Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2023 11:44 Krista Sól Guðjónsdóttir, forseti skólafélags MA, segir nemendur slegna yfir fyrirhugaðri sameiningu skólans og VMA. Boðað hefur verið til mótmæla á Ráðhústorgi Akureyrar klukkan 13:45 í dag. Vísir/vilhelm/MA Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra lagði leið sína til Akureyrar í gær og kynnti þar tillögur svokallaðs stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna. Hópurinn leggur til að framhaldsskólarnir tveir í bænum, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri, verði sameinaðir. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir nemendur slegna. „Viðbrögð okkar voru auðvitað bara mikið sjokk, við fengum lítinn sem engan fyrirvara fyrir fundinum. Þetta var keyrt í gegn með einhverri leynd,“ segir Krista. „Það sem við heyrðum frá nemendum var það að þau væru virkilega ósátt við þetta. Þar sem ráðherra, eftir að smá pressa var sett á hann, sagði að það væri í raun ekki verið að skoða þetta. Það væri bara búið að ákveða þetta.“ 96 prósent mótfallin sameiningu Krista segir það ótækt, fari svo að aðeins einn framhaldsskóli standi ungmennum Akureyrar til boða í framtíðinni. „Auk þess sem MA er auðvitað skóli sem er með mikið af rótgrónum hefðum siðum og menningu, sem við erum mjög hrædd um að muni glatast ef skólarnir sameinast.“ Í óformlegri könnun stjórnarinnar, þar sem 294 af 570 nemendum MA hafa greitt atkvæði, eru 96 prósent þeirra mótfallin sameiningu. Krista og félagar hafa enn fremur boðað til mótmæla klukkan korter í tvö í dag á Ráðhústorgi Akureyrar. „Við erum auðvitað að taka á okkur skróp í tíma fyrir þetta, þannig að það kemur í ljós hversu góð mætingin verður en við munum í rauninni hringja á sal klukkan 13:30 og þaðan munum við marsera saman niður á Ráðhústorg.“ Stjórn nemendafélags VMA virðist þó ekki jafnafgerandi í afstöðu sinni til sameiningar. Upplifun Kristu eftir fundinn í gær er að þeim sé nokkuð sama um málið. Framhaldsskólar Akureyri Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. 5. september 2023 15:14 „Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. 4. september 2023 22:16 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra lagði leið sína til Akureyrar í gær og kynnti þar tillögur svokallaðs stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna. Hópurinn leggur til að framhaldsskólarnir tveir í bænum, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri, verði sameinaðir. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir nemendur slegna. „Viðbrögð okkar voru auðvitað bara mikið sjokk, við fengum lítinn sem engan fyrirvara fyrir fundinum. Þetta var keyrt í gegn með einhverri leynd,“ segir Krista. „Það sem við heyrðum frá nemendum var það að þau væru virkilega ósátt við þetta. Þar sem ráðherra, eftir að smá pressa var sett á hann, sagði að það væri í raun ekki verið að skoða þetta. Það væri bara búið að ákveða þetta.“ 96 prósent mótfallin sameiningu Krista segir það ótækt, fari svo að aðeins einn framhaldsskóli standi ungmennum Akureyrar til boða í framtíðinni. „Auk þess sem MA er auðvitað skóli sem er með mikið af rótgrónum hefðum siðum og menningu, sem við erum mjög hrædd um að muni glatast ef skólarnir sameinast.“ Í óformlegri könnun stjórnarinnar, þar sem 294 af 570 nemendum MA hafa greitt atkvæði, eru 96 prósent þeirra mótfallin sameiningu. Krista og félagar hafa enn fremur boðað til mótmæla klukkan korter í tvö í dag á Ráðhústorgi Akureyrar. „Við erum auðvitað að taka á okkur skróp í tíma fyrir þetta, þannig að það kemur í ljós hversu góð mætingin verður en við munum í rauninni hringja á sal klukkan 13:30 og þaðan munum við marsera saman niður á Ráðhústorg.“ Stjórn nemendafélags VMA virðist þó ekki jafnafgerandi í afstöðu sinni til sameiningar. Upplifun Kristu eftir fundinn í gær er að þeim sé nokkuð sama um málið.
Framhaldsskólar Akureyri Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. 5. september 2023 15:14 „Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. 4. september 2023 22:16 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45
Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. 5. september 2023 15:14
„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. 4. september 2023 22:16