Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2023 11:44 Krista Sól Guðjónsdóttir, forseti skólafélags MA, segir nemendur slegna yfir fyrirhugaðri sameiningu skólans og VMA. Boðað hefur verið til mótmæla á Ráðhústorgi Akureyrar klukkan 13:45 í dag. Vísir/vilhelm/MA Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra lagði leið sína til Akureyrar í gær og kynnti þar tillögur svokallaðs stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna. Hópurinn leggur til að framhaldsskólarnir tveir í bænum, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri, verði sameinaðir. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir nemendur slegna. „Viðbrögð okkar voru auðvitað bara mikið sjokk, við fengum lítinn sem engan fyrirvara fyrir fundinum. Þetta var keyrt í gegn með einhverri leynd,“ segir Krista. „Það sem við heyrðum frá nemendum var það að þau væru virkilega ósátt við þetta. Þar sem ráðherra, eftir að smá pressa var sett á hann, sagði að það væri í raun ekki verið að skoða þetta. Það væri bara búið að ákveða þetta.“ 96 prósent mótfallin sameiningu Krista segir það ótækt, fari svo að aðeins einn framhaldsskóli standi ungmennum Akureyrar til boða í framtíðinni. „Auk þess sem MA er auðvitað skóli sem er með mikið af rótgrónum hefðum siðum og menningu, sem við erum mjög hrædd um að muni glatast ef skólarnir sameinast.“ Í óformlegri könnun stjórnarinnar, þar sem 294 af 570 nemendum MA hafa greitt atkvæði, eru 96 prósent þeirra mótfallin sameiningu. Krista og félagar hafa enn fremur boðað til mótmæla klukkan korter í tvö í dag á Ráðhústorgi Akureyrar. „Við erum auðvitað að taka á okkur skróp í tíma fyrir þetta, þannig að það kemur í ljós hversu góð mætingin verður en við munum í rauninni hringja á sal klukkan 13:30 og þaðan munum við marsera saman niður á Ráðhústorg.“ Stjórn nemendafélags VMA virðist þó ekki jafnafgerandi í afstöðu sinni til sameiningar. Upplifun Kristu eftir fundinn í gær er að þeim sé nokkuð sama um málið. Framhaldsskólar Akureyri Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. 5. september 2023 15:14 „Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. 4. september 2023 22:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra lagði leið sína til Akureyrar í gær og kynnti þar tillögur svokallaðs stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna. Hópurinn leggur til að framhaldsskólarnir tveir í bænum, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri, verði sameinaðir. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir nemendur slegna. „Viðbrögð okkar voru auðvitað bara mikið sjokk, við fengum lítinn sem engan fyrirvara fyrir fundinum. Þetta var keyrt í gegn með einhverri leynd,“ segir Krista. „Það sem við heyrðum frá nemendum var það að þau væru virkilega ósátt við þetta. Þar sem ráðherra, eftir að smá pressa var sett á hann, sagði að það væri í raun ekki verið að skoða þetta. Það væri bara búið að ákveða þetta.“ 96 prósent mótfallin sameiningu Krista segir það ótækt, fari svo að aðeins einn framhaldsskóli standi ungmennum Akureyrar til boða í framtíðinni. „Auk þess sem MA er auðvitað skóli sem er með mikið af rótgrónum hefðum siðum og menningu, sem við erum mjög hrædd um að muni glatast ef skólarnir sameinast.“ Í óformlegri könnun stjórnarinnar, þar sem 294 af 570 nemendum MA hafa greitt atkvæði, eru 96 prósent þeirra mótfallin sameiningu. Krista og félagar hafa enn fremur boðað til mótmæla klukkan korter í tvö í dag á Ráðhústorgi Akureyrar. „Við erum auðvitað að taka á okkur skróp í tíma fyrir þetta, þannig að það kemur í ljós hversu góð mætingin verður en við munum í rauninni hringja á sal klukkan 13:30 og þaðan munum við marsera saman niður á Ráðhústorg.“ Stjórn nemendafélags VMA virðist þó ekki jafnafgerandi í afstöðu sinni til sameiningar. Upplifun Kristu eftir fundinn í gær er að þeim sé nokkuð sama um málið.
Framhaldsskólar Akureyri Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. 5. september 2023 15:14 „Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. 4. september 2023 22:16 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45
Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. 5. september 2023 15:14
„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. 4. september 2023 22:16