Selma sýnir á sér skuggahliðar Íris Hauksdóttir skrifar 10. september 2023 07:00 Selma Björnsdóttir sýnir á sér nýja hlið í kvikmyndinni Kuldi. aðsend Kvikmyndin Kuldi var frumsýnd um mánaðamótin en hún er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Selma Björnsdóttir fer með eitt af lykilhlutverkunum myndarinnar og sýnir vægast sagt á sér nýjar og hrollvekjandi hliðar. Hún segist þakklát að hafa getað skilið persónuna eftir á tökustaðnum. Rúmlega fimm þúsund áhorfendur sá myndina um frumsýningarhelgina og hefur bæst við fjöldann síðan. Tekin upp á óþægilegu eyðibýli Einvala lið leikara og listrænna stjórnenda koma að gerð kvikmyndarinnar sem var skotin á síðasta ári. Myndin gerist á tveimur tímabilum og er hoppað á milli þeirra. Annars vegar í nútímanum á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Staðafelli í Dölunum, ansi hreint draugalegum og óþægilegum stað svo ekki sé meira sagt. Að minnsta kosti eins og staðurinn birtist í myndinni. Erlingur Óttar Thoroddsen leikstýrir myndinni en hann er jafnframt handritshöfundur leikgerðar. Þau Jóhannes Haukur Jóhannesson, Selma Björnsdóttir, Elín Hall, Mikael Kaaber, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir fara með helstu aðalhlutverk. Leikstjórinn segir það hafa verið unun að vinna með svo hæfileikaríkum hópi listafólks. Dauðsföll á unglingaheimili Til þess að spilla sem minnstu fyrir lesendum Vísis hverfist sagan í kringum áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, óuppgerð ósætti og óhugnalega atburði. Sagan hverfist í kringum óuppgert ósætti og óhugnalega atburði.aðsend Eins og svo oft í spennusögum skiptist tímalína myndarinnar í tvennt. Annars vegar á höfuðborgarsvæðinu í dag og hins vegar á níunda áratug síðustu aldar. Áhorfendur fylgjast með Óðni, leiknum af Jóhannesi Hauki, rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili. Þá fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu andláti eiginkonu sinnar, sem og skringilegri hegðun táningsdóttur hans. Eftir því sem Óðinn uppgötvar dýpt málsins fara enn óhuggulegri hlutir að skýrast. Erlingur hefur augljóslega verið með nálaraugað á lofti við leikaraval myndarinnar en mikill hluti leikarahópsins samanstendur af upprennandi hæfileikafólki sem lætur ljós sítt skína. Á sama tíma er gleðilegt að sjá eldri kanónur á borð við Kristbjörgu Kjeld glitra á hvíta tjaldinu. Áskorun að leika þessa konu Söng -og leikkonan Selma Björnsdóttir hefur undanfarin ár fengist mikið við leikaraval fyrir ýmiskonar kvikmyndir og þáttagerð samhliða veislustjórn og tónlistarflutningi en að þessu sinni smellti hún sér fyrir framan við kvikmyndatökuvélina. Selma segir það hafa verið mikla áskorun að leika Lilju.aðsend Í myndinni sýnir hún á sér glænýjar hliðar sem hin grimma forstöðukona, Lilja. Spurð hvaðan hún hafi sótt innblástur fyrir hlutverkið segir Selma hann ekki hafa komið frá neinum einum ákveðnum stað. „Karakterinn lifnaði að vissu leyti við þegar ég las handritið. Hennar senur, hvað hún gerir og segir en sömuleiðis hvað aðrir segja um hana og hvernig persónurnar haga sér í kringum hana. Þetta hafði allt áhrif á það hvernig persóna hennar kviknaði í kollinum á mér og varð til.“ Hún segir samstarfið við Erling hafa verið gott og gefandi. „Við Erlingur áttum mörg góð samtöl þar sem hann upplýsti mig um sýnar pælingar og hvert hann vildi stefna en gaf mér á sama tíma alltaf mitt frelsi til túlkunar. Það var vissulega mikil áskorun að leika þessa konu en heilt yfir fannst mér það alveg frábært og á sama tíma lærði ég helling.“ Gamalt hryllingsmyndanörd Nú minnir karakter Lilju svolítið á persónur á borð við Nurse Rattched eða Kathy Bates í Misery. Var það meðvituð nálgun? „Alls ekki. Ég er ekki fædd í gær og var mikið hryllingsmyndanörd í gamla daga. Ég var mjög snemma búin með allar hryllingsmyndirnar á helstu myndbandaleigum borgarinnar svo ég er nokkuð vel að mér í þessum eldri hrollvekjum.“ Tökurnar tóku sannarlega á.aðsend Spurð hvort það sé satt að hressustu og skemmtilegustu kvikmyndasettin séu við gerð hryllingsmynda segir Selma stemninguna hafa verið góða. „Það var vissulega hress og skemmtileg stemning, sérstaklega í smink-herberginu þar sem við dvöldum á milli taka. Fagmennskan var alltaf í fyrirrúmi á settinu sjálfu en auðvitað alltaf stutt í húmorinn. Selma segir það hafa verið göfugt að vinna með ungum og upprennandi listamönnum sem komu að gerð myndarinnar. aðsend Það var svo skemmtilegt að leika á móti þessum upprennandi stjörnum. Þau eru öll alveg frábær og algjörir snillingar.“ Hefði ekki verið jólalegt að taka hana heim Persóna Lilju, í meðförum Selmu, er sem fyrr segir ekki sú geðþekkasta en oft er talað um að leikarar, sérstaklega þeir sem aðhyllast method acting, festist tímabundið í karakternum sem þeir leika hverju sinni. Selma segist blessunarlega ekki hafa tekið persónu Lilju með sér heim að loknum tökudegi. Blessunarlega fyrir alla festist Selma ekki í hlutverki Lilju.aðsend „Sem betur fer fóru tökurnar fram úti á landi svo ég skildi hana Lilju eftir þar þegar ég fór heim. Við tókum myndina upp á aðventunni og það hefði ekki verið mjög jólalegt að taka Lilju með heim í jólastemninguna.“ Selma og Björn Stefánsson ræddu tökurnar á Kulda og margt fleira, meðal annars jólin, í Bakaríinu á Bylgjunni um síðustu helgi. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Rúmlega fimm þúsund áhorfendur sá myndina um frumsýningarhelgina og hefur bæst við fjöldann síðan. Tekin upp á óþægilegu eyðibýli Einvala lið leikara og listrænna stjórnenda koma að gerð kvikmyndarinnar sem var skotin á síðasta ári. Myndin gerist á tveimur tímabilum og er hoppað á milli þeirra. Annars vegar í nútímanum á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á Staðafelli í Dölunum, ansi hreint draugalegum og óþægilegum stað svo ekki sé meira sagt. Að minnsta kosti eins og staðurinn birtist í myndinni. Erlingur Óttar Thoroddsen leikstýrir myndinni en hann er jafnframt handritshöfundur leikgerðar. Þau Jóhannes Haukur Jóhannesson, Selma Björnsdóttir, Elín Hall, Mikael Kaaber, Sara Dögg Ásgeirsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir fara með helstu aðalhlutverk. Leikstjórinn segir það hafa verið unun að vinna með svo hæfileikaríkum hópi listafólks. Dauðsföll á unglingaheimili Til þess að spilla sem minnstu fyrir lesendum Vísis hverfist sagan í kringum áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili, óuppgerð ósætti og óhugnalega atburði. Sagan hverfist í kringum óuppgert ósætti og óhugnalega atburði.aðsend Eins og svo oft í spennusögum skiptist tímalína myndarinnar í tvennt. Annars vegar á höfuðborgarsvæðinu í dag og hins vegar á níunda áratug síðustu aldar. Áhorfendur fylgjast með Óðni, leiknum af Jóhannesi Hauki, rannsaka áratuga gömul dauðsföll á unglingaheimili. Þá fer hann að gruna að óhugnalegir atburðir þaðan tengist dularfullu andláti eiginkonu sinnar, sem og skringilegri hegðun táningsdóttur hans. Eftir því sem Óðinn uppgötvar dýpt málsins fara enn óhuggulegri hlutir að skýrast. Erlingur hefur augljóslega verið með nálaraugað á lofti við leikaraval myndarinnar en mikill hluti leikarahópsins samanstendur af upprennandi hæfileikafólki sem lætur ljós sítt skína. Á sama tíma er gleðilegt að sjá eldri kanónur á borð við Kristbjörgu Kjeld glitra á hvíta tjaldinu. Áskorun að leika þessa konu Söng -og leikkonan Selma Björnsdóttir hefur undanfarin ár fengist mikið við leikaraval fyrir ýmiskonar kvikmyndir og þáttagerð samhliða veislustjórn og tónlistarflutningi en að þessu sinni smellti hún sér fyrir framan við kvikmyndatökuvélina. Selma segir það hafa verið mikla áskorun að leika Lilju.aðsend Í myndinni sýnir hún á sér glænýjar hliðar sem hin grimma forstöðukona, Lilja. Spurð hvaðan hún hafi sótt innblástur fyrir hlutverkið segir Selma hann ekki hafa komið frá neinum einum ákveðnum stað. „Karakterinn lifnaði að vissu leyti við þegar ég las handritið. Hennar senur, hvað hún gerir og segir en sömuleiðis hvað aðrir segja um hana og hvernig persónurnar haga sér í kringum hana. Þetta hafði allt áhrif á það hvernig persóna hennar kviknaði í kollinum á mér og varð til.“ Hún segir samstarfið við Erling hafa verið gott og gefandi. „Við Erlingur áttum mörg góð samtöl þar sem hann upplýsti mig um sýnar pælingar og hvert hann vildi stefna en gaf mér á sama tíma alltaf mitt frelsi til túlkunar. Það var vissulega mikil áskorun að leika þessa konu en heilt yfir fannst mér það alveg frábært og á sama tíma lærði ég helling.“ Gamalt hryllingsmyndanörd Nú minnir karakter Lilju svolítið á persónur á borð við Nurse Rattched eða Kathy Bates í Misery. Var það meðvituð nálgun? „Alls ekki. Ég er ekki fædd í gær og var mikið hryllingsmyndanörd í gamla daga. Ég var mjög snemma búin með allar hryllingsmyndirnar á helstu myndbandaleigum borgarinnar svo ég er nokkuð vel að mér í þessum eldri hrollvekjum.“ Tökurnar tóku sannarlega á.aðsend Spurð hvort það sé satt að hressustu og skemmtilegustu kvikmyndasettin séu við gerð hryllingsmynda segir Selma stemninguna hafa verið góða. „Það var vissulega hress og skemmtileg stemning, sérstaklega í smink-herberginu þar sem við dvöldum á milli taka. Fagmennskan var alltaf í fyrirrúmi á settinu sjálfu en auðvitað alltaf stutt í húmorinn. Selma segir það hafa verið göfugt að vinna með ungum og upprennandi listamönnum sem komu að gerð myndarinnar. aðsend Það var svo skemmtilegt að leika á móti þessum upprennandi stjörnum. Þau eru öll alveg frábær og algjörir snillingar.“ Hefði ekki verið jólalegt að taka hana heim Persóna Lilju, í meðförum Selmu, er sem fyrr segir ekki sú geðþekkasta en oft er talað um að leikarar, sérstaklega þeir sem aðhyllast method acting, festist tímabundið í karakternum sem þeir leika hverju sinni. Selma segist blessunarlega ekki hafa tekið persónu Lilju með sér heim að loknum tökudegi. Blessunarlega fyrir alla festist Selma ekki í hlutverki Lilju.aðsend „Sem betur fer fóru tökurnar fram úti á landi svo ég skildi hana Lilju eftir þar þegar ég fór heim. Við tókum myndina upp á aðventunni og það hefði ekki verið mjög jólalegt að taka Lilju með heim í jólastemninguna.“ Selma og Björn Stefánsson ræddu tökurnar á Kulda og margt fleira, meðal annars jólin, í Bakaríinu á Bylgjunni um síðustu helgi.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira