Al-Ittihad stefnir á að bjóða í Salah fyrir gluggalok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2023 17:30 Endar Mo Salah í Sádi-Arabíu eftir allt saman? Visionhaus/Getty Images Al-Ittihad frá Sádi-Arabíu stefnir á að bjóða einu sinni til viðbótar í Mohamed Salah, framherja enska knattspyrnufélagsins Liverpool, áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar á fimmtudaginn kemur. Í sumar má segja að Sádi-Arabía hafi tröllriðið félagaskiptaglugganum í Evrópu í sumar. Fjölmargir leikmenn hafa ákveðið að færa sig um set enda gull og grænir skógar í boði. Það var ekki fyrr en síðla sumars þó sem áhugi Al-Ittihad á Mo Salah var opinberaður. Al-Ittihad hefur áður boðið í Salah en Liverpool hefur eðlilega ekki mikinn áhuga á að selja leikmanninn. Það er talið að tilboð Al-Ittihad hafi verið upp á vel yfir 100 milljónir punda en 100 milljónir punda samsvara tæpum 17 milljörðum íslenskum króna. Nú hefur Sky Sports staðfest að Al-Ittihad ætli að bjóða í Salah á ný fyrir fimmtudag en þá lokar félagaskiptaglugginn í Sádi-Arabíu. Talið er næsta öruggt að Al-Ittihad vilji borga hinum 31 árs gamla Salah eina og og hálfa milljón punda í vikulaun. Gerir það rúmlega 250 milljónir íslenskra króna á viku. BREAKING: Al-Ittihad want to make another offer for Mohamed Salah before the Saudi Pro League window closes on Thursday pic.twitter.com/XcoYT8T55M— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Al-Ittihad hefur nú þegar sótt Fabinho til Liverpool og Jota til Celtic. Þá komu Karim Benzema og N‘Golo Kanté á frjálsri sölu til Real Madríd og Chelsea. Al-Ittihad er eitt fjögurra liða í Sádi-Arabíu sem er í eign fjárfestingasjóðs landsins, PIF. Sami fjárfestingasjóður á 80 prósent eignarhlut í Newcastle United. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 2. september 2023 15:15 Al-Ittihad undirbýr tæplega tuttugu milljarða tilboð í Salah Sádiarabíska félagið Al-Ittihad virðist ekki vera tilbúið að gefast upp á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah í sínar raðir frá Liverpool. Félagið undirbýr nú nýtt risatilboð í leikmanninn. 31. ágúst 2023 10:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Í sumar má segja að Sádi-Arabía hafi tröllriðið félagaskiptaglugganum í Evrópu í sumar. Fjölmargir leikmenn hafa ákveðið að færa sig um set enda gull og grænir skógar í boði. Það var ekki fyrr en síðla sumars þó sem áhugi Al-Ittihad á Mo Salah var opinberaður. Al-Ittihad hefur áður boðið í Salah en Liverpool hefur eðlilega ekki mikinn áhuga á að selja leikmanninn. Það er talið að tilboð Al-Ittihad hafi verið upp á vel yfir 100 milljónir punda en 100 milljónir punda samsvara tæpum 17 milljörðum íslenskum króna. Nú hefur Sky Sports staðfest að Al-Ittihad ætli að bjóða í Salah á ný fyrir fimmtudag en þá lokar félagaskiptaglugginn í Sádi-Arabíu. Talið er næsta öruggt að Al-Ittihad vilji borga hinum 31 árs gamla Salah eina og og hálfa milljón punda í vikulaun. Gerir það rúmlega 250 milljónir íslenskra króna á viku. BREAKING: Al-Ittihad want to make another offer for Mohamed Salah before the Saudi Pro League window closes on Thursday pic.twitter.com/XcoYT8T55M— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 4, 2023 Al-Ittihad hefur nú þegar sótt Fabinho til Liverpool og Jota til Celtic. Þá komu Karim Benzema og N‘Golo Kanté á frjálsri sölu til Real Madríd og Chelsea. Al-Ittihad er eitt fjögurra liða í Sádi-Arabíu sem er í eign fjárfestingasjóðs landsins, PIF. Sami fjárfestingasjóður á 80 prósent eignarhlut í Newcastle United.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Enski boltinn Tengdar fréttir Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 2. september 2023 15:15 Al-Ittihad undirbýr tæplega tuttugu milljarða tilboð í Salah Sádiarabíska félagið Al-Ittihad virðist ekki vera tilbúið að gefast upp á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah í sínar raðir frá Liverpool. Félagið undirbýr nú nýtt risatilboð í leikmanninn. 31. ágúst 2023 10:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Búist við 200 milljóna risatilboði frá Sádi-Arabíu í Salah Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool. 2. september 2023 15:15
Al-Ittihad undirbýr tæplega tuttugu milljarða tilboð í Salah Sádiarabíska félagið Al-Ittihad virðist ekki vera tilbúið að gefast upp á því að fá egypska sóknarmanninn Mohamed Salah í sínar raðir frá Liverpool. Félagið undirbýr nú nýtt risatilboð í leikmanninn. 31. ágúst 2023 10:00