Segir það skrípaleik að halda fram að hvalveiðar fari fram með hertum skilyrðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 09:39 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata gefur lítið fyrir hert skilyrði Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hvalveiðar. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Pírata segir fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum. Reglugerð með hertum skilyrðum taki ekki gildi fyrr en 18. september, sem sé til marks um pólitískan skrípaleik Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hert skilyrði fyrir hvalveiðum tekur gildi 18. september en veiðitímabilið hófst í gær. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 liggja nú við bryggju í Reykjavík en samkvæmt áætlun Faxaflóahafna sigla skipin úr höfn á hádegi á morgun. Þingflokksformaður Pírata segir reglugerðina ekki taka gildi nógu snemma. „Frásögn Svandísar um að hún sé að heimila hvalveiðar aftur með skilyrðum er ekki allskostar rétt að því leytinu til að meira en helmingurinn af þessu tímabili sem Hvalur á eftir til að veiða verður án skilyrða. Þetta er einhvers konar skrípaleikur að halda því fram að það sé verið að herða skilyrði þegar það á ekki við megnið af tímanum sem Hvalur getur verið að veiða,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þing hefst aftur eftir tvær vikur og telja Píratar fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman, ekki bara vegna hvalveiðimálsins. „Við teljum fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman og höfum raunar kallað eftir því áður. Ekki bara útaf ástandi vegna hvalveiða heldur líka stöðunni í efnahagsmálum, framkomu við flóttafólk og ýmislegt annað sem þingið þarf að ræða sem allra fyrst.“ Stjórnarandstaðan fór fram á það í sumar að þing yrði kallað saman vegna ýmissa mála sem hún taldi þurfa að ræða á þeim vettvangi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð ekki við þeirri kröfu en annað hvort þarf forsætisráðherra að kalla þingið saman eða meirihluti þess að krefjast þingfundar. „Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á því að kalla þing saman. Það er alveg skýrt að þau vilja komast hjá því eins lengi og mögulegt er. Þannig að ég tel mjög litlar líkur á að það beri árangur.“ Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Sjávarútvegur Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00 Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ný reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um hert skilyrði fyrir hvalveiðum tekur gildi 18. september en veiðitímabilið hófst í gær. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 liggja nú við bryggju í Reykjavík en samkvæmt áætlun Faxaflóahafna sigla skipin úr höfn á hádegi á morgun. Þingflokksformaður Pírata segir reglugerðina ekki taka gildi nógu snemma. „Frásögn Svandísar um að hún sé að heimila hvalveiðar aftur með skilyrðum er ekki allskostar rétt að því leytinu til að meira en helmingurinn af þessu tímabili sem Hvalur á eftir til að veiða verður án skilyrða. Þetta er einhvers konar skrípaleikur að halda því fram að það sé verið að herða skilyrði þegar það á ekki við megnið af tímanum sem Hvalur getur verið að veiða,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þing hefst aftur eftir tvær vikur og telja Píratar fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman, ekki bara vegna hvalveiðimálsins. „Við teljum fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman og höfum raunar kallað eftir því áður. Ekki bara útaf ástandi vegna hvalveiða heldur líka stöðunni í efnahagsmálum, framkomu við flóttafólk og ýmislegt annað sem þingið þarf að ræða sem allra fyrst.“ Stjórnarandstaðan fór fram á það í sumar að þing yrði kallað saman vegna ýmissa mála sem hún taldi þurfa að ræða á þeim vettvangi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra varð ekki við þeirri kröfu en annað hvort þarf forsætisráðherra að kalla þingið saman eða meirihluti þess að krefjast þingfundar. „Ríkisstjórnin hefur engan áhuga á því að kalla þing saman. Það er alveg skýrt að þau vilja komast hjá því eins lengi og mögulegt er. Þannig að ég tel mjög litlar líkur á að það beri árangur.“
Hvalveiðar Hvalir Alþingi Píratar Sjávarútvegur Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00 Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58
Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. 1. september 2023 12:00
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. 1. september 2023 11:08