Veiðimenn hissa á vanþekkingu SFS á laxi Karl Lúðvíksson skrifar 30. ágúst 2023 13:21 Það er hrikalegt til þess að hugsa að Íslenski laxinn sem þegar á undir högg að sækja sé í varnarleik þegar hættan á erfðablöndun er líka komin í spilið en það er nákvæmlega það sem er að gerast þegar eldislax og villtur lax með ólíkt erfðamengi blandast saman. Veiðimenn eru hins vegar að skeggræða sín á milli hvernig það má vera að talskona SFS viti ekki meira um laxa og laxveiðar en raun ber vitni. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eiga sér þessa ágætu talskonu sem hefur verið mjög dugleg við að koma skilaboðum frá þeim samtökum áleiðis en heldur brá hún fæti fyrir sjálfa sig með nokkrum staðreyndarvillum um laxa sem birtust í grein þann 23.8 á heimasíðu samtakana. Grein framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hér hlæja þeir sem betur vita ekki með, heldur hlæja að, því það er í versta falli óheppilegt að vita ekki betur í þeirri stöðu sem þessi ágæta talskona er, að vera nákvæmlega talskona fyrirtækja í laxeldi. En nóg um það, okkur finnst það rétt í stöðunni að leiðrétta nokkur atriði. 1. „Alinn fiskur, sem örugglega má rekja til íslensks eldis, hefur helst fundist í ám sem hafa aldrei verið skilgreindar sem laxveiðiár og fóstra ekki sjálfbæra laxastofna. Þess utan er alinn lax talinn minna hæfur en sá villti til að lifa af í náttúrunni.“ - Eldislax úr síðustu slysasleppingu hefur veiðst í Víðidalsá, Vatnsdalsá, Blöndu, Laxá á Ásum, Miðfjarðará og Laxá í Aðaldal, bara nokkrar sem dæmi. 2. „En getur verið að vandamál villta íslenska laxastofnsins sé af öðrum toga? Í allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um stofninn, og hnignun hans, hefur sjaldan verið tæpt á því sem er oftsinnis ástæðan þegar kemur að fiskistofnum í vanda: Ofveiði.“ - Sleppiskylda hefur verið sett á að mestu leiti í öllum ofangreindu ánum eða mjög hóflegur kvóti. Mælanleg stofnstærð í ánum sem hafa teljara sýnir að ekki er um ofveiði að ræða og seiðatalning Veiðimálastofnunar í völdum ám segir nákvæmlega það sama. 3. „Talsmenn verndarsamtaka hafa sagt að villti íslenski stofninn sé um 50 þúsund laxar og fari minnkandi. Í því samhengi er áhugavert að líta á tölur sem koma fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um lax- og silungsveiði síðasta sumars. Þar segir að 46 þúsund laxar hafi komið á land í fyrra. Sem myndi almennt þýða að 92% laxa í íslenska stofninum hefðu verið veidd síðasta sumar.“ - Það veiddust ekki 46.000 laxar síðasta sumar. 92% af laxi veiddist sem sagt ekki. Þess fyrir utan er laxi sleppt og hlutfall sleppinga í ánum er frá 100% (sem dæmi Elliðaárnar) og niður en hvergi er veiðiálag meira en 50-60% því það er ekki hægt, sama hvað þig langar að veiða alla laxana í ánni. 4. „Við það bætist svo að rannsóknir hafa sýnt að hluti laxa sem er sleppt á sér ekki lífsvon og drepst fljótlega, enda eyðileggja krækjur hæglega færni þeirra til fæðuöflunar, auk þess sem fjöldi laxa verður örmagna eftir langa baráttu við veiðimann og myndatökur fyrir samfélagsmiðla.“ - ef laxin væri að drepast í stórum stíl þegar honum er sleppt færi það ekkert á milli mála í ánni því hann sekkur strax þegar hann drepst og liggur á botninum eins og endurskinsmerki. Undirritaður hefur í sex ára reynslu við leiðsögn og veiðar með sumaraðsetur við bakkann á Langá og hefur líklega séð 10 laxa dauða í ánni. Og hvaða rannsóknir sýna fram á þetta? Það er ekki nóg að henda fram svona staðreynd nema vísa í heimildir takk fyrir. Feitletraða línan er síðan það besta því lax borðar ekki í ánni eftir að hann gengur í hana. Veiðivísir lofar að það verður ekki meira „rant“ um þetta mál og við bíðum bara spennt eftir haustslagveðri sem fyllir árnar af vatni svo það fari að veiðast eitthvað! Höfundur skrifar um veiðar á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stangveiði Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hrikalegt til þess að hugsa að Íslenski laxinn sem þegar á undir högg að sækja sé í varnarleik þegar hættan á erfðablöndun er líka komin í spilið en það er nákvæmlega það sem er að gerast þegar eldislax og villtur lax með ólíkt erfðamengi blandast saman. Veiðimenn eru hins vegar að skeggræða sín á milli hvernig það má vera að talskona SFS viti ekki meira um laxa og laxveiðar en raun ber vitni. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eiga sér þessa ágætu talskonu sem hefur verið mjög dugleg við að koma skilaboðum frá þeim samtökum áleiðis en heldur brá hún fæti fyrir sjálfa sig með nokkrum staðreyndarvillum um laxa sem birtust í grein þann 23.8 á heimasíðu samtakana. Grein framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hér hlæja þeir sem betur vita ekki með, heldur hlæja að, því það er í versta falli óheppilegt að vita ekki betur í þeirri stöðu sem þessi ágæta talskona er, að vera nákvæmlega talskona fyrirtækja í laxeldi. En nóg um það, okkur finnst það rétt í stöðunni að leiðrétta nokkur atriði. 1. „Alinn fiskur, sem örugglega má rekja til íslensks eldis, hefur helst fundist í ám sem hafa aldrei verið skilgreindar sem laxveiðiár og fóstra ekki sjálfbæra laxastofna. Þess utan er alinn lax talinn minna hæfur en sá villti til að lifa af í náttúrunni.“ - Eldislax úr síðustu slysasleppingu hefur veiðst í Víðidalsá, Vatnsdalsá, Blöndu, Laxá á Ásum, Miðfjarðará og Laxá í Aðaldal, bara nokkrar sem dæmi. 2. „En getur verið að vandamál villta íslenska laxastofnsins sé af öðrum toga? Í allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað um stofninn, og hnignun hans, hefur sjaldan verið tæpt á því sem er oftsinnis ástæðan þegar kemur að fiskistofnum í vanda: Ofveiði.“ - Sleppiskylda hefur verið sett á að mestu leiti í öllum ofangreindu ánum eða mjög hóflegur kvóti. Mælanleg stofnstærð í ánum sem hafa teljara sýnir að ekki er um ofveiði að ræða og seiðatalning Veiðimálastofnunar í völdum ám segir nákvæmlega það sama. 3. „Talsmenn verndarsamtaka hafa sagt að villti íslenski stofninn sé um 50 þúsund laxar og fari minnkandi. Í því samhengi er áhugavert að líta á tölur sem koma fram í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um lax- og silungsveiði síðasta sumars. Þar segir að 46 þúsund laxar hafi komið á land í fyrra. Sem myndi almennt þýða að 92% laxa í íslenska stofninum hefðu verið veidd síðasta sumar.“ - Það veiddust ekki 46.000 laxar síðasta sumar. 92% af laxi veiddist sem sagt ekki. Þess fyrir utan er laxi sleppt og hlutfall sleppinga í ánum er frá 100% (sem dæmi Elliðaárnar) og niður en hvergi er veiðiálag meira en 50-60% því það er ekki hægt, sama hvað þig langar að veiða alla laxana í ánni. 4. „Við það bætist svo að rannsóknir hafa sýnt að hluti laxa sem er sleppt á sér ekki lífsvon og drepst fljótlega, enda eyðileggja krækjur hæglega færni þeirra til fæðuöflunar, auk þess sem fjöldi laxa verður örmagna eftir langa baráttu við veiðimann og myndatökur fyrir samfélagsmiðla.“ - ef laxin væri að drepast í stórum stíl þegar honum er sleppt færi það ekkert á milli mála í ánni því hann sekkur strax þegar hann drepst og liggur á botninum eins og endurskinsmerki. Undirritaður hefur í sex ára reynslu við leiðsögn og veiðar með sumaraðsetur við bakkann á Langá og hefur líklega séð 10 laxa dauða í ánni. Og hvaða rannsóknir sýna fram á þetta? Það er ekki nóg að henda fram svona staðreynd nema vísa í heimildir takk fyrir. Feitletraða línan er síðan það besta því lax borðar ekki í ánni eftir að hann gengur í hana. Veiðivísir lofar að það verður ekki meira „rant“ um þetta mál og við bíðum bara spennt eftir haustslagveðri sem fyllir árnar af vatni svo það fari að veiðast eitthvað! Höfundur skrifar um veiðar á Vísi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar