Meirihluti landsmanna telur of marga flóttamenn fá hæli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. september 2023 21:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur mikinn fjölda aðfluttra á stuttum tíma geta skýrt þessa kúvendingu. Stöð 2/ARnar Algjör viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi landsmanna til flóttamanna þar sem ríflega tvöfalt fleiri en áður telja þá of marga hér á landi eða um sextíu prósent. Fjármálaráðherra segir viðvörunarbjöllur hafa hringt lengi í þessum málaflokki. Sex af hverjum tíu landsmönnum telja of margt flóttafólk fá hæli hér á landi. Þetta er algjör viðsnúningur á viðhorfi til flóttafólks en frá árinu 2017 hefur um og yfir fjórðungur haft þessa skoðun. Þriðjungur þegar mest var árið 2020. Þetta kemur fram Maskínukönnun sem gerð var um mánaðamótin. Alls tóku um þúsund manns þátt í könnuninni. Viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi landsmanna til fjölda flóttafólks hér á landi samkvæmt könnun Maskínu. Ríflega tvöfalt fleiri en síðustu ár telja flóttamenn sem hafa fengið hæli hér á landi of marga. Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur mikinn fjölda aðfluttra á stuttum tíma geta skýrt þessa kúvendingu. „Þessi mál hafa verið mikið í umræðunni sem hefur að sjálfsögðu áhrif. Að sjálfsögðu hafa fleiri verið að koma til landsins vegna stríðsins í Úkraínu og vegna ýmissa aðstæðna í heiminum sem hefur gert það að verkum að fleira fólk er á flótta. Þá getur spilað inn í að hér eru fleiri sem koma til að vinna en áður. Við erum að sjá meiri fjölda fólks af erlendum uppruna í samfélaginu en nokkurn tíma áður. Það auðvitað skapar ný viðfangsefni gagnvart því hvernig við tryggjum hér gott samfélag fyrir okkur öll,“ segir Katrín. Hún segir mikilvægt að vanda alla umræðu um málefni flóttamanna. „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og það skiptir miklu máli hvernig við ræðum þessi mál,“ segir Katrín. Færri sem telja flóttamenn of fáa Viðhorfsbreytingin sem kemur fram í könnun Maskínu endurspeglast einnig í fjölda þeirra sem telur flóttamenn of fáa hér á landi. Þetta hlutfall er 17 prósent nú en síðustu ár hefur um og yfir þriðjungur landsmanna verið á þessari skoðun. Fleiri karlar en konur telja að flóttamenn séu orðnir of margir á landinu eða um 65 prósent karla á móti 55 prósentum kvenna. Eldri kynslóðir eru mun neikvæðari í garð flóttamanna en þær yngri en um tveir þriðju hlutar fimmtíu ára og eldri telur flóttamenn of marga. Þá eru íbúar á Suðurlandi og Reykjanesi lang neikvæðastir í garð flóttamanna en þar telja næstum áttatíu prósent þá of marga samkvæmt könnunni. Næstum allir kjósendur Miðflokksins telja flóttamenn of marga, Átta af hverjum tíu Sjálfstæðismönnum, 76 prósent kjósenda flokks fólksins og sjö af hverjum tíu kjósendum Framsóknarflokksins. Kjósendur annarra flokka eru mun jákvæðari í garð fjölda flóttamanna hér á landi. Ríflega helmingur kjósenda Pírata telur of fáa flóttamenn á landinu, fjórir af hverjum tíu kjósendum Sósíalista flokksins er sama sinnis. Einn af hverjum fimm kjósendum Vinstri grænna og tæplega þriðjungur kjósenda Samfylkingar.Almennt hafa viðhorfin gagnvart flóttamönnum hins vegar dalað í öllum flokkum. Bjarni Benediktsson formaður SjálfstæðisflokksinsVísir/Ívar Viðvörunarbjöllur hafi hringt lengi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Viðvörunarbjöllur hafa hringt lengi, við höfum haft gríðarlegan fjölda umsækjenda og þetta hefur kallað á ýmsar félagslegar áskoranir og áskoranir gagnvart innviðum í landinu. Þá er kostnaðurinn í þessum málaflokk auðvitað farinn úr öllum böndum,“ segir Bjarni. Hann segir mikilvægt að hafa skýra sýn í málaflokknum. „Aðalatriðið í mínum huga er að við gerum okkar hlut í alþjóðlega hælisleitendakerfinu. Við eigum ekki að hafa séríslenskar reglur sem kalla á aukinn þrýsting hér umfram skilvirkni. Þá þurfum við að auka skilvirkni í kerfinu. Við þurfum að komast miklu hraðar að niðurstöðu í þessum málum en nú er,“ segir Bjarni Benediktsson. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hælisleitendur ekki fengið pláss í Konukoti Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. 19. ágúst 2023 14:00 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Sex af hverjum tíu landsmönnum telja of margt flóttafólk fá hæli hér á landi. Þetta er algjör viðsnúningur á viðhorfi til flóttafólks en frá árinu 2017 hefur um og yfir fjórðungur haft þessa skoðun. Þriðjungur þegar mest var árið 2020. Þetta kemur fram Maskínukönnun sem gerð var um mánaðamótin. Alls tóku um þúsund manns þátt í könnuninni. Viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi landsmanna til fjölda flóttafólks hér á landi samkvæmt könnun Maskínu. Ríflega tvöfalt fleiri en síðustu ár telja flóttamenn sem hafa fengið hæli hér á landi of marga. Vísir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur mikinn fjölda aðfluttra á stuttum tíma geta skýrt þessa kúvendingu. „Þessi mál hafa verið mikið í umræðunni sem hefur að sjálfsögðu áhrif. Að sjálfsögðu hafa fleiri verið að koma til landsins vegna stríðsins í Úkraínu og vegna ýmissa aðstæðna í heiminum sem hefur gert það að verkum að fleira fólk er á flótta. Þá getur spilað inn í að hér eru fleiri sem koma til að vinna en áður. Við erum að sjá meiri fjölda fólks af erlendum uppruna í samfélaginu en nokkurn tíma áður. Það auðvitað skapar ný viðfangsefni gagnvart því hvernig við tryggjum hér gott samfélag fyrir okkur öll,“ segir Katrín. Hún segir mikilvægt að vanda alla umræðu um málefni flóttamanna. „Þetta er viðkvæmur málaflokkur og það skiptir miklu máli hvernig við ræðum þessi mál,“ segir Katrín. Færri sem telja flóttamenn of fáa Viðhorfsbreytingin sem kemur fram í könnun Maskínu endurspeglast einnig í fjölda þeirra sem telur flóttamenn of fáa hér á landi. Þetta hlutfall er 17 prósent nú en síðustu ár hefur um og yfir þriðjungur landsmanna verið á þessari skoðun. Fleiri karlar en konur telja að flóttamenn séu orðnir of margir á landinu eða um 65 prósent karla á móti 55 prósentum kvenna. Eldri kynslóðir eru mun neikvæðari í garð flóttamanna en þær yngri en um tveir þriðju hlutar fimmtíu ára og eldri telur flóttamenn of marga. Þá eru íbúar á Suðurlandi og Reykjanesi lang neikvæðastir í garð flóttamanna en þar telja næstum áttatíu prósent þá of marga samkvæmt könnunni. Næstum allir kjósendur Miðflokksins telja flóttamenn of marga, Átta af hverjum tíu Sjálfstæðismönnum, 76 prósent kjósenda flokks fólksins og sjö af hverjum tíu kjósendum Framsóknarflokksins. Kjósendur annarra flokka eru mun jákvæðari í garð fjölda flóttamanna hér á landi. Ríflega helmingur kjósenda Pírata telur of fáa flóttamenn á landinu, fjórir af hverjum tíu kjósendum Sósíalista flokksins er sama sinnis. Einn af hverjum fimm kjósendum Vinstri grænna og tæplega þriðjungur kjósenda Samfylkingar.Almennt hafa viðhorfin gagnvart flóttamönnum hins vegar dalað í öllum flokkum. Bjarni Benediktsson formaður SjálfstæðisflokksinsVísir/Ívar Viðvörunarbjöllur hafi hringt lengi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. „Viðvörunarbjöllur hafa hringt lengi, við höfum haft gríðarlegan fjölda umsækjenda og þetta hefur kallað á ýmsar félagslegar áskoranir og áskoranir gagnvart innviðum í landinu. Þá er kostnaðurinn í þessum málaflokk auðvitað farinn úr öllum böndum,“ segir Bjarni. Hann segir mikilvægt að hafa skýra sýn í málaflokknum. „Aðalatriðið í mínum huga er að við gerum okkar hlut í alþjóðlega hælisleitendakerfinu. Við eigum ekki að hafa séríslenskar reglur sem kalla á aukinn þrýsting hér umfram skilvirkni. Þá þurfum við að auka skilvirkni í kerfinu. Við þurfum að komast miklu hraðar að niðurstöðu í þessum málum en nú er,“ segir Bjarni Benediktsson.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Skoðanakannanir Tengdar fréttir Hælisleitendur ekki fengið pláss í Konukoti Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. 19. ágúst 2023 14:00 Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Hælisleitendur ekki fengið pláss í Konukoti Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þéttsetið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. 19. ágúst 2023 14:00
Heimilisleysi flóttafólks mun aukast mikið á næstunni Heimilisleysi flóttafólks mun aukast töluvert á næstunni vegna nýrra útlendingalaga sem gera það að verkum að fólk missir alla þjónustu þrjátíu dögum eftir endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta segir formaður hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 11. ágúst 2023 20:19