Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2023 11:44 Krista Sól Guðjónsdóttir, forseti skólafélags MA, segir nemendur slegna yfir fyrirhugaðri sameiningu skólans og VMA. Boðað hefur verið til mótmæla á Ráðhústorgi Akureyrar klukkan 13:45 í dag. Vísir/vilhelm/MA Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra lagði leið sína til Akureyrar í gær og kynnti þar tillögur svokallaðs stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna. Hópurinn leggur til að framhaldsskólarnir tveir í bænum, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri, verði sameinaðir. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir nemendur slegna. „Viðbrögð okkar voru auðvitað bara mikið sjokk, við fengum lítinn sem engan fyrirvara fyrir fundinum. Þetta var keyrt í gegn með einhverri leynd,“ segir Krista. „Það sem við heyrðum frá nemendum var það að þau væru virkilega ósátt við þetta. Þar sem ráðherra, eftir að smá pressa var sett á hann, sagði að það væri í raun ekki verið að skoða þetta. Það væri bara búið að ákveða þetta.“ 96 prósent mótfallin sameiningu Krista segir það ótækt, fari svo að aðeins einn framhaldsskóli standi ungmennum Akureyrar til boða í framtíðinni. „Auk þess sem MA er auðvitað skóli sem er með mikið af rótgrónum hefðum siðum og menningu, sem við erum mjög hrædd um að muni glatast ef skólarnir sameinast.“ Í óformlegri könnun stjórnarinnar, þar sem 294 af 570 nemendum MA hafa greitt atkvæði, eru 96 prósent þeirra mótfallin sameiningu. Krista og félagar hafa enn fremur boðað til mótmæla klukkan korter í tvö í dag á Ráðhústorgi Akureyrar. „Við erum auðvitað að taka á okkur skróp í tíma fyrir þetta, þannig að það kemur í ljós hversu góð mætingin verður en við munum í rauninni hringja á sal klukkan 13:30 og þaðan munum við marsera saman niður á Ráðhústorg.“ Stjórn nemendafélags VMA virðist þó ekki jafnafgerandi í afstöðu sinni til sameiningar. Upplifun Kristu eftir fundinn í gær er að þeim sé nokkuð sama um málið. Framhaldsskólar Akureyri Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. 5. september 2023 15:14 „Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. 4. september 2023 22:16 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra lagði leið sína til Akureyrar í gær og kynnti þar tillögur svokallaðs stýrihóps um eflingu framhaldsskólanna. Hópurinn leggur til að framhaldsskólarnir tveir í bænum, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri, verði sameinaðir. Krista Sól Guðjónsdóttir forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir nemendur slegna. „Viðbrögð okkar voru auðvitað bara mikið sjokk, við fengum lítinn sem engan fyrirvara fyrir fundinum. Þetta var keyrt í gegn með einhverri leynd,“ segir Krista. „Það sem við heyrðum frá nemendum var það að þau væru virkilega ósátt við þetta. Þar sem ráðherra, eftir að smá pressa var sett á hann, sagði að það væri í raun ekki verið að skoða þetta. Það væri bara búið að ákveða þetta.“ 96 prósent mótfallin sameiningu Krista segir það ótækt, fari svo að aðeins einn framhaldsskóli standi ungmennum Akureyrar til boða í framtíðinni. „Auk þess sem MA er auðvitað skóli sem er með mikið af rótgrónum hefðum siðum og menningu, sem við erum mjög hrædd um að muni glatast ef skólarnir sameinast.“ Í óformlegri könnun stjórnarinnar, þar sem 294 af 570 nemendum MA hafa greitt atkvæði, eru 96 prósent þeirra mótfallin sameiningu. Krista og félagar hafa enn fremur boðað til mótmæla klukkan korter í tvö í dag á Ráðhústorgi Akureyrar. „Við erum auðvitað að taka á okkur skróp í tíma fyrir þetta, þannig að það kemur í ljós hversu góð mætingin verður en við munum í rauninni hringja á sal klukkan 13:30 og þaðan munum við marsera saman niður á Ráðhústorg.“ Stjórn nemendafélags VMA virðist þó ekki jafnafgerandi í afstöðu sinni til sameiningar. Upplifun Kristu eftir fundinn í gær er að þeim sé nokkuð sama um málið.
Framhaldsskólar Akureyri Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. 5. september 2023 15:14 „Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. 4. september 2023 22:16 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Sjá meira
„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45
Funduðu með starfsfólki og nemum um sameiningu MA og VMA Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla um sameiningu skólanna. Skólameistararnir eru jákvæðir fyrir sameiningu. 5. september 2023 15:14
„Allir nemendur sammála um að þetta sé alveg galið“ Það kastaðist í kekki milli nemenda Menntaskólans á Akureyri og rútubílstjóra á bílastæði skólans í síðustu viku. Rútubílstjórar nota enn bílastæðið til að hleypa ferðamönnum í Lystigarðinn og leggja um leið fyrir nemendur. Tveir nemendur svöruðu í sömu mynt og upp úr sauð á bílastæðinu. 4. september 2023 22:16