Erlendir fjölmiðlar fjalla um vistaskipti Gylfa Þórs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 10:01 Gylfi Þór er mættur til Lyngby. Lyngby Fjöldi erlendra fjölmiðla hefur fjallað um vistaskipti knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hann er nýjasti leikmaður Íslendinganýlendunnar Lyngby sem spilar í dönsku úrvalsdeildinni. Gylfi Þór hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan í maí árið 2021 en síðar sama ár var hann handtekinn af lögreglunni í Englandi vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Málið var fellt niður fyrr á árinu og á fimmtudag var hann kynntur til leiks hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Birt var viðtal við Gylfa Þór á heimasíðu félagsins en þar segist hann spenntur fyrir því að snúa aftur á völlinn. Er þetta fyrsta opinbera viðtalið sem Gylfi Þór fer í síðan hann var handtekinn í maí 2021. Í viðtalinu nefnir hinn 33 ára gamli Gylfi Þór einnig tengsl sín við Lyngby en hann starfaði með Frey Alexanderssyni, þjálfara liðsins, þegar sá síðarnefndi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þá spurði hann Alfreð Finnbogason út í félagið en Alfreð gekk nýverið í raðir Eupen í Belgíu frá Lyngby. Segja má að félagaskipti Gylfa Þórs til Lyngby hafi vakið töluvert meiri athygli en vanalega þegar félagið fær til sín leikmann. The Athletic fjallar um skiptin en segir óvíst hvenær Gylfi Þór mun spila með liðinu þar sem hann er að glíma við lítilsháttar meiðsli í hásin. Miðillinn nefnir jafnframt að Gylfi Þór hafi verið orðaður við D.C. United sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í júní. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá vistaskiptunum og nefnir tölfræði Gylfa Þórs í ensku úrvalsdeildinni; 67 mörk í 318 leikjum fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur og Everton. Þar kemur fram að hann hafi skrifað undir eins árs samning í Kaupmannahöfn. Former Iceland midfielder Gylfi Sigurdsson has returned to football on a one-year contract with Danish top-flight side Lyngby Boldklub.— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2023 The Sun greinir frá óvæntum félagaskiptum Gylfa Þórs tveimur árum eftir að spilaði síðast fyrir Everton. The Mirror tók í sama streng og benti á að langt væri síðan Gylfi Þór spilaði síðast. Dönsku miðlarnir Bold, Jyllands-Posten, Tipsbladet, B.T., Ekstra Bladet, DR og TV2 greindu eðlilega allir frá skiptunum. Allir nema Bold og Tipsbladet greindu frá kærunni sem hefur nú verið felld niður. VG í Noregi greinir einnig frá sem og fjölmiðlar frá Portúgal og Bandaríkjunum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Gylfi Þór hefur ekki spilað knattspyrnuleik síðan í maí árið 2021 en síðar sama ár var hann handtekinn af lögreglunni í Englandi vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Málið var fellt niður fyrr á árinu og á fimmtudag var hann kynntur til leiks hjá Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Birt var viðtal við Gylfa Þór á heimasíðu félagsins en þar segist hann spenntur fyrir því að snúa aftur á völlinn. Er þetta fyrsta opinbera viðtalið sem Gylfi Þór fer í síðan hann var handtekinn í maí 2021. Í viðtalinu nefnir hinn 33 ára gamli Gylfi Þór einnig tengsl sín við Lyngby en hann starfaði með Frey Alexanderssyni, þjálfara liðsins, þegar sá síðarnefndi var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Þá spurði hann Alfreð Finnbogason út í félagið en Alfreð gekk nýverið í raðir Eupen í Belgíu frá Lyngby. Segja má að félagaskipti Gylfa Þórs til Lyngby hafi vakið töluvert meiri athygli en vanalega þegar félagið fær til sín leikmann. The Athletic fjallar um skiptin en segir óvíst hvenær Gylfi Þór mun spila með liðinu þar sem hann er að glíma við lítilsháttar meiðsli í hásin. Miðillinn nefnir jafnframt að Gylfi Þór hafi verið orðaður við D.C. United sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í júní. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá vistaskiptunum og nefnir tölfræði Gylfa Þórs í ensku úrvalsdeildinni; 67 mörk í 318 leikjum fyrir Swansea City, Tottenham Hotspur og Everton. Þar kemur fram að hann hafi skrifað undir eins árs samning í Kaupmannahöfn. Former Iceland midfielder Gylfi Sigurdsson has returned to football on a one-year contract with Danish top-flight side Lyngby Boldklub.— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2023 The Sun greinir frá óvæntum félagaskiptum Gylfa Þórs tveimur árum eftir að spilaði síðast fyrir Everton. The Mirror tók í sama streng og benti á að langt væri síðan Gylfi Þór spilaði síðast. Dönsku miðlarnir Bold, Jyllands-Posten, Tipsbladet, B.T., Ekstra Bladet, DR og TV2 greindu eðlilega allir frá skiptunum. Allir nema Bold og Tipsbladet greindu frá kærunni sem hefur nú verið felld niður. VG í Noregi greinir einnig frá sem og fjölmiðlar frá Portúgal og Bandaríkjunum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira