Kallar Rubiales gungu og segir hann hafa skemmt sér með táningum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 07:00 Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur verið mikið í fréttum undanfarna daga. Alex Pantling/Getty Images Juan Rubiales, frændi Luis Rubiales – forseta spænska knattspyrnusambandsins, kallar frænda sinn gungu og segir frá veisluhöldum með táningum sem voru mögulega ólögráða. Luis hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann kyssti Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, á munninn eftir að Spánn sigraði England í úrslitum HM kvenna í knattspyrnu fyrr í mánuðinum. Þó nærri allir hafi gefist upp á Luis, að móður hans undanskilinni, þá situr Luis sem fastast sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Það er hins vegar ljóst að móðir hans er ein á báti þegar kemur að Rubiales-fjölskyldunni og stuðningi við Luis. Juan Rubiales starfaði fyrir frænda sinn frá 2018 til 2020 en þar áður starfaði hann sem blaðamaður. Hann mætti í viðtal við spænska miðilinn El Confidencial og það er ljóst að álit Juan á frænda sínum er ekki hátt. Juan tekur fram í viðtalinu að öll Rubiales-fjölskyldan, fyrir utan móður Luis, standi með Jenni Hermoso. Þá bætir hann við að frændi sinn sé „gunga“ sem er sjúkur í völd, lúxuslíferni og kvenfólk. „Hann þarf endurmenntun í því hvernig maður kemur fram við konur,“ bætti Juan við. Þá sagði hann frá veislu sem frændi hans hélt í bænum Salobreña á Spáni. Juan lýsti því hvernig fjöldinn allur af táningsstelpum hefði verið á svæðinu, stúlkur sem voru nægilega ungar til að vera dætur hans. Juan gat ekki staðfest hvort táningarnir væru orðnir lögráða en Luis sagði að þær væru af „skemmtistöðum bæjarins.“ Entrevista a Juan Rubiales: "Yo me di cuenta de que no tenía talla para ser presidente de la Federación, ni quería serlo. Ha utilizado la RFEF para su bien personal""Es un hombre obsesionado con el poder, el lujo, el dinero e incluso las mujeres. Creo que necesita un programa pic.twitter.com/pwz0GlX148— El Confidencial (@elconfidencial) August 30, 2023 „Ég veit ekki hvað gerðist þar og ég vil ekki vitað það. Ég læsti mig inn í herberginu mínu og horfði á fótbolta. Ég trúði þessu ekki,“ sagði Juan um veisluna í Salobreña. Eftir veisluna ku Luis hafa eytt öllum smáskilaboðum í símanum sínum og hafa ráðið sér einkaspæjara. „Hann var hræddur, hann hélt það myndi einhver tilkynna hvað gerðist, sagði Juan jafnframt. Þegar þetta er skrifað er Luis enn í starfi þrátt fyrir mikil mótmæli. Hversu lengi hann verður við völd verður að koma í ljós. Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira
Luis hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir að hann kyssti Jenni Hermoso, leikmann spænska landsliðsins, á munninn eftir að Spánn sigraði England í úrslitum HM kvenna í knattspyrnu fyrr í mánuðinum. Þó nærri allir hafi gefist upp á Luis, að móður hans undanskilinni, þá situr Luis sem fastast sem forseti spænska knattspyrnusambandsins. Það er hins vegar ljóst að móðir hans er ein á báti þegar kemur að Rubiales-fjölskyldunni og stuðningi við Luis. Juan Rubiales starfaði fyrir frænda sinn frá 2018 til 2020 en þar áður starfaði hann sem blaðamaður. Hann mætti í viðtal við spænska miðilinn El Confidencial og það er ljóst að álit Juan á frænda sínum er ekki hátt. Juan tekur fram í viðtalinu að öll Rubiales-fjölskyldan, fyrir utan móður Luis, standi með Jenni Hermoso. Þá bætir hann við að frændi sinn sé „gunga“ sem er sjúkur í völd, lúxuslíferni og kvenfólk. „Hann þarf endurmenntun í því hvernig maður kemur fram við konur,“ bætti Juan við. Þá sagði hann frá veislu sem frændi hans hélt í bænum Salobreña á Spáni. Juan lýsti því hvernig fjöldinn allur af táningsstelpum hefði verið á svæðinu, stúlkur sem voru nægilega ungar til að vera dætur hans. Juan gat ekki staðfest hvort táningarnir væru orðnir lögráða en Luis sagði að þær væru af „skemmtistöðum bæjarins.“ Entrevista a Juan Rubiales: "Yo me di cuenta de que no tenía talla para ser presidente de la Federación, ni quería serlo. Ha utilizado la RFEF para su bien personal""Es un hombre obsesionado con el poder, el lujo, el dinero e incluso las mujeres. Creo que necesita un programa pic.twitter.com/pwz0GlX148— El Confidencial (@elconfidencial) August 30, 2023 „Ég veit ekki hvað gerðist þar og ég vil ekki vitað það. Ég læsti mig inn í herberginu mínu og horfði á fótbolta. Ég trúði þessu ekki,“ sagði Juan um veisluna í Salobreña. Eftir veisluna ku Luis hafa eytt öllum smáskilaboðum í símanum sínum og hafa ráðið sér einkaspæjara. „Hann var hræddur, hann hélt það myndi einhver tilkynna hvað gerðist, sagði Juan jafnframt. Þegar þetta er skrifað er Luis enn í starfi þrátt fyrir mikil mótmæli. Hversu lengi hann verður við völd verður að koma í ljós.
Fótbolti Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira