Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi Sigurjón Þórðarson skrifar 5. september 2023 08:31 Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Kvótakerfið hefur skilað helmingi minni afla á land en fyrir daga þess og kvótaþegar hafa komist upp með að selja helstu útflutningsafurð þjóðarinnar í gegnum skúffufyrirtæki í skattaskjólum. Í upphafi var alið á tortryggni þegar matvælaráðherra skipaði verkstjóra undirnefndanna, en það voru ýmist fyrrverandi forstjórar stórútgerðanna eða ráðgjafar sem hafa meira og minna verið að skrifa skýrslur í beit og álit í þágu stórútgerðarinnar. Í stuttu máli var niðurstaða 464 blaðsíðna skýrslunnar sú að íslenska kvótakerfið væri frábært og gildir þá einu að það hafi stórskaðað sjávarbyggðirnar. Fyrir liggur álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið í núverandi mynd brjóti í bága við atvinnufrelsi og almenna jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Helstu tillögur nefndarinnar eru að breyta sem minnstu nema þá þeim 5,3% veiðiheimilda sem ætlað er að styðja við brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslunni er talað um þetta sem félagslegan stuðning eins og um ölmusu sé að ræða. Skýrslan mærir núverandi úthlutunaraðferðir Byggðastofnunar. Sem dæmi má nefna að Byggðastofnun hefur úthlutað aflamarki til byggðalaga þar sem engin fiskvinnsla fer fram. Úthlutað hefur verið til fyrirtækja í eigu erlendra auðmanna og til útgerða sem komnar eru upp fyrir leyfilegt kvótaþak og þannig mætti lengi telja. Í skýrslunni kemur m.a. fram að hvorki sé vilji til að auka við strandveiðar né taka á verðmyndun á fiski og vigta fisk með samræmdum hætti. Þetta er í hreinni andstöðu við þjóðarviljann um leið og það hyglir stórútgerðinni. Vinnubrögð matvælaráðuneytisins voru slík að þrenn samtök sem voru í samráðsnefnd starfshópanna hafa hafnað því alfarið að vera bendluð við skýrsluna. Að sjálfsögðu hefði átt að tryggja samræmda frjálsa verðmyndun á fiski, samræmdar vigtarreglur, endurbætur á byggðapottum, endurskoða ráðgjöf Hafró, tryggja opna veiði fyrir ónýttar fiskveiðiheimildir á síðari hluta fiskveiðiárs, uppboð á aflaheimildum og stórauka hlut strandveiða. Flokkur fólksins berst fyrir endurreisn hinna blómlegu sjávarbyggða allt í kringum landið. Við fordæmum þá aðför sem gerð hefur verið að þeim og skilið þær eftir í sárum. Það er dapurt að sjá en um leið kemur ekki á óvart hvernig skýrslan afhjúpar frekjugang sægreifanna og húskarla þeirra í stjórnkerfinu. Það sjá allir sem sjá vilja að þeir sem allt hafa fá aldrei nóg. Þeir kunna sér ekki magamál. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Kvótakerfið hefur skilað helmingi minni afla á land en fyrir daga þess og kvótaþegar hafa komist upp með að selja helstu útflutningsafurð þjóðarinnar í gegnum skúffufyrirtæki í skattaskjólum. Í upphafi var alið á tortryggni þegar matvælaráðherra skipaði verkstjóra undirnefndanna, en það voru ýmist fyrrverandi forstjórar stórútgerðanna eða ráðgjafar sem hafa meira og minna verið að skrifa skýrslur í beit og álit í þágu stórútgerðarinnar. Í stuttu máli var niðurstaða 464 blaðsíðna skýrslunnar sú að íslenska kvótakerfið væri frábært og gildir þá einu að það hafi stórskaðað sjávarbyggðirnar. Fyrir liggur álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið í núverandi mynd brjóti í bága við atvinnufrelsi og almenna jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Helstu tillögur nefndarinnar eru að breyta sem minnstu nema þá þeim 5,3% veiðiheimilda sem ætlað er að styðja við brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslunni er talað um þetta sem félagslegan stuðning eins og um ölmusu sé að ræða. Skýrslan mærir núverandi úthlutunaraðferðir Byggðastofnunar. Sem dæmi má nefna að Byggðastofnun hefur úthlutað aflamarki til byggðalaga þar sem engin fiskvinnsla fer fram. Úthlutað hefur verið til fyrirtækja í eigu erlendra auðmanna og til útgerða sem komnar eru upp fyrir leyfilegt kvótaþak og þannig mætti lengi telja. Í skýrslunni kemur m.a. fram að hvorki sé vilji til að auka við strandveiðar né taka á verðmyndun á fiski og vigta fisk með samræmdum hætti. Þetta er í hreinni andstöðu við þjóðarviljann um leið og það hyglir stórútgerðinni. Vinnubrögð matvælaráðuneytisins voru slík að þrenn samtök sem voru í samráðsnefnd starfshópanna hafa hafnað því alfarið að vera bendluð við skýrsluna. Að sjálfsögðu hefði átt að tryggja samræmda frjálsa verðmyndun á fiski, samræmdar vigtarreglur, endurbætur á byggðapottum, endurskoða ráðgjöf Hafró, tryggja opna veiði fyrir ónýttar fiskveiðiheimildir á síðari hluta fiskveiðiárs, uppboð á aflaheimildum og stórauka hlut strandveiða. Flokkur fólksins berst fyrir endurreisn hinna blómlegu sjávarbyggða allt í kringum landið. Við fordæmum þá aðför sem gerð hefur verið að þeim og skilið þær eftir í sárum. Það er dapurt að sjá en um leið kemur ekki á óvart hvernig skýrslan afhjúpar frekjugang sægreifanna og húskarla þeirra í stjórnkerfinu. Það sjá allir sem sjá vilja að þeir sem allt hafa fá aldrei nóg. Þeir kunna sér ekki magamál. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun