Segir milljarða sekt koma til vegna samsæriskenninga Bjarki Sigurðsson skrifar 1. september 2023 12:05 Hörður Felix Harðarson er lögmaður Samskipa. Vísir/Vilhelm Samskip ætla sér að kæra rúmlega fjögurra milljarða króna sekt sem Samkeppniseftirlitið lagði á félagið í gær. Lögmaður Samskipa segir félagið vera sektað fyrir samsæriskenningar sem enginn fótur sé fyrir. Í gær var greint frá því að flutningafyrirtækið Samskip hafi verið sektað um 4,2 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Um er að ræða lang stærstu sektina í sögu Samkeppniseftirlitsins. Að mati þess braut Samskip alvarlega af sér með ólögmætu samráði við Eimskip. Þá hafi upplýsingagjöf og gagnaafhending fyrirtækisins við rannsókn málsins verið ófullnægjandi, röng og villandi. Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, segir sektina ekki í neinum tengslum við efni málsins og fyrri ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins. Þá sé verið að sekta fyrir samsæriskenningar. „Við eigum mjög erfitt með að skilja hvaðan eftirlitið er að koma í þessu. Við erum búin að vinna mjög mikið í þessu máli undanfarin ár og reyndum strax í upphafi að greina það með ítarlegri yfirferð gagna hvort það væri eitthvað til í þessum kenningum. Niðurstaðan er einfaldlega sú að svo er alls ekki,“ segir Hörður. Hann segir kenningar eftirlitsins hafa orðið til vegna skjals sem haldlagt var hjá samkeppnisaðilanum, Eimskipi. Enginn hjá Samskipum hafi séð umrætt skjal fyrr en átta árum eftir að rannsókn hófst. „Þá eru spunnar út einhverjar ályktanir og kenningar um það að þarna hafi orðið eitthvað allsherjarsamráð á milli félaganna tveggja. Fyrir þessu er einfaldlega enginn fótur. Þetta er verkefni framundan, það er að vinda ofan af þessu,“ segir Hörður. Nú munu Samskip kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Segir Hörður að náist ekki ásættanleg niðurstaða þar, verði málið tekið alla leið hjá dómstólum. Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Í gær var greint frá því að flutningafyrirtækið Samskip hafi verið sektað um 4,2 milljarða króna fyrir brot á samkeppnislögum. Um er að ræða lang stærstu sektina í sögu Samkeppniseftirlitsins. Að mati þess braut Samskip alvarlega af sér með ólögmætu samráði við Eimskip. Þá hafi upplýsingagjöf og gagnaafhending fyrirtækisins við rannsókn málsins verið ófullnægjandi, röng og villandi. Hörður Felix Harðarson, lögmaður Samskipa, segir sektina ekki í neinum tengslum við efni málsins og fyrri ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins. Þá sé verið að sekta fyrir samsæriskenningar. „Við eigum mjög erfitt með að skilja hvaðan eftirlitið er að koma í þessu. Við erum búin að vinna mjög mikið í þessu máli undanfarin ár og reyndum strax í upphafi að greina það með ítarlegri yfirferð gagna hvort það væri eitthvað til í þessum kenningum. Niðurstaðan er einfaldlega sú að svo er alls ekki,“ segir Hörður. Hann segir kenningar eftirlitsins hafa orðið til vegna skjals sem haldlagt var hjá samkeppnisaðilanum, Eimskipi. Enginn hjá Samskipum hafi séð umrætt skjal fyrr en átta árum eftir að rannsókn hófst. „Þá eru spunnar út einhverjar ályktanir og kenningar um það að þarna hafi orðið eitthvað allsherjarsamráð á milli félaganna tveggja. Fyrir þessu er einfaldlega enginn fótur. Þetta er verkefni framundan, það er að vinda ofan af þessu,“ segir Hörður. Nú munu Samskip kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Segir Hörður að náist ekki ásættanleg niðurstaða þar, verði málið tekið alla leið hjá dómstólum.
Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira