Ritdómur um leikrit True North Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar 1. september 2023 19:02 Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins. True North vísar máli sínu til stuðnings aðallega til yfirlýsingar frá 67 (mismiklum) kvikmyndastjörnum þar sem segir að þeir einstaklingar ætli sér að sniðganga Ísland í einu og öllu verði hvalveiðum ekki hætt. Sú ástæða er að fullu leyti skiljanleg. True North hefur ansi mikla og beina hagsmuni af því að halda ráðafólki í Hollywood góðu. Þó leyfir maður sér að velta því upp hvort að lögbannskrafan sé sett fram af hreinni hugsjón eða sjálfsbjargarviðleitni til þess að friða þjakaða samvisku Leonardo DiCaprio, sem getur þá bent á Vísisfréttina, sagt “sko þau reyndu” og hoppað upp í Gulfstream G550 og þeytt sér af stað til lands norðurljósanna og Bæjarins Bestu. True North lætur ekki þar við sitja heldur tekur til ýmis önnur atriði, að dráp hvala dragi úr getu sjávar til kolefnisbindingar, að þriðjungur hvala þjáist að óþörfu, að starfsemi Hvals hf. uppfylli ekki kröfur laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, og loks að vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í Hvalfirði sé í andstöðu við reglugerð um neysluvatn (?!?). Það eina sem þau láta ósagt er að þeim finnst Kristján Loftsson leiðinlegur og með hátt enni, þó er ekki hægt að útiloka að það hafi einnig fengið að fylgja sem ástæða lögbanns. Viðleitni True North til að standa vörð um hagsmuni umhverfisins er aðdáunarverð svo ekki mikið sé sagt. Það yljar manni um hjartarætur að sjá réttsýnt fyrirtæki sem er tilbúið að leggja peninga og orðsporið að veði til að tryggja að hagsmuni náttúrunnar, og að reglugerð um neysluvatn sé fylgt (?!?). Ég tel þó að True North geti gengið enn lengra í átt að nýja markmiði sínu. Ég, rétt eins og þau, vil sjá alvöru, ósjálfselskar aðgerðir sem hafa áhrif. Ég legg því til, séu fyrirsvarsmönnum True North í alvöru umhugað um umhverfið, að þeir geri það umhverfisvænasta í stöðunni, sem er auðvitað að afskrá fyrirtækið og hætta alfarið rekstri þess. Enda hljóta þeir sem aðrir að vita að rekstargrundvöllur þess er byggður á stanslausri einkaþotuumferð um flugvöllinn í miðbænum, og síðan að keyra frægu fólki og drasli upp á fjall og taka myndband af þeim. Höfundur er pescatarian áhrifavaldur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58 Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04 Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins. True North vísar máli sínu til stuðnings aðallega til yfirlýsingar frá 67 (mismiklum) kvikmyndastjörnum þar sem segir að þeir einstaklingar ætli sér að sniðganga Ísland í einu og öllu verði hvalveiðum ekki hætt. Sú ástæða er að fullu leyti skiljanleg. True North hefur ansi mikla og beina hagsmuni af því að halda ráðafólki í Hollywood góðu. Þó leyfir maður sér að velta því upp hvort að lögbannskrafan sé sett fram af hreinni hugsjón eða sjálfsbjargarviðleitni til þess að friða þjakaða samvisku Leonardo DiCaprio, sem getur þá bent á Vísisfréttina, sagt “sko þau reyndu” og hoppað upp í Gulfstream G550 og þeytt sér af stað til lands norðurljósanna og Bæjarins Bestu. True North lætur ekki þar við sitja heldur tekur til ýmis önnur atriði, að dráp hvala dragi úr getu sjávar til kolefnisbindingar, að þriðjungur hvala þjáist að óþörfu, að starfsemi Hvals hf. uppfylli ekki kröfur laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, og loks að vatnsból sem standi fyrir ofan hvalstöð Hvals í Hvalfirði sé í andstöðu við reglugerð um neysluvatn (?!?). Það eina sem þau láta ósagt er að þeim finnst Kristján Loftsson leiðinlegur og með hátt enni, þó er ekki hægt að útiloka að það hafi einnig fengið að fylgja sem ástæða lögbanns. Viðleitni True North til að standa vörð um hagsmuni umhverfisins er aðdáunarverð svo ekki mikið sé sagt. Það yljar manni um hjartarætur að sjá réttsýnt fyrirtæki sem er tilbúið að leggja peninga og orðsporið að veði til að tryggja að hagsmuni náttúrunnar, og að reglugerð um neysluvatn sé fylgt (?!?). Ég tel þó að True North geti gengið enn lengra í átt að nýja markmiði sínu. Ég, rétt eins og þau, vil sjá alvöru, ósjálfselskar aðgerðir sem hafa áhrif. Ég legg því til, séu fyrirsvarsmönnum True North í alvöru umhugað um umhverfið, að þeir geri það umhverfisvænasta í stöðunni, sem er auðvitað að afskrá fyrirtækið og hætta alfarið rekstri þess. Enda hljóta þeir sem aðrir að vita að rekstargrundvöllur þess er byggður á stanslausri einkaþotuumferð um flugvöllinn í miðbænum, og síðan að keyra frægu fólki og drasli upp á fjall og taka myndband af þeim. Höfundur er pescatarian áhrifavaldur
True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum. 31. ágúst 2023 16:58
Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. 31. ágúst 2023 21:04
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar