„Ég vissi ekki að svona rasismi væri til“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 00:03 Vinur drengsins náði óskýrri mynd af atvikinu. Lögregla brást ókvæða við þegar hann ætlaði að taka myndband af atvikinu. Ferð tveggja sautján ára drengja á bæjarhátíðina Ljósanótt í Reykjanesbæ breyttist fljótt í martröð. Þeir voru nýmættir á hátíðina þegar fjöldi lögreglumanna ýttu öðrum drengnum, sem er dökkur á hörund, upp að vegg og létu fíkniefnahund leita á honum. Mikið sjokk, segir móðir drengsins sem hætti við að fara á hátíðina eftir uppákomuna. Hún sakar lögreglu um rasisma og vill skýringar á atvikinu. Hvorki móðirin né sonurinn vilja koma undir nafni en móðir vinar drengsins, Margrét Pálsdóttir, greindi frá atvikinu á Facebook. Hún furðar sig á framkomu lögreglunnar sem hafi einungis skipt sér af þeim sem er dökkur á hörund. Lögregla hafi brugðist ókvæða við þegar vinurinn ætlaði að taka myndband af atvikinu. „Er þetta bara en í gangi árið 2023...fólk stoppað einungis vegna þess að það er dökkt á hörund?“ skrifar Margrét í færslu sem hefur vakið mikil viðbrögð. Móðir drengsins sem varð fyrir áreitinu lýsir atvikinu í samtali við fréttastofu. „Hann fer til Keflavíkur með vini sínum á bíl. Þetta eru bara strákar í fótbolta sem drekka ekki einu sinni. Þeir eru nýkomnir úr bílnum þegar lögreglan spyr son minn, bara hann, hvort þeir séu með einhver vopn á sér eða efni. Hann segir nei og ætlar að tæma vasana til að sýna lögreglu að það séu bara sími og lyklar, þá króa þeir hann af, ýta honum upp við vegg og sækja hund til að þefa af honum. Eru víst bara mjög harkalegir við hann,“ segir móðirin. Hann hafi verið miklu sjokki eftir atvikið og hringt miður sín í móður sína. Ómannúðleg framkoma „Þeir fóru bara heim eftir þetta, vildu ekki vera þarna lengur. Þetta var algjörlega tilefnislaust. Hundurinn fann ekki neitt, lögreglan fann ekki neitt. Þetta er bara svo ómannúðlegt, hann var ekki með ógnandi hegðun, var ekki að gera neitt. Það þurfti ekki þessar aðgerðir.“ „Hann sagði mér bara „ég vissi ekki að svona rasismi væri til,““ segir hún spurð út í tilfinningar drengsins eftir atvikið. „Ég myndi skilja þetta ef þetta hefði verið svona random tjékk, en þetta var ekki þannig. Þetta var bara racial profiling. Það þarf ekki sex lögreglumenn til að króa hann af og ýta upp við vegg. Hann var alveg samvinnuþýður.“ Racial profiling gæti útlagst á íslensku sem „kynþáttamiðuð löggæsla“, þ.e. þegar kynþáttur fólks einn og sér vekur upp grunsemdir eða aðgerðir af hálfu lögreglu. Vinur drengsins, sem er hvítur, ætlaði að taka atvikið upp en var hótað af lögreglu. Lögregla leitaði ekki á honum. „Þeir snöppuðu á hann og hótuðu að fara með þá upp á stöð ef þeir væru með þetta kjaftæði. Hann náði ekki myndbandi, bara ljósmynd sem er frekar óskýr.“ Mun krefjast skýringa Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur einkennileg afskipti af drengnum. „Við höfum farið í yfirheyrslu fyrir nokkrum árum þar sem honum var ruglað saman við annan strák sem var dökkur á hörund. Það voru bara mannleg mistök en við höfum ekki lent í svona. Mér var heldur ekkert gert viðvart núna, hann er undir lögaldri. Þetta eru bara löggur með valdabrjálæði, ég upplifi það allavega þannig. Hann er bara barn og var bara hræddur.“ Hún segist ætla að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum strax á morgun til að fá skýringar á atvikinu. „Og þó svo að hann hafi verið með efni eða vopn þá þurfti aldrei sex lögregluþjóna til að halda honum upp við vegg. Fyrir utan það að hann er ekki í neinu rugli. Ég sé ekki fyrir mér að ég myndi lenda í svona á sautjánda júní. Bara af því ég er hvít,“ segir hún að lokum. Reykjanesbær Ljósanótt Lögreglumál Kynþáttafordómar Lögreglan Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Hvorki móðirin né sonurinn vilja koma undir nafni en móðir vinar drengsins, Margrét Pálsdóttir, greindi frá atvikinu á Facebook. Hún furðar sig á framkomu lögreglunnar sem hafi einungis skipt sér af þeim sem er dökkur á hörund. Lögregla hafi brugðist ókvæða við þegar vinurinn ætlaði að taka myndband af atvikinu. „Er þetta bara en í gangi árið 2023...fólk stoppað einungis vegna þess að það er dökkt á hörund?“ skrifar Margrét í færslu sem hefur vakið mikil viðbrögð. Móðir drengsins sem varð fyrir áreitinu lýsir atvikinu í samtali við fréttastofu. „Hann fer til Keflavíkur með vini sínum á bíl. Þetta eru bara strákar í fótbolta sem drekka ekki einu sinni. Þeir eru nýkomnir úr bílnum þegar lögreglan spyr son minn, bara hann, hvort þeir séu með einhver vopn á sér eða efni. Hann segir nei og ætlar að tæma vasana til að sýna lögreglu að það séu bara sími og lyklar, þá króa þeir hann af, ýta honum upp við vegg og sækja hund til að þefa af honum. Eru víst bara mjög harkalegir við hann,“ segir móðirin. Hann hafi verið miklu sjokki eftir atvikið og hringt miður sín í móður sína. Ómannúðleg framkoma „Þeir fóru bara heim eftir þetta, vildu ekki vera þarna lengur. Þetta var algjörlega tilefnislaust. Hundurinn fann ekki neitt, lögreglan fann ekki neitt. Þetta er bara svo ómannúðlegt, hann var ekki með ógnandi hegðun, var ekki að gera neitt. Það þurfti ekki þessar aðgerðir.“ „Hann sagði mér bara „ég vissi ekki að svona rasismi væri til,““ segir hún spurð út í tilfinningar drengsins eftir atvikið. „Ég myndi skilja þetta ef þetta hefði verið svona random tjékk, en þetta var ekki þannig. Þetta var bara racial profiling. Það þarf ekki sex lögreglumenn til að króa hann af og ýta upp við vegg. Hann var alveg samvinnuþýður.“ Racial profiling gæti útlagst á íslensku sem „kynþáttamiðuð löggæsla“, þ.e. þegar kynþáttur fólks einn og sér vekur upp grunsemdir eða aðgerðir af hálfu lögreglu. Vinur drengsins, sem er hvítur, ætlaði að taka atvikið upp en var hótað af lögreglu. Lögregla leitaði ekki á honum. „Þeir snöppuðu á hann og hótuðu að fara með þá upp á stöð ef þeir væru með þetta kjaftæði. Hann náði ekki myndbandi, bara ljósmynd sem er frekar óskýr.“ Mun krefjast skýringa Þetta er ekki í fyrsta sinn sem lögregla hefur einkennileg afskipti af drengnum. „Við höfum farið í yfirheyrslu fyrir nokkrum árum þar sem honum var ruglað saman við annan strák sem var dökkur á hörund. Það voru bara mannleg mistök en við höfum ekki lent í svona. Mér var heldur ekkert gert viðvart núna, hann er undir lögaldri. Þetta eru bara löggur með valdabrjálæði, ég upplifi það allavega þannig. Hann er bara barn og var bara hræddur.“ Hún segist ætla að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum strax á morgun til að fá skýringar á atvikinu. „Og þó svo að hann hafi verið með efni eða vopn þá þurfti aldrei sex lögregluþjóna til að halda honum upp við vegg. Fyrir utan það að hann er ekki í neinu rugli. Ég sé ekki fyrir mér að ég myndi lenda í svona á sautjánda júní. Bara af því ég er hvít,“ segir hún að lokum.
Reykjanesbær Ljósanótt Lögreglumál Kynþáttafordómar Lögreglan Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira