Mikael Anderson var á sínum stað í byrjunarliði AGF og spilaði allar mínútur venjulegs leiktíma. Allt stefndi í sigur heimamanna þar til að Tobias Bech jafnaði fyrir Midtjylland á 83. mínútu og þar við sat.
Liðin sitja í 5. og 6. sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, AGF með tólf stig og Midtjylland með tíu.
Sverrir Ingi hefur ekki enn náð að leika deildarleik fyrir sitt nýja lið en hann gekk til liðs við Midtjylland frá PAOK í Grikklandi í sumar. Hann hefur komið við sögu í Evrópuleikjum liðsins og lék 90 mínútur í tapi liðsins gegn Legia Varsjá. Sá leikur fór í vítaspyrnukeppni og gat Sverrir hvorki tekið þátt í henni né framlengingunni vegna meiðsla.
Sverrir hafði fyrir þann leik verið frá í þrjár vikur og verður ekki með íslenska landsliðinu í komandi verkefnum. Ísland mætir Lúxemborg í Lúxemborg 8. september og Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli þremur dögum seinna. Íslendingar eru með þrjú stig í J-riðli undankeppninnar.