Góð stemning í Leifsstöð þegar ný töskufæribönd voru tekin í notkun Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2023 21:00 Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia segir daginn í dag marka tímamót í uppbyggingu Keflavíkurflugvallar. Vísir/Sigurjón Nýr og rúmbetri töskusalur beið farþega sem lentu á Keflavíkurflugvelli upp úr hádegi í dag. Töskusalurinn er fyrsti áfanginn sem tekinn er í notkun í nýrri austurálmu flugstöðvarinnar. Töskusalurinn er í nýrri viðbyggingu við flugstöðina í svokallaðri austurálmu. Í dag voru vígð þrjú ný töskubönd sem eru stærri og afkastameiri en þau sem fyrir voru. Nýju böndin eru hallandi og geta tekið á móti talsvert fleiri töskum en eldri böndin. Síðar munu tvö bönd í viðbót bætast við. Eldri böndin verða fjarlægð en á því svæði verður síðar opnuð ný og endurbætt fríhafnarverslun fyrir komufarþega. „Varðandi farangur þá erum við bæði að fá meiri afköst, erum að fá fleiri töskur fyrir per meter, betri aðgengi fyrir farþega, erum að fá opnari sal, betri hljóðgæði og loftgæði í salinn okkar, sem er náttúrulega jákvætt fyrir farþega og starfsfólkið okkar,“ segir Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia. „Svo erum við líka með nýja farangursmóttöku sem við erum líka að opna í dag sem er hinum megin við vegginn sem farþegar sjá oftast ekki. Þar er líka betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar. Við erum farinað spá meira í hvernig starfsfólkið er að beita sér og annað. Þannig við erum að taka svona þessi jákvæðu skref, að hugsa betur og betur um bæði farþegana og starfsfólkið.“ Nýju töskuböndin eru stærri og afkastameiri en þau gömlu. Vísir/Sigurjón Fyrstu farþegarnir sem nýttu sér nýja töskubeltið komu frá Dublin og Frankfurt með vélum Play og Lufthansa. Þeirra biðu góðar móttökur, kampavín og ýmis sætindi auk tónlistaratriða. Framundan er gríðarmikil uppbygging á flugvallarsvæðinu. Áætlað er að framkvæmdum við austurbygginguna ljúki á síðari hluta næsta árs þegar meðal annars verður tekið í notkun stærra veitingasvæði og fjórir nýir landgangar. Austurálman tuttugu þúsund fermetrar, en til samanburðar er Laugardalshöll sautján þúsund fermetrar. Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Töskusalurinn er í nýrri viðbyggingu við flugstöðina í svokallaðri austurálmu. Í dag voru vígð þrjú ný töskubönd sem eru stærri og afkastameiri en þau sem fyrir voru. Nýju böndin eru hallandi og geta tekið á móti talsvert fleiri töskum en eldri böndin. Síðar munu tvö bönd í viðbót bætast við. Eldri böndin verða fjarlægð en á því svæði verður síðar opnuð ný og endurbætt fríhafnarverslun fyrir komufarþega. „Varðandi farangur þá erum við bæði að fá meiri afköst, erum að fá fleiri töskur fyrir per meter, betri aðgengi fyrir farþega, erum að fá opnari sal, betri hljóðgæði og loftgæði í salinn okkar, sem er náttúrulega jákvætt fyrir farþega og starfsfólkið okkar,“ segir Maren Lind Másdóttir, forstöðumaður mannvirkja og innviða hjá Isavia. „Svo erum við líka með nýja farangursmóttöku sem við erum líka að opna í dag sem er hinum megin við vegginn sem farþegar sjá oftast ekki. Þar er líka betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar. Við erum farinað spá meira í hvernig starfsfólkið er að beita sér og annað. Þannig við erum að taka svona þessi jákvæðu skref, að hugsa betur og betur um bæði farþegana og starfsfólkið.“ Nýju töskuböndin eru stærri og afkastameiri en þau gömlu. Vísir/Sigurjón Fyrstu farþegarnir sem nýttu sér nýja töskubeltið komu frá Dublin og Frankfurt með vélum Play og Lufthansa. Þeirra biðu góðar móttökur, kampavín og ýmis sætindi auk tónlistaratriða. Framundan er gríðarmikil uppbygging á flugvallarsvæðinu. Áætlað er að framkvæmdum við austurbygginguna ljúki á síðari hluta næsta árs þegar meðal annars verður tekið í notkun stærra veitingasvæði og fjórir nýir landgangar. Austurálman tuttugu þúsund fermetrar, en til samanburðar er Laugardalshöll sautján þúsund fermetrar.
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ferðalög Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira