Bara það besta um Borgarlínu Guðni Freyr Öfjörð skrifar 31. ágúst 2023 12:00 Eftir flokksfund um helgina kom út platan „Bara það besta um borgarlínuna“ sem inniheldur klassísk lög eins og „Verkefnið er of dýrt og óþarft“, „Enginn vill reka þetta!“, „Er létt borgarlína ekki bara málið?“, „Það mun enginn nota þetta!“, „Forsendur eru brostnar“, „Gæluverkefni Dags“, „Fjölgum bara akreinum fyrir bíla!“, „Hver á að borga fyrir þetta?“, „Þetta mun ekki virka,“ „Bætum bara strætó“, og hið tímalausa uppáhald, „Það er verið að þrengja að einkabílnum!“ Afturhaldið hefur blásið í gjallarhornið og við það spretta upp hinir ýmsu afturhaldssérfræðingar sem telja sig vita eitthvað um borgarskipulag og mála borgarlínu upp sem einhverja grýlu með alls kyns áróðri og rökum sem halda engu vatni. Ég þori að veðja að margar af þessum háværu gagnrýnisröddum Borgarlínunnar nota sjaldan eða aldrei almenningssamgöngur á meðan þeir telja sig vita hvað sé best fyrir okkur hin og vilja ráða framtíð þeirra sem nota almenningssamgöngur og komandi kynslóða.Það verður að viðurkennast að það er frekar vandræðalegt að horfa upp á þennan sirkus, ekki bara vegna þess sem ég nefni hér að ofan, heldur líka vegna þess að land eins og Ísland, sem er eitt ríkasta land í heimi, er enn að bjóða fólki upp á gamaldags og úreltar almennings samgöngur. Fólk þarf oft að bíða hjá svokallaðri strætó stoppistöð sem er oft ekkert annað en skjóllaus staur með strætó skilti ofan á, og þaðan tekur það strætó sem stoppar svo við annan staur, og við tekur önnur bið eftir næsta strætó. Það er mikilvægt að hafa í huga að Borgarlínan er ekki aðeins mikilvæg fjárfesting í almenningssamgöngum fyrir allt höfuðborgarsvæði, þetta er líka gífurlega mikilvæg fjárfesting í fólki og fyrir umhverfið. Borgarlínan myndi veita þúsundum nauðsynlegar almenningssamgöngur, sérstaklega lágtekjufjölskyldur og ýmsa viðkvæma hópa samfélagsins sem eru mjög háð almenningssamgöngum. Innflytjendur sem eru hér stór hluti vinnuafls á Íslandi og halda hér uppi stór hluta efnahagsins, treysta margir hverjir á almenningssamgöngur til að komast til og frá staði, þau þurfa að treysta á úrelt kerfi Strætó sem er oft mjög óáreiðanlegt, seinvirkt, og ófyrirsjáanlegt. Margir sem tala gegn Borgarlínunni hafa í raun ekki kynnt sér hana neitt og er því rétt að fara yfir nokkrar mikilvæga punkta tengd henni: Rannsóknir hafa sýnt að Borgarlínan, sem á ensku heitir BRT, getur fjölgað farþegum um allt að 50%. Þennan árangur má rekja til getu Borgarlínunnar til að bjóða upp á hraðari, áreiðanlegri og þægilegri ferðamáta miðað við hefðbundna strætisvagna. Borgarlínan verður með sérakrein í miðjunni, sem gerir henni kleift að komast framhjá umferðarteppum og ferðast hraðar, sem leiðir af sér áreiðanlegri og fyrirsjáanlegri ferðatíma. Borgarlínan getur hjálpað til við að auka lífsgæði fólks með því að auðvelda fólki að komast um og á milli staða og draga þannig úr einangrun. Þetta getur leitt til aukinnar félagslegrar þátttöku og samheldni í samfélaginu. Borgarlínan er hönnuð til að koma til móts alla hópa samfélagsins, hún státar af frábæru hjólastólaaðgengi og vel smíðuðum römpum. Borgarlínan mun stór bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, draga úr umferðaþunga, draga verulega úr mengun og auka loftgæði. Borgarlínan getur örvað nýsköpun í almenningssamgöngum. Það er vegna þess að Borgarlínan krefst nýrrar tækni og rekstraraðferða sem venjulega eru ekki notuð í hefðbundnum strætókerfum. Þróun og innleiðing þessarar nýju tækni getur leitt til og ýtt undir fleiri nýjunga í almenningssamgöngum. Borgarlínan stuðlar að bættum loftgæðum bæði með því að fækka bílum í umferð og útblástur borgarlínunnar er umtalsvert minni. Borgarlínan hjálpar líka þeim sem vilja nota bíla! Borgarlínan hjálpar til við að draga úr umferðarþunga með því að bjóða upp á raunverulegan valkost við aðra ferðamáta. Þetta getur auðveldað bíleigendum að komast um, jafnvel á álagstímum, auk þess sem lögð verður líka áhersla á betri bílainnviði í samgöngusáttmálanum. Borgarlínan er einnig aðlaðandi vegna bættrar upplifunar farþega, vel hannaðra og góðra biðstöðva, rauntímaupplýsinga og hraðari ferðatíma. Biðstöðvarnar verða betri og þægilegri svo fólk þurfi síður að hírast úti í kuldanum Samhliða uppbyggingu á sérakreinum fyrir borgarlínuna verða lagðir fleiri hjóla- og göngustígar um höfuðborgarsvæðið sem bæta innviði virkra ferðamáta eins og rafmagnshlaupahjól, rafhjól, reiðhjól og gangandi. Greiðslukerfið er þannig að greitt er áður en farið er inn í vagninn og einnig er hægt að fara inn í vagninn inn um hvaða hurð sem er. Vagnar Borgarlínunnar eru umtalsvert stærri og þæginlegri en hefðbundin strætisvagn og geta flutt fleiri farþega í einu. Oft gleymist líka að Borgarlínan er í yfir 200 borgum í yfir 60 löndum um allan heim.Sem dæmi má nefna Guangzhou sem er borg í Kína, létti borgarlínan á umferðarþunga og bætti ferðatíma þar um 24-40%, í Istanbúl sem er borg í Tyrklandi, stytti borgarlínan umferðarþunga og ferðatíma um 50%.Ég vil líka minna lesendur á að gamli góði söngurinn um að veðrátta Íslands leyfi ekki góðar almenningssamgöngur og það sé þess vegna sem við neyðumst til að vera svona bílamiðuð heldur ekki vatni. Við megum ekki gleyma því að í höfuðborg Finnlands, Helsinki, er eru veturnir harðari en hér, en þar eru samt með mjög góðar samgöngur, m.a tram, metro, góðir innviðir fyrir virka ferðamáta og ekki allt miðað út frá einkabílanotkun. Fólk í Helsinki notar almenningssamgöngur meira en bíl, þrátt fyrr veðrið. Hér eru öll þau lönd sem hafa Borgarlínu: Afríka: Angóla, Botsvana, Fílabeinsströndin, Egyptaland, Gana, Kenýa, Marokkó, Nígería, Suður-Afríka, Tansanía, Úganda og Simbabve. Asía: Kína, Indland, Indónesía, Malasía, Mexíkó, Filippseyjar, Katar, Sádi-Arabía, Singapúr, Suður-Kórea, Tyrkland og Víetnam. Evrópa: Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Pólland, Portúgal, Rússland, Spánn og Svíþjóð. Norður Ameríka: Kanada og Bandaríkin. Eyjaálfa: Ástralía Suður-Ameríka: Brasilía. Kæri lesandi ég hvet þig eindregið til að kynna þér þetta verkefni. Á ensku er þýðingin Bus rapid transit (BRT) Höfundur er í stjórn ungra Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Freyr Öfjörð Borgarlína Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Eftir flokksfund um helgina kom út platan „Bara það besta um borgarlínuna“ sem inniheldur klassísk lög eins og „Verkefnið er of dýrt og óþarft“, „Enginn vill reka þetta!“, „Er létt borgarlína ekki bara málið?“, „Það mun enginn nota þetta!“, „Forsendur eru brostnar“, „Gæluverkefni Dags“, „Fjölgum bara akreinum fyrir bíla!“, „Hver á að borga fyrir þetta?“, „Þetta mun ekki virka,“ „Bætum bara strætó“, og hið tímalausa uppáhald, „Það er verið að þrengja að einkabílnum!“ Afturhaldið hefur blásið í gjallarhornið og við það spretta upp hinir ýmsu afturhaldssérfræðingar sem telja sig vita eitthvað um borgarskipulag og mála borgarlínu upp sem einhverja grýlu með alls kyns áróðri og rökum sem halda engu vatni. Ég þori að veðja að margar af þessum háværu gagnrýnisröddum Borgarlínunnar nota sjaldan eða aldrei almenningssamgöngur á meðan þeir telja sig vita hvað sé best fyrir okkur hin og vilja ráða framtíð þeirra sem nota almenningssamgöngur og komandi kynslóða.Það verður að viðurkennast að það er frekar vandræðalegt að horfa upp á þennan sirkus, ekki bara vegna þess sem ég nefni hér að ofan, heldur líka vegna þess að land eins og Ísland, sem er eitt ríkasta land í heimi, er enn að bjóða fólki upp á gamaldags og úreltar almennings samgöngur. Fólk þarf oft að bíða hjá svokallaðri strætó stoppistöð sem er oft ekkert annað en skjóllaus staur með strætó skilti ofan á, og þaðan tekur það strætó sem stoppar svo við annan staur, og við tekur önnur bið eftir næsta strætó. Það er mikilvægt að hafa í huga að Borgarlínan er ekki aðeins mikilvæg fjárfesting í almenningssamgöngum fyrir allt höfuðborgarsvæði, þetta er líka gífurlega mikilvæg fjárfesting í fólki og fyrir umhverfið. Borgarlínan myndi veita þúsundum nauðsynlegar almenningssamgöngur, sérstaklega lágtekjufjölskyldur og ýmsa viðkvæma hópa samfélagsins sem eru mjög háð almenningssamgöngum. Innflytjendur sem eru hér stór hluti vinnuafls á Íslandi og halda hér uppi stór hluta efnahagsins, treysta margir hverjir á almenningssamgöngur til að komast til og frá staði, þau þurfa að treysta á úrelt kerfi Strætó sem er oft mjög óáreiðanlegt, seinvirkt, og ófyrirsjáanlegt. Margir sem tala gegn Borgarlínunni hafa í raun ekki kynnt sér hana neitt og er því rétt að fara yfir nokkrar mikilvæga punkta tengd henni: Rannsóknir hafa sýnt að Borgarlínan, sem á ensku heitir BRT, getur fjölgað farþegum um allt að 50%. Þennan árangur má rekja til getu Borgarlínunnar til að bjóða upp á hraðari, áreiðanlegri og þægilegri ferðamáta miðað við hefðbundna strætisvagna. Borgarlínan verður með sérakrein í miðjunni, sem gerir henni kleift að komast framhjá umferðarteppum og ferðast hraðar, sem leiðir af sér áreiðanlegri og fyrirsjáanlegri ferðatíma. Borgarlínan getur hjálpað til við að auka lífsgæði fólks með því að auðvelda fólki að komast um og á milli staða og draga þannig úr einangrun. Þetta getur leitt til aukinnar félagslegrar þátttöku og samheldni í samfélaginu. Borgarlínan er hönnuð til að koma til móts alla hópa samfélagsins, hún státar af frábæru hjólastólaaðgengi og vel smíðuðum römpum. Borgarlínan mun stór bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, draga úr umferðaþunga, draga verulega úr mengun og auka loftgæði. Borgarlínan getur örvað nýsköpun í almenningssamgöngum. Það er vegna þess að Borgarlínan krefst nýrrar tækni og rekstraraðferða sem venjulega eru ekki notuð í hefðbundnum strætókerfum. Þróun og innleiðing þessarar nýju tækni getur leitt til og ýtt undir fleiri nýjunga í almenningssamgöngum. Borgarlínan stuðlar að bættum loftgæðum bæði með því að fækka bílum í umferð og útblástur borgarlínunnar er umtalsvert minni. Borgarlínan hjálpar líka þeim sem vilja nota bíla! Borgarlínan hjálpar til við að draga úr umferðarþunga með því að bjóða upp á raunverulegan valkost við aðra ferðamáta. Þetta getur auðveldað bíleigendum að komast um, jafnvel á álagstímum, auk þess sem lögð verður líka áhersla á betri bílainnviði í samgöngusáttmálanum. Borgarlínan er einnig aðlaðandi vegna bættrar upplifunar farþega, vel hannaðra og góðra biðstöðva, rauntímaupplýsinga og hraðari ferðatíma. Biðstöðvarnar verða betri og þægilegri svo fólk þurfi síður að hírast úti í kuldanum Samhliða uppbyggingu á sérakreinum fyrir borgarlínuna verða lagðir fleiri hjóla- og göngustígar um höfuðborgarsvæðið sem bæta innviði virkra ferðamáta eins og rafmagnshlaupahjól, rafhjól, reiðhjól og gangandi. Greiðslukerfið er þannig að greitt er áður en farið er inn í vagninn og einnig er hægt að fara inn í vagninn inn um hvaða hurð sem er. Vagnar Borgarlínunnar eru umtalsvert stærri og þæginlegri en hefðbundin strætisvagn og geta flutt fleiri farþega í einu. Oft gleymist líka að Borgarlínan er í yfir 200 borgum í yfir 60 löndum um allan heim.Sem dæmi má nefna Guangzhou sem er borg í Kína, létti borgarlínan á umferðarþunga og bætti ferðatíma þar um 24-40%, í Istanbúl sem er borg í Tyrklandi, stytti borgarlínan umferðarþunga og ferðatíma um 50%.Ég vil líka minna lesendur á að gamli góði söngurinn um að veðrátta Íslands leyfi ekki góðar almenningssamgöngur og það sé þess vegna sem við neyðumst til að vera svona bílamiðuð heldur ekki vatni. Við megum ekki gleyma því að í höfuðborg Finnlands, Helsinki, er eru veturnir harðari en hér, en þar eru samt með mjög góðar samgöngur, m.a tram, metro, góðir innviðir fyrir virka ferðamáta og ekki allt miðað út frá einkabílanotkun. Fólk í Helsinki notar almenningssamgöngur meira en bíl, þrátt fyrr veðrið. Hér eru öll þau lönd sem hafa Borgarlínu: Afríka: Angóla, Botsvana, Fílabeinsströndin, Egyptaland, Gana, Kenýa, Marokkó, Nígería, Suður-Afríka, Tansanía, Úganda og Simbabve. Asía: Kína, Indland, Indónesía, Malasía, Mexíkó, Filippseyjar, Katar, Sádi-Arabía, Singapúr, Suður-Kórea, Tyrkland og Víetnam. Evrópa: Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Holland, Pólland, Portúgal, Rússland, Spánn og Svíþjóð. Norður Ameríka: Kanada og Bandaríkin. Eyjaálfa: Ástralía Suður-Ameríka: Brasilía. Kæri lesandi ég hvet þig eindregið til að kynna þér þetta verkefni. Á ensku er þýðingin Bus rapid transit (BRT) Höfundur er í stjórn ungra Pírata.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar