Septemberspá Siggu Kling: Í vorkunn færist ekkert nema niður á við Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku vogin mín. Þú ert eitthvað svo í skapi til að fela tilfinningar þínar og láta aðra halda að þú sért meiri töffari en þú í rauninni ert. Ef að það er eitthvað sem þú ætlar að vinna þér inn núna, samningar, vinátta eða ást, þá skaltu sleppa öllum leikritum og vita það að þegar að þú lætur í einlægnina þína skína, þá brotna allar varnir hjá þeim sem þú þarft að kljást við. Vogin er frá 23. september til 23. október. Þín sterka réttlætiskennd lætur þig óvart segja hvað þér finnst, og það er allt í fína. Settu orðin þín bara í fallegan búning, svo að engum finnist að þú sért að ógna honum á neinn máta. Þetta fer allt eftir orðavali þínu. Þú hefur alla möguleika opna, en ekki taka allt inn í einu. Stefndu beint á aðalatriðin. Þar sem fókusinn er, lífið fer. Með því að einfalda hlutina þannig, verða næstu sextíu dagar miklu minna mál. Taktu sérstaklega eftir tímabilinu þrettánda til sautjánda september. Fyrir 26. september þurfa allar þínar helstu ákvarðanir að vera læstar, sem sagt að þú gangir frá málunum. Þú verður beðinn um að sinna mikilvægu verkefni og verður á báðum áttu hvort þú eigir að taka því eða ekki. Þá er það alveg skýrt að fyrsta hugsun er rétt, en svo byrjar heilinn að rugla þig. Ef þú hefur möguleika á þessu tímabili að vera sjálfstæðari í vinnu eða lífinu, þá er það akkúrat þau spor sem verða þín gæfumerki. Þó þú hafir brennt þig áður í lífinu af allskonar, þá er það bara til að gera þig sterkari og sterkari og sterkari. Því að þinn karakter er ekki sú manneskja sem vorkennir sér. Í vorkunn færist ekkert nema niður á við í lífinu. Þó að þú hafir misst einhvern frá þér, hvort sem það tengist dauðsfalli eða viðskilnaði, þá er eina ráðið að halda ótrauður áfram. Peningar koma og fara, en þeir eru sérstaklega að koma til þín. Ef þú átt umfram, gefðu þá af þér, því að mikill vöxtur verður inni hjá þér í sambandi við veraldleg gæði og ræktaðu því andann, því þetta þarf að vera í jafnvægi. Knús og kossar Sigga Kling Will Smith, leikari, 25. september Avril Lavigne, söngkona, 27. september Friðrik Ómar, söngvari, 4. október Lilja Dögg Afreðsdóttir, stjórnmálakona, 4. október Friðrik Dór Jónsson, söngvari, 7. október John Lennon, söngvari 9.október Zac Efron, leikari, 18. október Snoop Dog, rappari, 20 október Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Sjá meira
Vogin er frá 23. september til 23. október. Þín sterka réttlætiskennd lætur þig óvart segja hvað þér finnst, og það er allt í fína. Settu orðin þín bara í fallegan búning, svo að engum finnist að þú sért að ógna honum á neinn máta. Þetta fer allt eftir orðavali þínu. Þú hefur alla möguleika opna, en ekki taka allt inn í einu. Stefndu beint á aðalatriðin. Þar sem fókusinn er, lífið fer. Með því að einfalda hlutina þannig, verða næstu sextíu dagar miklu minna mál. Taktu sérstaklega eftir tímabilinu þrettánda til sautjánda september. Fyrir 26. september þurfa allar þínar helstu ákvarðanir að vera læstar, sem sagt að þú gangir frá málunum. Þú verður beðinn um að sinna mikilvægu verkefni og verður á báðum áttu hvort þú eigir að taka því eða ekki. Þá er það alveg skýrt að fyrsta hugsun er rétt, en svo byrjar heilinn að rugla þig. Ef þú hefur möguleika á þessu tímabili að vera sjálfstæðari í vinnu eða lífinu, þá er það akkúrat þau spor sem verða þín gæfumerki. Þó þú hafir brennt þig áður í lífinu af allskonar, þá er það bara til að gera þig sterkari og sterkari og sterkari. Því að þinn karakter er ekki sú manneskja sem vorkennir sér. Í vorkunn færist ekkert nema niður á við í lífinu. Þó að þú hafir misst einhvern frá þér, hvort sem það tengist dauðsfalli eða viðskilnaði, þá er eina ráðið að halda ótrauður áfram. Peningar koma og fara, en þeir eru sérstaklega að koma til þín. Ef þú átt umfram, gefðu þá af þér, því að mikill vöxtur verður inni hjá þér í sambandi við veraldleg gæði og ræktaðu því andann, því þetta þarf að vera í jafnvægi. Knús og kossar Sigga Kling Will Smith, leikari, 25. september Avril Lavigne, söngkona, 27. september Friðrik Ómar, söngvari, 4. október Lilja Dögg Afreðsdóttir, stjórnmálakona, 4. október Friðrik Dór Jónsson, söngvari, 7. október John Lennon, söngvari 9.október Zac Efron, leikari, 18. október Snoop Dog, rappari, 20 október Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Fleiri fréttir Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Sjá meira