Fara aftur fram á frávísun í hryðjuverkamálinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 19:29 Sveinn Andri ásamt skjólstæðingi sínum Sindra Snæ Birgissyni sem ákærður er fyrir skipulagningu hryðjuverka. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborninganna sem ákærðir eru fyrir skipulagningu hryðjuverka, hefur skilað greinagerð í málinu þar sem farið er fram á frávísun ákærunnar. Fyrri ákæru í málinu var vísað frá þar sem hún taldist ekki nægilega skýr. Sveinn Andri Sveinsson verjandi Sindra Snæs Birgissonar staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. „Ákæran sem varðar hryðjuverkerk ófullnægjandi, enn þá,“ segir Sveinn Andri. „Síðan er sérstakur kafli í nýju ákærunni sem fjallar um undirbúningsathafnir. Það er búið að ákæra þá Sindra og Ísidór fyrir þessar sömu undirbúningsathafnir sem vopnalagabrot. Við byggjum á því að það sé ekki hægt, í sitthvorri ákærunni, að ákæra menn fyrir sömu háttsemina með mismunandi heimfærslum.“ Þeir Sindri Snær og Ísidór hafa játað að stórum hluta þau brot sem þeim er gefið að sök í ákæru fyrir vopnalagabrot. Héraðssaksóknari lagði fram nýja ákæru á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í júní. Landsréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hryðjuverkahluta upphaflegu ákærunnar í mars. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Í nýjustu ákærunni eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri telur ákæruna, þó hún sé ítarlegri, enn vera ófullnægjandi. „Öfugt við þessi mál sem hafa til dæmis verið flutt í Danmörku, þá er látið að því liggja að brot hafi verið í deiglunni, drónaárás á þingið, árás á árshátíð lögreglumanna eða að keyra með vörubíl á gay-pride. Þar með tel ég að það verði að lýsa því hvaða árásir hafi verið í undirbúningi. Það er alls kyns órum lýst en það verður að negla niður hvað af öllu þessu sem þeir tala um, hafi þeir verið að undirbúa.“ Ykkur finnst það ekki nógu skýrt? „Nei. Það kemur í raun ekkert fram um það, bara talað á almennum nótum. Sagt að menn hafi sýnt ásetning í verki með því til dæmis að tala um að keyra inn á gay-pride. Það er ekki lýst neinni háttsemi. Í dönskum rétti er nóg að menn sanki að sér vopnum. Það er sjálfstætt brot en ekki hér. Þannig við viljum meina að það þurfi, úr því að þessu tali er lýst í ákærunni, að lýsa þessum frumbrotum sem eru þá hluti af hryðjuverkinu. Þetta er það sem bögglast með okkur og ég held að bögglist dálítið í dómaranum líka.“ Verjandi Ísidórs mun skila greinagerð 14. september en frávísunarkrafan verður tekin fyrir í héraðsdómi 20. september næstkomandi. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson verjandi Sindra Snæs Birgissonar staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. „Ákæran sem varðar hryðjuverkerk ófullnægjandi, enn þá,“ segir Sveinn Andri. „Síðan er sérstakur kafli í nýju ákærunni sem fjallar um undirbúningsathafnir. Það er búið að ákæra þá Sindra og Ísidór fyrir þessar sömu undirbúningsathafnir sem vopnalagabrot. Við byggjum á því að það sé ekki hægt, í sitthvorri ákærunni, að ákæra menn fyrir sömu háttsemina með mismunandi heimfærslum.“ Þeir Sindri Snær og Ísidór hafa játað að stórum hluta þau brot sem þeim er gefið að sök í ákæru fyrir vopnalagabrot. Héraðssaksóknari lagði fram nýja ákæru á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í júní. Landsréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hryðjuverkahluta upphaflegu ákærunnar í mars. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Í nýjustu ákærunni eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri telur ákæruna, þó hún sé ítarlegri, enn vera ófullnægjandi. „Öfugt við þessi mál sem hafa til dæmis verið flutt í Danmörku, þá er látið að því liggja að brot hafi verið í deiglunni, drónaárás á þingið, árás á árshátíð lögreglumanna eða að keyra með vörubíl á gay-pride. Þar með tel ég að það verði að lýsa því hvaða árásir hafi verið í undirbúningi. Það er alls kyns órum lýst en það verður að negla niður hvað af öllu þessu sem þeir tala um, hafi þeir verið að undirbúa.“ Ykkur finnst það ekki nógu skýrt? „Nei. Það kemur í raun ekkert fram um það, bara talað á almennum nótum. Sagt að menn hafi sýnt ásetning í verki með því til dæmis að tala um að keyra inn á gay-pride. Það er ekki lýst neinni háttsemi. Í dönskum rétti er nóg að menn sanki að sér vopnum. Það er sjálfstætt brot en ekki hér. Þannig við viljum meina að það þurfi, úr því að þessu tali er lýst í ákærunni, að lýsa þessum frumbrotum sem eru þá hluti af hryðjuverkinu. Þetta er það sem bögglast með okkur og ég held að bögglist dálítið í dómaranum líka.“ Verjandi Ísidórs mun skila greinagerð 14. september en frávísunarkrafan verður tekin fyrir í héraðsdómi 20. september næstkomandi.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira