ólafsson, stonandi Icelandic Glacial, verður sérstakur sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. Gengið hefur verið frá kaupum hóps erlendra fjárfesta á nýju hlutafé í Icelandic Water Holdings þannig að hann eignist meirihluta í félaginu. Með kaupunum eykst eigið fé félagsins verulega. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að samhliða hafi núverandi hluthafar, meðal annars sjóðir í stýringu bandaríska fjárfestingarfélagsins BlackRock og þeir Jón Ólafsson og Kristján Jónsson, keypt hluti í félaginu með skuldbreytingu lána og viðbótarfjárfestingu. Alþjóðlegur fjárfestingarsjóður í Lichtenstein, Iceland Star Property Ltd., hafði milligöngu um kaupin. Í tilkynningunni segir að feðgarnir, þeir Jón og Kristján, muni áfram eiga umtalsverðan hlut í IWH, sem á meðal annars dótturfélagið og vörumerkið Icelandic Glacial. Þeir munu setjast í nýja stjórn félagsins og mun Jón jafnframt starfa sem sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. „Með þessari miklu fjárhagslegu styrkingu er grunnur lagður að aukinni starfsemi í verksmiðju félagsins í Ölfusi og mikilli sókn vörumerkisins á alþjóðlegum drykkjarvatnsmarkaði. Um leið leggur Icelandic Glacial lóð á vogarskálar þeirrar umhverfisvænu matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hyggst byggja upp í náinni framtíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynnt í síðasta mánuði Sagt var frá því að til stæði að selja félagið í byrjun ágústmánaðar og að gengið yrði frá kaupunum síðar sama mánuði. Nokkur dráttur varð þó á því að ganga frá samningum. Í tilkynningunni er haft eftir Jóni Ólafssyni að þetta sé afar stór og kærkominn áfangi í starfseminni og að það sé sérstaklega ánægjulegt að fá þennan stóra hóp fjárfesta víða að úr heiminum í gegnum Iceland Star Property. „Starfsemin hefur ekki einungis verið fest í sessi til framtíðar heldur er eigendahópurinn samstíga um að bæta vindi í seglin og verja verulegum fjármunum í annars vegar aukin umsvif framleiðslunnar og hins vegar öfluga sókn í markaðsfærslunni víða um heim. Ég er afar stoltur af þeim stað sem starfsemi okkar er komin á með þessari nýju fjárfestingu,“ er haft eftir Jóni. Fest sig í sessi Nýr stjórnarformaður, Johan Dennelind frá Svíþjóð, er reyndur stjórnandi og ráðgjafi og hefur m.a. gegnt forstjórastarfi hjá alþjóðlega fjarskiptafélaginu Telia. „Þetta er afar áhugavert verkefni fyrir mig að takast á við,“ segir Dennelind. „Félagið hefur þróast úr því að vera spennandi sprotafyrirtæki yfir í að hafa fest sig í sessi á meðal stærstu vatnsvörumerkja heims og nú er tækifæri til að auka söluna á alþjóðamarkaði,“ er haft eftir nýja stjórnarformanninum. Kaup og sala fyrirtækja Vatn Ölfus Tengdar fréttir Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14 Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að samhliða hafi núverandi hluthafar, meðal annars sjóðir í stýringu bandaríska fjárfestingarfélagsins BlackRock og þeir Jón Ólafsson og Kristján Jónsson, keypt hluti í félaginu með skuldbreytingu lána og viðbótarfjárfestingu. Alþjóðlegur fjárfestingarsjóður í Lichtenstein, Iceland Star Property Ltd., hafði milligöngu um kaupin. Í tilkynningunni segir að feðgarnir, þeir Jón og Kristján, muni áfram eiga umtalsverðan hlut í IWH, sem á meðal annars dótturfélagið og vörumerkið Icelandic Glacial. Þeir munu setjast í nýja stjórn félagsins og mun Jón jafnframt starfa sem sendiherra vörumerkisins á heimsmarkaði. „Með þessari miklu fjárhagslegu styrkingu er grunnur lagður að aukinni starfsemi í verksmiðju félagsins í Ölfusi og mikilli sókn vörumerkisins á alþjóðlegum drykkjarvatnsmarkaði. Um leið leggur Icelandic Glacial lóð á vogarskálar þeirrar umhverfisvænu matvælaframleiðslu sem sveitarfélagið hyggst byggja upp í náinni framtíð,“ segir í tilkynningunni. Tilkynnt í síðasta mánuði Sagt var frá því að til stæði að selja félagið í byrjun ágústmánaðar og að gengið yrði frá kaupunum síðar sama mánuði. Nokkur dráttur varð þó á því að ganga frá samningum. Í tilkynningunni er haft eftir Jóni Ólafssyni að þetta sé afar stór og kærkominn áfangi í starfseminni og að það sé sérstaklega ánægjulegt að fá þennan stóra hóp fjárfesta víða að úr heiminum í gegnum Iceland Star Property. „Starfsemin hefur ekki einungis verið fest í sessi til framtíðar heldur er eigendahópurinn samstíga um að bæta vindi í seglin og verja verulegum fjármunum í annars vegar aukin umsvif framleiðslunnar og hins vegar öfluga sókn í markaðsfærslunni víða um heim. Ég er afar stoltur af þeim stað sem starfsemi okkar er komin á með þessari nýju fjárfestingu,“ er haft eftir Jóni. Fest sig í sessi Nýr stjórnarformaður, Johan Dennelind frá Svíþjóð, er reyndur stjórnandi og ráðgjafi og hefur m.a. gegnt forstjórastarfi hjá alþjóðlega fjarskiptafélaginu Telia. „Þetta er afar áhugavert verkefni fyrir mig að takast á við,“ segir Dennelind. „Félagið hefur þróast úr því að vera spennandi sprotafyrirtæki yfir í að hafa fest sig í sessi á meðal stærstu vatnsvörumerkja heims og nú er tækifæri til að auka söluna á alþjóðamarkaði,“ er haft eftir nýja stjórnarformanninum.
Kaup og sala fyrirtækja Vatn Ölfus Tengdar fréttir Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14 Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Íslenska vatnið selt erlendum fjárfestum Athafnamennirnir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson hafa selt stóran hlut í Icelandic Water Holdings til erlendra fjárfesta. Búið er að undirrita kaupsamninga en gengið verður frá kaupunum 22. ágúst næstkomandi. 11. ágúst 2023 07:14
Verður forstjóri Icelandic Water Holdings Reza Mirza, forstjóri Icelandic Glacial í Bandaríkjunum, hefur verið gerður að forstjóra samstæðunnar Icelandic Water Holdings. 8. september 2022 08:45