Fellum niður grímuna Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar 30. ágúst 2023 11:00 Tilkoma samfélagsmiðla og allra þeirra myndvinnslumöguleika sem þeir hafa upp á að bjóða hefur gjörbreytt því hvernig við veljum að sýna okkur sjálf á netinu. Það er sama á hvaða samfélagsmiðil er litið, svokallaðar síur (e. filters) eru allstaðar og þær nánast orðnar óaðskiljanlegar stafrænni persónu okkar. Nú þegar þróun gervigreindar (e. AI) og djúpfölsunar (e. deepfakes) fleygir fram verðum við að staldra við og íhuga hvaða áhrif þessi tækni getur haft á sjálfsmyndina og hverjar mögulegar afleiðingar eru af því að sjá lífið sífellt í gegnum rósrauð gleraugu. Eltingaleiknum við fullkomnun fylgir verulegur fórnarkostnaður Notkun myndvinnslumöguleika á borð við síur er oftar en ekki knúin áfram af löngun til þess að betrumbæta útlit sitt á einhvern hátt og uppfylla þannig óraunhæfa fegurðarstaðla samfélagsins. Svipa má notkun þessarar sía til þess að setja upp grímu sem felur alla þá galla sem við teljum okkur mögulega hafa. Þessum endalausa eltingaleik við fullkomun fylgir þó verulegur fórnarkostnaður sem leggst yfirleitt þyngst á þá sem yngri og áhrifagjarnari eru. Hröð þróun gervigreindar og djúpfölsunar hefur ýtt undir þessar áhyggjur, enda eru skilin á milli hins raunverulega heims og hins stafræna sífellt að verða skýrari. Með tímanum verður æ einfaldara að skapa hina „fullkomnu“ netpersónu sem eldist ekki, fær ekki bólur, hrukkur, eða appelsínuhúð, eitthvað sem er nánast ógerlegt í raunveruleikanum. Það er nefnilega alveg sama hvað við reynum, við getum ekki snúið lífsklukkunni við eða breytt genasamsetningu okkar - ekkert frekar en við getum gert himininn heiðari, ströndina hvítari og grasið grænna. Þetta vekur upp spurninguna um það hvort að einn daginn komi að því að fólk hætti einfaldlega að taka grímuna niður og skipti þannig einlægri upplifun endanlega út fyrir flekklausari en um leið tilgerðarlegri tilveru? Þetta breytta stafræna landslag hefur nú þegar haft djúpstæð áhrif á samfélagið og mun halda áfram að hafa áhrif. Það brenglar nefnilega sýn okkar á lífið að sjá það sífellt í fegraðri útgáfu. Hætta er á því að við aftengjumst raunveruleikanum og förum þannig á mis við ýmsar upplifanir, bæði góðar og slæmar, sem eiga mikilvægan þátt í því að móta okkur sem manneskjur af holdi og blóði. Einlægni verður æ sjaldgæfari og ósvikin sjálfsvitund mun smám saman hverfa undir lög af yfirborðskenndum síum. Fegurð fólgin í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur Nú myndu eflaust einhverjir upphrópa mig sem hræsnara enda sjálf gerst sek um að nota síur til að fegra eigið myndefni á samfélagsmiðlum og þannig tekið þátt í áðurnefndu kapphlaupi við flekklausa tilveru í hinum stafræna heimi, þar sem enginn sigrar og allir tapa. Hafandi einu sinni verið ung stúlka og nú foreldri sjálf er ég þó meðvituð um mikilvægi þess að sýna yngri kynslóðum gott fordæmi í þessum efnum. Til þess að efla sjálfstraust verðum við nefnilega að fagna ófullkomleikanum í allri sinni mynd. Uppgangur gervigreindar og djúpfölsunar hvetur okkur til þess að horfast í augu við þessa þversögn. Til að undirbúa okkur fyrir framtíð þar sem tæknin verður allsráðandi verðum við að finna betra jafnvægi á milli stafrænnar persónu okkar og hins raunverulega sjálfs. Aðeins með því að fjarlægja síurnar getum við fyrst tekið mennskum breyskleika okkar í sátt, skapað raunveruleg tengsl við annað fólk og séð fegurðina sem fólgin er í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur - já eða fæddur. Þegar uppi er staðið, ræðst framtíð samfélagsins okkar á því hvernig við veljum að nota tæknina. Ætlum við að halda áfram að eltast við það að vera hin fullkomna persóna á netinu eða viljum við sækja meira í raunveruleg kynni og upplifanir, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir? Hver og einn verður að svara því fyrir sjálfan sig en á meðan framtíðinn nálgast óðum skulum við reyna að ímynda okkur heim þar sem sjálfsmyndin er byggð á sjálfsást. Fellum niður grímuna og verum ósíaðar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Unnur Freyja Víðisdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Tilkoma samfélagsmiðla og allra þeirra myndvinnslumöguleika sem þeir hafa upp á að bjóða hefur gjörbreytt því hvernig við veljum að sýna okkur sjálf á netinu. Það er sama á hvaða samfélagsmiðil er litið, svokallaðar síur (e. filters) eru allstaðar og þær nánast orðnar óaðskiljanlegar stafrænni persónu okkar. Nú þegar þróun gervigreindar (e. AI) og djúpfölsunar (e. deepfakes) fleygir fram verðum við að staldra við og íhuga hvaða áhrif þessi tækni getur haft á sjálfsmyndina og hverjar mögulegar afleiðingar eru af því að sjá lífið sífellt í gegnum rósrauð gleraugu. Eltingaleiknum við fullkomnun fylgir verulegur fórnarkostnaður Notkun myndvinnslumöguleika á borð við síur er oftar en ekki knúin áfram af löngun til þess að betrumbæta útlit sitt á einhvern hátt og uppfylla þannig óraunhæfa fegurðarstaðla samfélagsins. Svipa má notkun þessarar sía til þess að setja upp grímu sem felur alla þá galla sem við teljum okkur mögulega hafa. Þessum endalausa eltingaleik við fullkomun fylgir þó verulegur fórnarkostnaður sem leggst yfirleitt þyngst á þá sem yngri og áhrifagjarnari eru. Hröð þróun gervigreindar og djúpfölsunar hefur ýtt undir þessar áhyggjur, enda eru skilin á milli hins raunverulega heims og hins stafræna sífellt að verða skýrari. Með tímanum verður æ einfaldara að skapa hina „fullkomnu“ netpersónu sem eldist ekki, fær ekki bólur, hrukkur, eða appelsínuhúð, eitthvað sem er nánast ógerlegt í raunveruleikanum. Það er nefnilega alveg sama hvað við reynum, við getum ekki snúið lífsklukkunni við eða breytt genasamsetningu okkar - ekkert frekar en við getum gert himininn heiðari, ströndina hvítari og grasið grænna. Þetta vekur upp spurninguna um það hvort að einn daginn komi að því að fólk hætti einfaldlega að taka grímuna niður og skipti þannig einlægri upplifun endanlega út fyrir flekklausari en um leið tilgerðarlegri tilveru? Þetta breytta stafræna landslag hefur nú þegar haft djúpstæð áhrif á samfélagið og mun halda áfram að hafa áhrif. Það brenglar nefnilega sýn okkar á lífið að sjá það sífellt í fegraðri útgáfu. Hætta er á því að við aftengjumst raunveruleikanum og förum þannig á mis við ýmsar upplifanir, bæði góðar og slæmar, sem eiga mikilvægan þátt í því að móta okkur sem manneskjur af holdi og blóði. Einlægni verður æ sjaldgæfari og ósvikin sjálfsvitund mun smám saman hverfa undir lög af yfirborðskenndum síum. Fegurð fólgin í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur Nú myndu eflaust einhverjir upphrópa mig sem hræsnara enda sjálf gerst sek um að nota síur til að fegra eigið myndefni á samfélagsmiðlum og þannig tekið þátt í áðurnefndu kapphlaupi við flekklausa tilveru í hinum stafræna heimi, þar sem enginn sigrar og allir tapa. Hafandi einu sinni verið ung stúlka og nú foreldri sjálf er ég þó meðvituð um mikilvægi þess að sýna yngri kynslóðum gott fordæmi í þessum efnum. Til þess að efla sjálfstraust verðum við nefnilega að fagna ófullkomleikanum í allri sinni mynd. Uppgangur gervigreindar og djúpfölsunar hvetur okkur til þess að horfast í augu við þessa þversögn. Til að undirbúa okkur fyrir framtíð þar sem tæknin verður allsráðandi verðum við að finna betra jafnvægi á milli stafrænnar persónu okkar og hins raunverulega sjálfs. Aðeins með því að fjarlægja síurnar getum við fyrst tekið mennskum breyskleika okkar í sátt, skapað raunveruleg tengsl við annað fólk og séð fegurðina sem fólgin er í því að koma til dyranna eins og maður er klæddur - já eða fæddur. Þegar uppi er staðið, ræðst framtíð samfélagsins okkar á því hvernig við veljum að nota tæknina. Ætlum við að halda áfram að eltast við það að vera hin fullkomna persóna á netinu eða viljum við sækja meira í raunveruleg kynni og upplifanir, með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgir? Hver og einn verður að svara því fyrir sjálfan sig en á meðan framtíðinn nálgast óðum skulum við reyna að ímynda okkur heim þar sem sjálfsmyndin er byggð á sjálfsást. Fellum niður grímuna og verum ósíaðar fyrirmyndir fyrir komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í miðlalæsi hjá Fjölmiðlanefnd.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun