Einn leiðtoga Proud Boys fær sautján ára fangelsisdóm Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2023 06:40 Í réttarhöldunum baðst Biggs vægðar og sagðist sjá eftir gjörðum sínum. AP Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt einn leiðtoga bandaríska hægriöfgahópsins Proud Boys í sautján ára fangelsi fyrir hlut hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í ársbyrjun 2021. Þetta er einn lengsti dómurinn sem fallið hefur vegna árásarinnar. Saksóknarar segja hinn 38 ára Joe Biggs hafa verið einn helsta hvatamann árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021, en hann hafði áður verið sakfelldur fyrir að hafa hvatt til uppreisnar og fleiri brot í maí síðastliðinn. Biggs er fyrrverandi hermaður og hafði einnig starfað sem fréttaritari hjá InfoWars, sjónvarpsstöðvar samsærasmiðsins Alex Jones. Í réttarhöldunum baðst Biggs vægðar og sagðist sjá eftir gjörðum sínum. Dómari mat hæfilega refsingu sautján ára fangelsi, en saksóknarar höfðu farið fram á 33 ára dóm. Annar liðsmaður Proud Boys, Zachary Rehl, var í gær dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir hlut sinn í árásinni, eftir að hafa sömuleiðis verið sakfelldur fyrir að hvetja til uppreisnar. Rehl er leiðtogi deildar Proud Boys í Fíladelfíu og sást á myndböndum sprauta ertandi efni á lögreglumenn fyrir utan þinghúsið á meðan á árásinni stóð. Í frétt BBC segir að um 1.100 manns hafi verið handteknir í tengslum við árásina á bandaríska þinghúsið í janúar 2021. 630 manns hafa játað þátt sinn í árásinni og hafa 110 enn sem komið er verið sakfelldir. Stewart Rhodes, stofnandi öfgahópsins Oath Keepers, var í maí síðastliðnum dæmdur í átján ára fangelsi fyrir sinn hlut í árásinni. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. 26. maí 2023 10:27 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Saksóknarar segja hinn 38 ára Joe Biggs hafa verið einn helsta hvatamann árásarinnar á þinghúsið þann 6. janúar 2021, en hann hafði áður verið sakfelldur fyrir að hafa hvatt til uppreisnar og fleiri brot í maí síðastliðinn. Biggs er fyrrverandi hermaður og hafði einnig starfað sem fréttaritari hjá InfoWars, sjónvarpsstöðvar samsærasmiðsins Alex Jones. Í réttarhöldunum baðst Biggs vægðar og sagðist sjá eftir gjörðum sínum. Dómari mat hæfilega refsingu sautján ára fangelsi, en saksóknarar höfðu farið fram á 33 ára dóm. Annar liðsmaður Proud Boys, Zachary Rehl, var í gær dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir hlut sinn í árásinni, eftir að hafa sömuleiðis verið sakfelldur fyrir að hvetja til uppreisnar. Rehl er leiðtogi deildar Proud Boys í Fíladelfíu og sást á myndböndum sprauta ertandi efni á lögreglumenn fyrir utan þinghúsið á meðan á árásinni stóð. Í frétt BBC segir að um 1.100 manns hafi verið handteknir í tengslum við árásina á bandaríska þinghúsið í janúar 2021. 630 manns hafa játað þátt sinn í árásinni og hafa 110 enn sem komið er verið sakfelldir. Stewart Rhodes, stofnandi öfgahópsins Oath Keepers, var í maí síðastliðnum dæmdur í átján ára fangelsi fyrir sinn hlut í árásinni.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. 26. maí 2023 10:27 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Stofnandi Oath Keepers dæmdur í átján ára fangelsi Stewart Rhodes, stofnandi öfgasamtakanna Oath Keepers í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur til átján ára fangelsisvistar vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar 2021. Þetta er lengsti fangelsisdómur sem veittur hefur verið vegna árásarinnar. 26. maí 2023 10:27