Góð stemning í Leifsstöð þegar ný töskufæribönd voru tekin í notkun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2023 21:00 Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia segir daginn í dag marka tímamót í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Vísir/Sigurjón Nýr og rúmbetri töskusalur beið farþega sem lentu á Keflavíkurflugvelli upp úr hádegi í dag. Töskusalurinn er fyrsti áfanginn sem tekinn er í notkun í nýrri austurálmu flugstöðvarinnar. Töskusalurinn er í nýrri viðbyggingu við flugstöðina í svokallaðri austurálmu. Í dag voru vígð þrjú ný töskubönd sem eru stærri og afkastameiri en þau sem fyrir voru. Nýju böndin eru hallandi og geta tekið á móti talsvert fleiri töskum en eldri böndin. Síðar munu tvö bönd í viðbót bætast við. Eldri böndin verða fjarlægð en á því svæði verður síðar opnuð ný og endurbætt fríhafnarverslun fyrir komufarþega. „Varðandi farangur þá erum við bæði að fá meiri afköst, erum að fá fleiri töskur fyrir per meter, betri aðgengi fyrir farþega, erum að fá opnari sal, betri hljóðgæði og loftgæði í salinn okkar, sem er náttúrulega jákvætt fyrir farþega og starfsfólkið okkar,“ segir Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia. „Svo erum við líka með nýja farangursmóttöku sem við erum líka að opna í dag sem er hinum megin við vegginn sem farþegar sjá oftast ekki. Þar er líka betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar. Við erum farinað spá meira í hvernig starfsfólkið er að beita sér og annað. Þannig við erum að taka svona þessi jákvæðu skref, að hugsa betur og betur um bæði farþegana og starfsfólkið.“ Nýju töskuböndin eru stærri og afkastameiri en þau gömlu. Vísir/Sigurjón Fyrstu farþegarnir sem nýttu sér nýja töskubeltið komu frá Dublin og Frankfurt með vélum Play og Lufthansa. Þeirra biðu góðar móttökur, kampavín og ýmis sætindi auk tónlistaratriða. Framundan er gríðarmikil uppbygging á flugvallarsvæðinu. Áætlað er að framkvæmdum við austurbygginguna ljúki á síðari hluta næsta árs þegar meðal annars verður tekið í notkun stærra veitingasvæði og fjórir nýir landgangar. Austurálman tuttugu þúsund fermetrar, en til samanburðar er Laugardalshöll sautján þúsund fermetrar. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Töskusalurinn er í nýrri viðbyggingu við flugstöðina í svokallaðri austurálmu. Í dag voru vígð þrjú ný töskubönd sem eru stærri og afkastameiri en þau sem fyrir voru. Nýju böndin eru hallandi og geta tekið á móti talsvert fleiri töskum en eldri böndin. Síðar munu tvö bönd í viðbót bætast við. Eldri böndin verða fjarlægð en á því svæði verður síðar opnuð ný og endurbætt fríhafnarverslun fyrir komufarþega. „Varðandi farangur þá erum við bæði að fá meiri afköst, erum að fá fleiri töskur fyrir per meter, betri aðgengi fyrir farþega, erum að fá opnari sal, betri hljóðgæði og loftgæði í salinn okkar, sem er náttúrulega jákvætt fyrir farþega og starfsfólkið okkar,“ segir Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia. „Svo erum við líka með nýja farangursmóttöku sem við erum líka að opna í dag sem er hinum megin við vegginn sem farþegar sjá oftast ekki. Þar er líka betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar. Við erum farinað spá meira í hvernig starfsfólkið er að beita sér og annað. Þannig við erum að taka svona þessi jákvæðu skref, að hugsa betur og betur um bæði farþegana og starfsfólkið.“ Nýju töskuböndin eru stærri og afkastameiri en þau gömlu. Vísir/Sigurjón Fyrstu farþegarnir sem nýttu sér nýja töskubeltið komu frá Dublin og Frankfurt með vélum Play og Lufthansa. Þeirra biðu góðar móttökur, kampavín og ýmis sætindi auk tónlistaratriða. Framundan er gríðarmikil uppbygging á flugvallarsvæðinu. Áætlað er að framkvæmdum við austurbygginguna ljúki á síðari hluta næsta árs þegar meðal annars verður tekið í notkun stærra veitingasvæði og fjórir nýir landgangar. Austurálman tuttugu þúsund fermetrar, en til samanburðar er Laugardalshöll sautján þúsund fermetrar.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira