Við hefjum leik í Kaplakrika þar sem FH tekur á móti KA í síðasta leik næstsíðustu umferðar Bestu-deildar karla. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 5 og útsendingin hefst klukkan 17.20.
Klukkan 18.50 er svo komið að þremur leikjum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Íslendingalið FCK tekur á móti Raków á Stöð 2 Sport 2, Rangers heimsækir PSV á Stöð 2 Sport 3 og AEK Athens tekur á móti Antwerp á Vodafone Sport.
Þá hefst úrvalsdeildin í Pílukasti klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport þar sem allir bestu pílukastarar landsins mæta til leiks.