Galatasaray sækir leikmenn sem Tottenham hefur ekki not fyrir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 19:01 Davinson Sánchez Mina er á leið til Tyrklands. EPA-EFE/Vince Mignott Þó félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokaður þá er hann enn opinn í Tyrklandi og það hefur tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray nýtt sér til hins ítrasta. Í dag sótti liðið tvo leikmenn sem eiga ekki upp á pallborðið hjá Ange Postecoglou, þjálfara Tottenham Hotspur. Það er þekkt stærð að stærstu lið Tyrklands sæki leikmenn sem eru úti í kuldanum hjá stærstu liðum Englands eða þá komnir rétt yfir hæðina. Í sumar hefur Galatasaray fengið tvo leikmenn frá Lundúnum, Wilf Zaha kom frá Crystal Palace á frjálsri sölu og Hakim Ziyech kom á láni frá Chelsea. Bráðum hefur Galatasaray sótt fjóra leikmenn frá Lundúnum en tveir leikmenn Tottenham Hotspur eru nú á leið þangað. Tyrkneska félagið er að kaupa miðvörðinn Davinson Sánchez Mina fyrir tíu til fimmtán milljónir evra ef kaupaukar eru taldir með. Hann skrifar undir samning til ársins 2027. Þessi 27 ára gamli varnarmaður hefur á mála hjá Tottenham frá árinu 2017 en hefur nú ákveðið að færa sig um set. Hann á að baki 54 A-landsleiki fyrir Kólumbíu. BREAKING: Tottenham's Tanguy Ndombele is to join Galatasaray on loan, with the Turkish side also in talks to sign Davinson Sanchez on a permanent deal pic.twitter.com/tVI0KrgsqJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombélé mun fylgja Davinson Sánchez til Galatasaray en hann kemur á láni út tímabilið. Ekki er vitað hversu mikið Galatasaray borgar fyrir að fá Ndombélé á láni. Hinn 26 ára gamli miðjumaður gekk í raðir Tottenham árið 2019 en hefur áður verið lánaður til Lyon í heimalandinu og Napoli á Ítalíu. Hann á að baki 7 A-landsleiki fyrir Frakkland. Tanguy Ndombele to Galatasaray, here we go! Agreement with Tottenham in place over loan deal Ndombele has already completed first part of medical tests and he ll fly to Istanbul later today.Buy option clause also included. pic.twitter.com/NjC1jO1KhE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2023 Þá hefur verið opinberað að Nicolas Pépé, vængmaður Arsenal, sé á leiðinni til Beşiktaş sem er einnig Tyrklandi. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira
Það er þekkt stærð að stærstu lið Tyrklands sæki leikmenn sem eru úti í kuldanum hjá stærstu liðum Englands eða þá komnir rétt yfir hæðina. Í sumar hefur Galatasaray fengið tvo leikmenn frá Lundúnum, Wilf Zaha kom frá Crystal Palace á frjálsri sölu og Hakim Ziyech kom á láni frá Chelsea. Bráðum hefur Galatasaray sótt fjóra leikmenn frá Lundúnum en tveir leikmenn Tottenham Hotspur eru nú á leið þangað. Tyrkneska félagið er að kaupa miðvörðinn Davinson Sánchez Mina fyrir tíu til fimmtán milljónir evra ef kaupaukar eru taldir með. Hann skrifar undir samning til ársins 2027. Þessi 27 ára gamli varnarmaður hefur á mála hjá Tottenham frá árinu 2017 en hefur nú ákveðið að færa sig um set. Hann á að baki 54 A-landsleiki fyrir Kólumbíu. BREAKING: Tottenham's Tanguy Ndombele is to join Galatasaray on loan, with the Turkish side also in talks to sign Davinson Sanchez on a permanent deal pic.twitter.com/tVI0KrgsqJ— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Franski miðjumaðurinn Tanguy Ndombélé mun fylgja Davinson Sánchez til Galatasaray en hann kemur á láni út tímabilið. Ekki er vitað hversu mikið Galatasaray borgar fyrir að fá Ndombélé á láni. Hinn 26 ára gamli miðjumaður gekk í raðir Tottenham árið 2019 en hefur áður verið lánaður til Lyon í heimalandinu og Napoli á Ítalíu. Hann á að baki 7 A-landsleiki fyrir Frakkland. Tanguy Ndombele to Galatasaray, here we go! Agreement with Tottenham in place over loan deal Ndombele has already completed first part of medical tests and he ll fly to Istanbul later today.Buy option clause also included. pic.twitter.com/NjC1jO1KhE— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 4, 2023 Þá hefur verið opinberað að Nicolas Pépé, vængmaður Arsenal, sé á leiðinni til Beşiktaş sem er einnig Tyrklandi.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjá meira